Siðleysi prófessorsins

Það er ótrúlegt hvernig prófessorar við HÍ bregðast við gagnrýni á stofnunina og á vini sína en þessi læknaprófessor er þó eitthvað versta dæmið. Svo er hræsnin yfirgengileg. Ríkið á að borga þennan viðbjóð en læknirinn er algjörlega fríaður, sem er reyndar ekkert nýtt hvað starfsmenn Landspítalans varðar. Spítalinn er sökudólgurinn en ekki starfsmennirnir sem brjóta af sér eða sýna vítaverða vanrækslu og/eða vanhæfni.

Svo er það auðvitað ótrúleg athyglissýki Tómasar Guðbjartssonar sem hér er rakin nákvæmlega: 

https://www.ruv.is/utvarp/spila/thetta-helst/33405/9uid2d

 

 


mbl.is „Persónuárás“ á Tómas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"hryðjuverkasamtök"?

Mogginn gerir það ekki endasleppt í þjónkun sinni við Kanann og við Ísrael. Kallar Hamas ítrekað hryðjuverkasamtök þó svo að pólitískur armur samtakanna séu hin löglega stjórn Gaza, kosin í lýðræðislegum kosningunm. Svo er jú Gaza hluti af Palestínu sem Ísland hefur viðurkennt sem sjálfstætt ríki. 
Þessi maður, sem morðóðir Ísraelsmenn drápu, hefur þannig sömu stöðu í stjórn Gaza eins og Bjarni Ben hefur á Íslandi, pólitískur næstráðandi síns eigin lands. 

Þessi árás er auðvitað ekkert annað en svívirðilegt brot á alþjóðasáttmálum, hreinn og beinn stríðsglæpur, svona svipað ef Rússar dræpu næstráðandi mann í Úkraínu - af yfirlögðu ráði.
Hætt er þá við að eitthvað heyrðist í leppfjölmiðlum NATÓ, ESB og Kanans, miðli eins og Mogganum og reyndar flestum öðrum hérlendum miðlum.
Hér, sem reyndar annars staðar á Vesturlöndum, er sífellt tönglast á orðinu "stríð" milli Hamas og Ísrael, en aldrei um innrás Ísraelsher í Gaza og stórfelldar loftárásir þeirra á Vesturbakkann, Líbanon og Sýrland.
Hins vegar er aldrei talað um stríð milli Rússa og Úkraínumanna heldur alltaf um hina "stórfelldu" innrás Rússa í Úkraínu. Já, tvískinningurinn er mikill í vestrænum fjölmiðlum og ekki síst hér á landi.

Kannski kominn tími til að Mogginn fari að sýna sitt rétta andlit, rétt eins og hann gerði á tímum kalda stríðsins og stuðningi blaðsins við stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam, Írak og Lýbíu sem og annars staðar? En ekki er það þeim til hróss - hvorki þá né nú. 

 


mbl.is Næstráðandi Hamas felldur í drónaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 455625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband