Fullviss?

Enn ein furðufréttin frá fjölmiðlum um ESB-málin.

Í sjálfum orðum þessa Bergs segir ekkert um að lausn finnist á sjávarútvegsmálum sem muni tryggja að fiskveiðum á Íslandi verði stjórnað með sama hætti og gert hefur verið til þessa, eins og blaðamaður fullyrðir að Berg hafi sagt.

Berg segir aðeins vera viss um að ef Ísland ákveði að sækja um aðild muni ESB vera reiðubúið "til að ræða með mjög jákvæðum hætti hvort hægt sé að finna lausn sem tryggir að framtíð íslenskra sjómanna verði svipuð og verið hefur til þessa, en það yrði að vera innan marka sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.“

Hér segir sem sé aðeins að leita verði lausnar hvort hægt sé að leyfa íslenskum sjómönnum að lifa við sama atvinnustig og verið hefur  (ekkert um stjórnun eins og blaðamaður fullyrðir) en að það verði að vera innan markaðarar stefnu sambandsins.

Hér segir þannig ekkert um veiðar innan 200 mílnanna, né annað þar að lútandi, og að ESB muni marka stefnuna en ekki Ísland.


mbl.is „Lausn finnst á sjávarútvegsmálum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horft yfir sviðið mitt mat

Skrifað og tekið saman af undirrituðum 9.maí 2007 og sent var sem tölvupóstur til fjölmiðils til uppl.þar sem undirritaður taldi að yfirráð yfir auðlindum okkar Íslendinga séu í mikilli hættu vegna kvótabrasksins og að valdið yfir þeim eigi eftir að lenda í höndunum á erlendum aðilum að öllu óbreyttu.


Úr greininni Kvótabraskið hangir á bláþræði eftir B.N. birtist í Morgunblaðinu 22/2 2006

"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu smábátaútgerðarmanns, sem taldi að breytingar sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða árið 2004 hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarréttarákvæði og jafnræðisreglu stjórnarskrár. Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði viðurkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphaflega 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar.’’
Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni".
Þessi dómur hlýtur að vera mikið áfall fyrir þá sem trúa, trúðu, eða trúa enn á kvótabraskkerfið.

Lög nr. 38. 1990. 1. gr.: "Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Úr skýrslu auðlindarnefndar
2.5 Eignarhald á náttúruauðlindum
2.5.1 Yfirlit
,,Eignarhald á náttúruauðlindum hefur verið með ólíkum hætti samkvæmt íslenskum rétti.
Áður fyrr tíðkaðist að flokka landsvæði á Íslandi í eignarlönd, afrétti og almenninga eftir því hvernig eignarhaldi var háttað á þeim. Á þeirri skipan var gerð breyting með lögum nr. 58/1998 um þjóðlendur þar sem íslensku landi er að meginstefnu til skipt í eignarlönd og þjóðlendur. Í 1. gr. laganna er eignarland skilgreint sem landsvæði sem háð er einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.’’
Ef breyting verður á stjórnarskráni eins og það lítur út í dag með þessu ákvæði:
,,Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila skv. 72. gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum.’’
Ég tel að útgerðarmenn munu láta reyna á það fyrir rétti að úthlutaðar veiðiheimildir samkvæmt % útreikningi til hverar útgerðar til að veiða úr heildaraflanum sem úthlutaðar eru fyrir hvert fiskveiðaár innan landhelgi Íslands verði viðurkenndar fyrir dómi sem einkaeignaréttur með vísan í umrædda breytingu á stjórnarskrá að hún sé æðri en lög nr. 38. 1990. 1. gr. og í raun gerði þau lög að markleysu vegna þessara breytinga. Útgerðamenn munu væntanlega lika nota lög um 58/1998 um þjóðlendur til að rökstyðja sitt mál Í 1. gr. laganna er eignarland skilgreint sem landsvæði sem háð er einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma. Þar sem nýja ákvæðið í stjórnarskrá á við um allar auðlindir Íslands til land og sjávar munu útgerðarmenn líka vitna í jafnræðisregluna í stjórnarskrá. Útgerðarmenn munu að sjálfsögðu telja sig hafa rétt til að nýtta hafið innan 200 sjómílurnar til að sækja sitt sjávarfang eftir sínum úthlutuðum afla sem reiknaður er út með prósentum sem þeir telja vera sinn einkaeignarétt(prósentan hvers og eins úr 100% úr heildarafla úr hveri fisktegund hvers fiskveiðárs ) og geta því vitnað í eins og segir í skýrslu auðlindarnefndar sept. 2000 sem dæmi ,,Einstakir hlutar geta orðið eign í venjulegri merkingu þegar þeir eru teknir frá og afmarkaðir nægilega.’’ Það er engin tilviljun að sóknarmarkið sé horfið út úr fiskveiðakerfinu í dag þar var bara heildarprósenta sem ákveðinn flokkur af bátum máttu veiða úr í einum potti það ógnaði þeim rökum sem eru hér fyrir ofan. Síðustu útgerðaraðilarnir í kvótabraskkerfinu sem eru á krókaaflamarki hafa verið að breyta sóknarmarkinu yfir í aflamark síðustu misserin því gangverð á kvóta í krókaaflamarkskerfinu nálgast nú óðum það verð sem er í stórakerfinu sem nú er komið í tværmilljónirfjögurhundruðþúsundkrónur fyrir hvert tonn af þorski !
Nú er bara spurningin miðað við þróun þessara mála þar sem peningarnir hina fáu úvöldu stjórna eins og hingað til hvenær þessi kerfi verða sameinuð í eitt.
Þau kaup hins vegar úgerðarmanna á milli í gegnum tíðina á þessum ímyndum verðmæta í kvótalíkingu sem fundið er út með prósentureikningi, varðar okkur samfélaginu ekkert um eins og lögin eru í dag. Þeir gerðu þessi viðskipti sín á milli, án samráðs við þjóðfélagið, gegn vilja settra laga og því alfarið á þeirra ábyrgð. Verði af þessari stjórnarskrábreytingu þá eru þeir búinir að fá það í æðstu lög að þeim sé heimilt að veðsetja veiðiheimildir sem þeirra einkaeignarréttur sem þjóðin getur ekki tekið af þeim nema þá með eignarnámi og komi fullt verð fyrir eins og segir í stjórnarskrá skv. 72 gr. Það yrðu stórar upphæðir mældar í hundruðum milljarða í krónum talið ef til þess kæmi. Þetta mun róa áhyggjur erlendra lánadrottna sem hafa á bakvið lánað gríðarlegar fjárhæðir til að fjármagna kvótabraskið hingað til í gegnum bankanna hér á landi.

Í ritstjórn 200 mílna árið 2004 var auk ritstjórans Davíðs Þorlákssonar lögfræðings Arnljótur Bjarki Bergsson sjávarútvegsfræðingur, Björgvin Narfi Ásgeirsson laganemi, Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður frá Rifi, Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður, Óttar Már Ingvason smábátasjómaður og sjávarútvegsfræðingur, Ragnar Árni Sigurðarson lögfræðingur, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri, Snorri Stefánsson hagfræðingur og lögfræðingur og Örvar Már Marteinsson smábátasjómaður Finna má hrós um einkaeignarréttinn frá þessum hópi á www.200 mílur.is sem er svona ,,Í fjórða lagi hvetur einkaeignaréttur á veiðiheimildum til ábyrgari umgengni um auðlindina. Menn fara betur með það sem þeir eiga heldur en það sem enginn á.’’

Í Fréttablaðinu 10. mars 2007 er haft eftir framkvæmdastjóra LÍÚ Friðríki J. Arngrímsyni að óvissa sé uppi en hann fagni yfirlýsingum um að ákvæðinu sé ekki ætlað að skerða einkaeignarréttinn.
Hér talar Friðrík sem er löglærður eins og einkaeignaréttur sé nú þegar til staðar sem er ekki þegar litið er til laga nr. 38. 1990. 1. gr. um stjórn fiskveiða við Ísland og dómur hefur fallið í Héraðsdómi Reykjavíkur sem tekur undir það og ég skrifaði um í greininni Kvótabraskið hangir á bláþræði sem komið var inn hér fyrst hér í mínu áliti.
Þetta breytist á einni nóttu ef þetta ákvæði nær inn í stjórnarskrána sem fjallað hefur verið um hér áður. Það er ljóst að íslenskur sjávarútvegur stendur ekki undir þeim skuldum sem hann er í vegna kvótabrasksins sem hefur verið síðustu tvo áratugina þar sem fjármagnið sem kom út úr því var tekið jafnharðan út úr útgerðinni til hina fáu útvöldu og útgerðin stendur eftir með skuldirnar almennt sem í dag er ekki á færi flestra útgerða að standa undir með sjálfbærum veiðum. Í febrúar á síðasta ári á íðnþingi hélt þáverandi forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson ræðu og í þeirri ræðu kom m.a. fram að hann vildi sjá að erlendir fjárfestar mættu kaupa í íslenskum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Núverandi formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson var áður maður bak við tjöldin sem Halldór Ásgrímsson og fleiri gátu leitað til með hugmyndavinnu eins og gengur í pólitík.Í stjórnarskrá skv. 72 .gr. segir ,,Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteingaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.’’ Hér má sjá að aðeins einfaldan þingmeirihluta þarf til að leyfa erlendum aðilum að fjárfesta beint í íslenskum sjávarútvegi í stað þess eins og það er núna að íslensku bankarnir eru milliliðirnir til að fjármagna kvótabraskið sem erlendt fjármagn stendur á bak við eins og viðskiftarhallinn segir mikið til um hvað hann er hár hér a landi.
Hvað hugsa Sjálfstæðismenn sem við fáum ekki að vita alveg ?
Í frétt hjá ruv 23 febrúar sl. sagði m.a. ,,Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, boðar róttækar breytingar á fiskveiðireglum sambandsins í þeim tilgangi að koma í veg fyrir brottkast. Hann leitar fyrirmyndar á Íslandi og í Noregi þar sem hann segir góðan árangur hafa náðst.’’
Í sömu frétt sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að það komi sér ekki á óvart að Borg boði þessar breytingar. Í Evrópusambandinu sé bannað að koma með undirmálsfisk að landi og fyrir skömmu hafi fulltrúi Joe Borg verið hér að kynna sér íslenskar reglur. Ráðherra neitar því ekki að viss viðurkenning á íslensku reglunum felist í boðskap sjávarútvegsstjórans:’’
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem kemur úr röðum Sjálfstæðismanna er mjög hrifinn af rökum Joe Borg sjávarútvegsstjóra ESB hvernig hann hælir íslenska fiskveiðakerfinu þó það sé bara forrétturinn í þeim rökum afhverju hann er að fara að berjast fyrir róttækum breytingum á fiskveiðareglum ESB. Þar grunnar mig að aðalrétturinn verði að koma á einkaeignarrétti í ESB fiskveiðakerfinu eins og mun verða hér á landi ef þetta ákvæði um náttúruauðlindir Íslands fari inn í stjórnarskrána. Það er engu líkara að Sjálfstæðismenn vinni við þetta bak við tjöldin að þessi samræming verði á milli fiskveiðakerfanna hér á landi og í ESB þá myndaðist grundvöllur til að samþykkja að fara inn í ESB fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það tryggði hagsmuni hina fáu útvöldu á kosnað þjóðarinnar þegar hvert tonn af þorsk tonni fer úr 2,4milljónum króna eins og það er í dag í allt að 5 milljónir króna fyrir hvert tonn af þorski þegar þeir fá heimild til að setja fiskveiðiheimildir sínar á alþjóðamarkað innan ESB a.m.k.


Á forsíðu Fréttablaðsins 7.mars 2009.kemur fram í fréttinni að Sjálfstæðisflokkurinn sé með einarða afstöðu geng Evrópusambandinu. Hér kemur tilvitnun úr drögum Evrópunefndarinnar sem stýrð er af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokki í sömu frétt: ,,Það er niðurstaða nefndarinnar að íslendingar geti ekki framselt yfirráðin yfir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna til Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkra vissu fyrir hvaða reglum verði fylgt í sjávarútvegsmálum á komandi áratugum.’’
Hér má lesa á milli línanna í þessum drögum Evrópunefndarinnar að einkaeignarrétturinn handa einstaklingum og lögaðilum yfir fiskistofnunum er lykilinn að því að við getum farið inn í ESB í framtíðinni að mati Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Græna. Af því er nú stefnt að mínu mati. Næsta stóra mál í íslenskri pólitík á eftir þegar og ef ákvæðið um náttúruaulindir Íslands verða settar í stjórnarskrá er að ganga inn í ESB þegar ESB verður búinn að samræma sitt kerfi að því íslenska í fiskveiðastjórnun undir yfirskriftinni Einkaeignarréttur fyrir þá fáu útvöldu í Evrópu.
Viðingarfyllst,
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

P.S. Vona að þessi pæling mín  hér fyrir ofan sýni að það sé löngu búið ákveða örlaug sjávarútvegsins hér á landi  bak við tjöldin að hann mun verða undir stjórn ESB og ganga þar kaupum og sölum þegar hinir fáu útvöldu hér á landi verða búnir að tryggja það að þeir fái ríflega fyrir sinn snúð þ.a.s. veiðiheimildirnar sem þjóðin á um það verður samið í aðildarviðræðunum við ESB sem eru væntanlegar!! Eina sem getur komið í veg fyrir þessa þróun er við sjálf ef ekki þá munum við sem þjóð fljóta að feigðarósi. 

B.N. (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei það er ekki fiskurinn sem þeir ætla að stela og ekki vatnið.

Tilgangurinn allan tíman var að fá aðgang að íslendingum til að sjanghæja þá í ESB herinn !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.5.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ómar er að sjá ljósið :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 455439

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband