26.6.2014 | 08:55
Hvað með Giroud?
Það sást greinilega hvernig Giroud gaf einum varnarmanni Ekvador olbogaskot seint í leiknum í gær. Ekvadorinn hafði hins vegar ekki vit á að kasta sér niður eins og stjórstjörnurnar gera gjarnan til að fiska menn útaf.
Þetta er ekki eina fúlmennskan sem Giroud hefur gert sig sekan um á mótinu. Frægt er jú þegar hann sparkaði í andlitið á varnarmanni Sviss sem þurfti að yfirgefa völlinn kjálkabrotinn. Það hafði samt enga refsingu í för með sér fyrir Frakkann!
Já, það er ótrúlegt að sjá hve ólíkt er tekið á brotum stórliðanna og svo þeirra litlu. Valencia rekinn útaf fyrir engar sakir en helmingi grófari brot Frakkanna voru látið óátalin.
Dómgæslan á þessu móti er með eindæmum.
![]() |
Missa Frakkar Sakho í bann? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2014 | 09:35
Ekkert víti!
Það á ekki af "litlu" þjóðunum að ganga í þessu móti. Dómararnir áberandi hlutdrægir og dæma nær allaf með stóru þjóðunum. Það er eins og þeir hafi fengið fyrirskipun um það frá FIFA. Peningarnir og áhorfið er jú mest þar og því mikið í húfi fyrir útsendingar og auglýsingar í kringum þær.
Samt sem áður hefur þetta verið mót þriðja heimsins. Gamli heimurinn sér sín lið falla úr keppni eitt af öðru. Gömlu nýlenduherrarnir Spánn, England og Ítalía úr leik á meðan gömlu nýlendurnarnar í Suður- og Mið Ameríku komast nær öll áfram.
Ætli lætin út af Suarez séu ekki tilkomin vegna þessa? Sem sárabót fyrir að Evrópulið féll úr leik er nú verið að heimta tveggja ára bann á hann!!! Á sama móti kjálkabraut franskur leikmaður andstæðing sinn en fékk ekki einu sinni spjald fyrir, hvað þá að hlutdrægir íþróttafréttamenn sæju ástæðu til að gera athugasemdir við slíka framkomu.
![]() |
Grikkir fóru áfram á dramatískan hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2014 | 09:24
Blessuð þennslan ...
Já það er ekki spurning um framboðin á hótelum í og við 101 þessi misserin. Þetta fer að minna á árin fyrir Hrun - og þessi bóla minnir mjög á aðrar bólur sem sprungu svo létt (loðdýrarækt, fiskeldi, fjármálageirinn osfrv.). Enn ein kollsteypan að byrja ...?
Nýlega var verið að breyta húsi við Laugaveg í hótel og byggja viðbyggingu sem nær langleiðina upp á Grettisgötu. Alþekkt eru áformin neðar á Laugaveginum þar sem silfurreynirinn víðfrægi er í hættu. Svo er hótelið sem á að verða við Austurvöll, sem reyndar bólar ekkert á. Verið er að byggja við Hótel Borg. Þær framkvæmdir virðast ekki þurfa að fara í fornleifamat með blessun forstjóra Minjastofnunar. Svo er það hótelið sem á að rísa við Hörpu. Byrjað er á hótelbyggingu á Hljómalindsreitnum. Hótelbyggingin við Höfðatún er langt komin ... og svo þetta!!
Hvar ætli þessir aðilar fái allt þetta fjármagn? Eru bankarnir virkilega tilbúnir að lána ótakmarkað til slíkra framkvæmda í ljósi þess hve illa þeir fóru út úr síðasta Hruni? Eða fóru þeir kannski ekkert illa út úr því, heldur aðeins almenningur?
Síðast en ekki síst þá má ekki gleyma íbúum í nágrenni þessara framkvæmda sem þurfa að búa við sprengingar alla liðlanga daga þannig að allt hristist og skelfur, sprungur myndast í múr og steypu osfrv. Er ekki kominn tími til að fara í mál við borgina og heimta skaðabætur fyrir skemmdirnar og ónæðið?
![]() |
Margir vildu reisa hótel við Hlemm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2014 | 16:47
Að gera úlfalda úr mýflugu!
Lítilmannlegt þykir mér þetta nú hjá Árna Þór því það sem Björn Valur sagði er nú hversdagsmatur í daglegri umræðu.
Björn Valur notaði nú orðið ræfill frekar sem gæluorð en sem réttnefni, rétt eins og maður segir grey um einhvern mann (greyið hann Gvendur; ræfillinn hann Raggi osfrv.!).
Það að Mogginn sé að reyna að gera þetta að stórmáli ætti svo sem ekki að koma nokkrum manni á óvart (Geir er jú afskaplegt fórnarlamb síðan hann kom fyrir Landsdóm, einn Hrunstjórnarinnar).
Skrítið þó að heyra samflokksmann Björns Vals taka undir þann skípaleik og sýnir bara hvað Árni Þór er mikill smáborgari....
Ætli næsta útspil Árna Þórs sé ekki það að styðja árás á Rússa vegna ástandsins í Úkraínu, sbr. stuðning hans við loftárásirnar á Líbýu?
![]() |
Karpa um Geir Haarde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2014 | 23:21
Arkitektamafían og hinar klíkurnar
Hér er ágætis grein um hvernig arkitektamafían, verktakarnir og skipulagsyfirvöld taka höndum saman og byggja hús sem eru algjörlega úr takti við umhverfið - og á skjön við deiliskipulag og allar samþykktir yfirhöfuð.
Hótelbyggingin við Grettisgötuna er aðeins eitt dæmi af mörgum:
http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/06/05/arkitektar-samfelagsleg-abyrgd/
![]() |
Stendur til að fella silfurreyninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2014 | 09:54
Hvernig væri nú að horfa í egin barm?
Þessi Heimir er að verða helvíti góður í að kenna leikmönnunum um en ekki sjálfum sér.
Honum væri nær að að stunda smá sjálfsgagnrýni og spyrja sjálfan sig hvort valið á leikmönnum hafi verið rétt. Þarna voru menn að spila sem voru greinilega í lítilli leikæfingu og því ekki neinir sérstakir vinir boltans. Aron Einar var t.d. slakur í fyrri hálfleiknum og Gylfi Þór einnig en átti þó stoðsendinguna sem gaf markið í seinni hálfleiknum.
En sá sem er greinilega illa ryðgaður var Birkir Bjarnason. Ekki furða því hann hefur varla leikið neitt sem heitið getur undanfarin eitt til tvö ár eða frá því hann fór til Ítalíu. Samt er hann látinn byrja inná í öllum landsleikjum og yfirleitt spilað allan leikinn þrátt fyrir að lítið komi út úr honum.
Þá er ástæða til að spyrja sjálfan sig hvort liðsuppbygginin hafi verið rétt. Að láta Emil Hallfreðsson spila út á kanti hlýtur að teljast vafasamt en hann er líklega sá leikmaður landsliðsins sem er í hvað bestri leikæfingunni og besta forminu. Einnig sýndi Helgi Valur það, eftir að hann kom inná í síðari hálfleik, að hann átti að byrja leikinn. Leikur íslenska liðsins batnaði nefnilega mjög við innkomu hans.
Annars er lítið um leikinn að segja. Hann og hinir æfingarleikirnir sýna að þetta landslið er ekki líklegt til afreka í komandi undankeppni EM - nema að landsliðsþjálfararnir kúvendi og fari að nota leikmenn sem eru að spila með félagsliðum sínum.
Ég held þó að það sé borin von. Lars er jú þekktur fyrir það að halda "tryggð" við sömu leikmenn þó þeir standi sig alls ekki, einnig með sænska landsliðinu á sínum tíma. Heimir virðist ekki ætla að breyta þar miklu, enda er samband þeirra þjálfaranna "náið".
![]() |
Bæta þarf hugarfarið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2014 | 17:34
Hroki eða heimska?
Það er furðulegt að fylgjast með "húmornum" í Degi B. þessa daganna, þ.e. í tengslum við myndun nýs meirihluta í borginni.
Orðið "leynifundur" virðist fyrir og fremst vera sett fram á kostnað Píratanna, sem hafa jú barist fyrir opnari stjórnsýslu. Hvort þessi "húmor" stjórnast af hroka eða heimsku veit ég ekki - eða er einfaldlega tilraun til að losna við Píratana.
Hins vegar finnst mér ánægja Dags yfir kosningarúrslitnum sýna bæði hroka og heimsku. Eftir fjögurra ára meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins er svo komið að aðeins 63% kjósenda sjá einhverja ástæðu til að mæta á kjörstað.
Ástæðan er auðvitað einföld. Kjósendur sjá engan mun á þeim flokkum sem eru í framboði - og vita auk þess sem er að ekkert er að marka loforðin.
Ef það væri eitthvað vit í kollinum á Degi, auðmýkt og ... sjálfsgagnrýni ... þá væri hann ekki svona glaðhlakkalegur ... og "fyndinn".
![]() |
Leynifundur dagsins var góður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2014 | 14:13
Hvar er Jón Daði?
Fyrir leikina gegn Austurríki og Eistlandi var búið að gefa út að Jón Daði Böðvarsson væri tilgengilegur í báða leikina, öfugt við flesta þá sem eru að spila í Noregi.
Samkvæmt rafrænu leikskránni er hann hins vegar ekki í liðinu. Hvað veldur?
![]() |
Rafræn leikskrá fyrir Ísland-Eistland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2014 | 05:56
Birkir Bjarnason
Trú landsliðsþjálfaranna á Birki Bjarnasyni er næstum aðdáunarverð. Er slíkt trygglyndi eflaust nær einsdæmi í knattspyrnusögunni. Birkir lék alla leikina í undankeppni HM og hélt t.d Aroni Jóhannssyni út úr liðinu þrátt fyrir að hafa fengið fá tækifæri með félagsliði sínu, Sampdoria.
Eftir HM hélt þessi einstaka tryggð áfram en hann var í byrjunarliðinu í vináttuleiknum gegn Wales. Því miður hefur Birkir ekki notið þessarar tryggðar hjá Sampdoria en fyrir landsleikinn hafði hann verið á bekknum hjá félagsliðinu í sex leiki án þess að spila nokkuð og einu sinni ekki í leikmannahópnum (sem er mjög stór á Ítalíu eða allt að heilu liði). Hann kom hins vegar inná í tveimur leikjum og lék í alls 33. mín. Aðeins einu sinn var hanni í byrjunarliðinu og lék þá í 45. mín. Þetta gerir alls 78 mín. í 10 leikjum í deildinni fyrir leikinn gegn Wales. Hann lék svo allan leikinn í bikarleik sem tapaðist.
Um þetta leyti vermdu sex landsliðsmenn bekkinn hjá félagsliðinum sínum svo landsliðið var í lítilli leikæfingu þegar það mætti Walesverjum. Eftir tapleikinn gegn Wales fékk Birkir þessa einkunn hjá einum miðlinum: Náði ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn.
Eftir það og fyrir leikinn gegn Austurríki um síðustu helgi lék Sampdoria fjóra leiki. Þrjá þeirra var Birkir á bekknum allan leikinn en lék einn og hann allan.
Þetta gerir alls 14 leiki í ítölsku deildinni eftir undankeppni HM. Þar af sat Birkir á bekknum allan tímann í 10 leikjum. Hann lék einn heilan leik og kom svo inná í þremur leikjum þar sem hann lék í tæpar 80 mín.. Tryggðin og trúin á Birki er hins vegar mun meiri hjá landsliðsþjálfurunum en hjá þjálfara Sampdoria því þrátt fyrir þessa litlu leikæfingu lék hann allan leikinn gegn Austurríki (en fékk reyndar ekki góða dóma fyrir leik sinn)!!
Og enn er Birkir í byrjunarliði íslenska landsliðsins og nú í fremstu víglínu!!!!!!! Vitið þér enn eða hvað?
![]() |
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2014 | 19:52
Hverjir voru í borgarstjórn 2003
Þegar athugað er hverjir voru í meirihluta á árunum 2002-2006, þegar samþykkt var að rífa húsin við Grettisgötuna (og bakhúsin á lóðunum við Laugaveg 34a og 36) þá kemur í ljós að það var Reykjavíkurlistinn með Ingibjörgu Sólrúnu fyrst sem borgarstjóra, svo Þórólf Árnason (bróður Árna Páls) og að lokum Steinunni Valdísi.
Allt voru þetta og eru Samfylkingarfólk - og að auki má nefna að væntanlegur borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson var kominn í borgarstjórn um þetta leyti eða fyrst árið 2002.
Þessi meirihluti hefur margt á samviskunni í skipulagsmálum - og er enn við völd.
![]() |
Silfurreynirinn var úr leik 2003 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar