Hótanir!

Það er ótrúlegt að fylgjast með vinnubrögðum Jóhönnu Sigurðardóttur og öðrum eindregnum stjórnarsinnum eftir að ríkisstjórn hennar tók við. Samfylkingarfólkið keyrir yfir samstarfsflokkinn aftur og aftur - og svo virðist sem það er gert með fullu samþykki formanns þess flokks, Steingríms J.

Fyrst var það aðildarumsóknin um ESB, sem gekk þvert gegn stefnuyfirlýsingu VG og svo álverssamningarnir í Helguvík, einnig þvert gegn stefnu samstarfsflokksins. Og nú er það ICEsave-málið þar sem þjóðin er látin borga þjófnað glæpamannanna sem léku lausum hala í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar.

Reyndar er ICEsave-dæmið aðeins smáræði miðað við það sem bíður okkar - þegar bankarnir verða gerðir upp - og því skítaköggull sem ætti að vera hægt að kyngja.

En ef Samfylkingin fær sínu fram í þessu máli einnig, hvað gerist þá þegar erlendir lánveitendur bankanna koma og heimta sitt í hinu innlenda bankauppgjöri? Eignast erlendir bankar öll íslensk fyrirtæki sem eru undir hamrinum hjá nýju bönkunum?

Núverandi ríkisstjórn hefur þurft að hreinsa upp skítinn eftir gömlu stjórnirnar og ekki gert neitt annað. Engar breytingar hafa verið gerðar á innviðum samfélagsins. Kapitalisminn hefur fengið að grassera sem fyrr og allar lausnir miðast að því að viðhalda hinni gömlu nýfrjálshyggju.

Fyrirtækjum, sem komin eru á vonarvöl, verður því ljóslega aftur komið í hendurnar á bröskurum (erlendum að þessu sinni) sem munu einungis skara eld að sinni köku, en hugsa ekkert um hag starfsmanna þess eða þjóðarinnar.

Því er mjög eðlilegt fyrir Vinstri græna að stalda hér við og spyrja hversu langt skuli ganga við að endurreisa gamla kerfið að nýju. Af hverju ekki að láta liðið sem kom þjóðinni í fjóshauginn að koma henni upp úr honum aftur? Af hverju ætti VG að taka á sig slíkt skítverk þegar svo ekkert tillit er tekið til stefnumála þeirra?

Ég lýsi fullum stuðningi við Ögmund - og Liljurnar tvær - og er fullviss um að þau eru ekki ein í þingflokknum um þessa afstöðu!


mbl.is Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 455378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband