ESB-sporin hræða

Í Noregi var verið að samþykkja margumrædda þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þar gengu Jafnaðarmenn gegn vilja samstarfsflokka sinna í ríkisstjón, SV og Miðflokksins, og kusu með borgaraflokkunum um lögleiðingu hennar.

Þetta gæti auðvitað Samfylkingin einnig gert. Komið fram á Alþingi sínum áherslum í ESB-málum, en starfað samt með Vinstri gænum í ríkisstjórn.

Þjónustutilskipunin var samþykkt með þeim fyrirvara að hún breytti ekki norskum vinnurétti og að hún réði ekki launum og vinnuskilyrðum erlendra verkamanna, heldur innlendar tilskipanir.

Andstæðingar tilskipunarinnar meina þó að það verði erfitt að standa fast á sínu og telja hættu á enn meira innstreymi láglaunuðs vinnukrafts frá Austur-Evrópu. Það hefur auðvitað verið raunin þar sem hér á landi, en er mun alvarlegra nú í kreppunni þegar atvinnuleysi hefur aukist mjög heima fyrir.

Nýjasta málið í Noregi er frá kjötiðnaðarfyrirtæki sem hefur fjölda Litháa í vinnu. Þeir eru á skítalaunum, fá litla sem enga sjúkrahjálp ef slys bera að höndum og enga veikindadaga. Þá er þeim ekki leyft að skrá sig í norsk verkalýðsfélög. Eina ráðið fyrir norsku verkalýðshreyfinguna til að styðja þá er að hvetja almenning til að kaupa ekki vörur frá þessu fyrirtæki.

Þetta sýnir vel hversu Evrópusambandsaðild er varhugavert. Gömul réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur áunnið sínu fólki í gegnum tíðina er kastað fyrir róða vegna hreinræktaðrar markaðshyggju.

Með aðild að ESB er stór hætta á að kreppan hér heima verði endanlega fest í sessi og gerð viðvarandi. Sem dæmi má nefna að atvinnuleysi var skelfilega mikið í löndum ESB fyrir kreppu, en hefur aukist til muna síðan. Á Spáni er atvinnuleysið t.d. komið yfir 20%. Er það þetta sem við viljum í kjölfar okkar eigin kreppu?


mbl.is Steingrímur: Fjárlagavinna sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 455444

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband