Hola íslenskra fræða?

Sögusagnir um hvað þessi rándýra bygging eigi að heita eru að verða mjög háværar, þ.e. Hola íslenskra fræða, og er þá vísað til þess hversu lengi tómur húsgrunnurinn blasti við vegfarendum.
Þetta er auðvitað mjög þjált heiti og auðvelt að stytta það þannig að það fellur vel að málvitund þjóðarinnar og auðvelt að muna.

Reyndar kom einn norðlenskur spekingur með hugmyndina "Hólar íslenskra fræða" og vísar þar til Hóla í Hjaltadal og fornrar frægðar þess staðar - en mér finnst sögusagnirnar um Holunafnið betri.


mbl.is Beint: Hús íslenskunnar vígt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn um ráðninguna

https://www.nrk.no/sport/island-klare-hareide-kan-stoppe-norge_-_-merkelig-1.16372979

Og einnig íslenska knattspyrnusambandið:

https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2023/04/14/Age-Hareide-nyr-thjalfari-A-landslids-karla/

 


mbl.is Åge Hareide ráðinn þjálfari karlalandsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðlækni?

Geðlækni segir hér án þess að segja frá nafni viðkomandi. Hann er svo sviptur leyfi til að ávísa ópíóðalyfjum en virðist samt halda læknaleyfinu. Merkilegt er rétt er eftir haft því þessi læknir setti viðkomandi í mikla lífshættu! 
Þetta er auðvitað gott dæmi um linkind landlæknisembættisins og annarra heilbrigðisyfirvalda gagnvart læknum sem virðast komast upp með mjög alvarleg mistök í starfi og meira að segja mjög glæpsamlegt athæfi.
Fyrst hélt ég að hér væri átt við mjög þekktan giktarlækni sem hefur slegið sig til riddara með því að upplýsa að hann hafi ávísað morfíni til fíkla af góðmennskunni einni saman. Eitthvað kunni landlæknir illa við þessa góðmennsku en svo virðist sem eftirmálar hafi engir orðið. Hvað ætli séu mörg þannig fleiri dæmi um dóp"sölu" íslenskra lækna, því varla hafa þeir ávísað dópinu ókeypis?:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/11/05/eru_bara_mjog_mikid_veikir_einstaklingar/

https://www.dv.is/frettir/2022/11/02/laeknir-rettlaetir-ad-hafa-skrifad-ut-lyfsedla-med-storum-skommtum-af-morfini/

https://www.visir.is/g/20222335336d


mbl.is Ávísaði „óskiljanlegu“ magni af ópíóðalyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njósnir Kanans á banamönnum þeirra

Það síast hægt og hægt út í vestrænu pressunni hvað leku skjölin úr Pentagon hafa að geyma - og svo auðvitað hvernig ráðamenn vestra neita því staðfastlega að hafa njósnað um vinveittar þjóðir.
Ein þessara njósna varðar Egyptaland og eldflaugarnar 40.000 sem Kaninn gat ekki vitað um nema með njósnum. Einnig um Suður-Kóreu og vangaveltur þar í landi um að senda vopn til Úkraínu, og þá hvernig megi komast framhjá lögum landsins sem banna að senda vopn til landa sem eiga í stríði.
Fleiri dæmi má nefna svo sem að ísraelska leyniþjónustan styðji andófið gegn forsætisráðherra landsins, Netanyahu.

Þá koma í skjölunum fram óþægilegar upplýsingar, svo sem að Bandaríkin, Frakkland, Bretland og Lettland séu með hermenn í Úkraínu, nokkuð sem þeir neita að sjálfsögðu, ekki síst Frakkar sem þykjast vilja leita friðsamlegra lausna á stríðsátökunum.

Aðaltíðindin eru þó þau að í skjölunum er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða mótaðgerðir Úkraníumanna nú í vor gegn Rússum, þ.e. um gagnsókn sem kemur þeim síðarnefndu mjög vel að fá innsýn í.


mbl.is Hafnar vitneskju um eldflaugarnar fjörutíu þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt njósnahneyksli Bandaríkjanna!

Þetta hefur auðvitað verið aðalfréttin í fjölmiðlum um allan heim undanfarna daga en Mogginn, trúr leppur Kanans, er fyrst núna að fjalla um þetta nýjasta henyksli þar vestra! Og auðvitað með augum Pentagonlygaranna sjálfra sem reyna að gera sem minnst úr lekanum.

Annars er athyglisvert að vestrænir fjölmiðlar hafa reynt að dylja almenning þess hvað kemur fram í þessum skjölum. Upplýsingar þar um eru harla litlar. Vestræna pressan virðist þannig hafa lært af Wikileaks- og Snowdenmálunum með því að reyna að þegja þetta hneyksli í hel, andstætt því sem þeir gerðu í hinum málunum þegar almenningur á Vesturlöndum fékk greinargóðar upplýsingar um þau. Þetta er auðvitað dæmigert fyrir þróun hinnar borgaralegu pressu í kjölfar Úkraínustríðsins.

Þó hefur ýmislegt lekið svo sem um síaukna þátttöku Bandaríkjamanna og NATÓ í stríðinu. Þetta er auðvitað ekki stríð milli Rússlands og vestur-Úkraínu heldur stríð Vesturveldanna við Rússa, stríð sem er búið að undirbúa í fjöldamörg ár.
Einnig er upplýst um ýktar tölum varðandi mannfall Rússa í stríðinu. Hið rétta mun vera 16-17.000 rússneskir hermenn meðan Úkraína hefur misst milli 61.000 og 71.000 hermenn. Ungum karlmönnum í landinu er þannig fórnað á altari útþennslustefnu ESB, Nató og USA. Ráðamenn í þessum löndum kynda undir stríðsáróðurinn og bera þannig ábyrgð á þessu manntjóni, einnig pólitíkusarnir hér á landi. Sömuleiðis fjölmiðlafólkið. Miklar manneskjur það.

Og þó svo að Pentagon sé að reyna að láta líta svo út að skjölin geti verið fölsuð eru flestir marktækir sérfræðingar vissir um að skjölin séu ekta, séu leki innanfrá úr Pentagon. Þau eru einnig ný, frá því í febrúar og mars.
Það nýjasta, sem er auðvitað ekkert nýtt, er að Kaninn njósnar einnig um bandamenn sína, þar á meðal um aðalleppinn þeirra, meistara Zelensky.


mbl.is Áhyggjur af þjóðaröryggi vegna skjalaleka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg tímasetning!

KSÍ forystan er greinilega ekki starfi sínu vaxinn eins og sést á því hvenær hún velur að reka Arnar Þór Viðarsson. Eftir hræðilega frammistöðu liðsins undanfarin ár, án þess að hróflað sé við landsliðsþjálfaranum, er hann rekinn eftir stærsta sigur karlalandsins nokkru sinni, 0-7 sigur úti gegn Liechtenstein!

Já tímavalið er sérstakt og enn eitt sneypuverkið hjá þessari KSÍ-forystu. Vonandi verður hún felld á næsta aðalfundi.


mbl.is Arnar hættur með landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslið og borgin

Þetta er alveg sláandi fyrir borgaryfirvöld og "grænu" stefnu hennar - sem og yfirvalda almennt. Fólki er sagt að flokka plast í sér tunnur, horfir svo uppá að það er yfirleitt ekki hirt fyrr en tunnurnar eru orðnar yfirfullar og sér það svo fjúka út um allt. Þá skiptir engu máli hvort ófærð sé eða ekki,
Nú er komið í ljós að það sama á við um móttökustöðvarnar. Þær hirða ekki betur um þetta flokkaða sorp en svo, að það fýkur um allt hjá þeim!
Þetta er hin græna stefna yfirvalda í hnotskurn, aðeins til í orði en ekki á borði. 

Svo er auðvitað það skrítnasta við þessa plaststefnu ráðamanna þjóðarinnar. Almenningi, þ.e. neytendum, er gert að draga sem mest úr plastnotkun og flokka sem mest, en framleiðendum vörunnar ekki gert að takmarka á nokkurn hátt plastumbúðirnar utan um þær (sem eru oftast óþarfar)! Mér er spurn. Hvers vegna ekki? Enn eitt dæmið um þjónkun við kapitalið, græðgisliðið?


mbl.is Rusl á víðavangi í Víðinesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá er ruglaður!

Alvöru vetrarveður áfram, segir veðurfræðingurinn, þó svo að spár geri ráð fyrir hlýindum um og uppúr miðri viku! Loks rigning í kortunum og allt að 10 stiga hiti!

Enn segir veðurspekingurinn að það verði "bara al­vöru vetr­ar­veður áfram á land­inu, þó við séum að spá held­ur hlýn­andi veðri". Takið eftir þessu "þó við séum að spá" og einnig þessu "heldur hlýnandi"! Hitinn er að fara frá 6 stiga frosti í 8 stiga hita!! Sem betur fer eru fleiri veðurstöðvar til, sem spá um veðrið hér á landi, en sú íslenska...

Þið lesið það fyrst hér: Vorið kemur á miðvikudaginn!

https://www.google.com/search?q=vedur.is&rlz=1C1GGRV_enIS788IS788&oq=&aqs=chrome.0.69i59i450l8.6131658j0j7&sourceid=chrome&ie=UTF-8


mbl.is „Alvöru vetrarveður áfram á landinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingræðið sigrar lýðræðið naumlega

Sérkennileg frétt hjá Mogganum og ekkert sagt um sjálfa atkvæðagreiðsluna. Ríkisstjórn Macrons rétt stóð af sér vantraustið. 278 þingmenn greiddu atkvæði gegn Macron en hefðu þurft 287 atkvæði til að fella stjórnina. 

En andstöðu almennings er þó ekki lokið með þessu. Áfram er boðuð mótmæli gegn hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 64 ár. 

Til samanburðar má nefna að hér á landi kemst fólk ekki á lífeyri fyrr en 67 ára og í raun ekki fyrr en um sjötugt. Samt er blessuð framsóknarmaddaman, Lilja Alfreðsdóttir, að boða hækkun lífeyrisaldurs hér á landi!

Og fjölmiðlarnir spila með eins og ekkert sé sjálfsagðara. Engin gagnrýnin umræða um þetta og ekkert fjallað um gríðarlega auðsöfnun lífeyrissjóðanna hér á landi, hvað þá það að arðsemiskrafa þeirra sé helsta ástæða verðbólgunnar á landinu - og hárra vaxta.


mbl.is Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Frelsun" Íraks á fölskum forsendum

Loksins druslaðist Mogginn til að birta frétt um 20 ára "afmæli" innrásar Bandaríkjamanna og Breta inn í Írak - en þá auðvitað á hlutdrægan hátt. Ekkert er til dæmis sagt frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýstu stuðningi sínum við innrásina, þó svo að hún hafi verið gróft brot á alþjóðalögum (nú er aðalástæðan fyrir stuðningnum við Úkraínumenn að hernaðaraðstoð Rússa við sjálfstjórnarhéruðin í austur-Úkraínu sé brot á alþjóðalögum og því styðji Ísland hernaðaraðstoð Vesturlanda við Úkraínu (sömu flokkar í stjórn nú, auk Vinstri grænna, sem þó gagnrýndu innrásina í Írak harðlega á sínum tíma)).

Sama áróðurinn og þá er nú  rekinn í vestrænum fjölmiðlum og af stjórnvöldum á Vesturlöndum með því að persónugera hernaðarstuðninginn. Þá var það Saddam Hussain sem var vondi kallinn (síðan var það Gaddafi) og nú er það Putín sem er Grýlan. Og auðvitað eru það vestrænir leiðtogar og vestrænt "lýðræði" sem eru góðu aðilarnir, eins og svo oft áður. 

Hörðustu stuðningsríki Úkraínumanna nú eru þau ríki sem hvað ákafast studdu innrásina í Írak: Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralir, Pólverjar, Tékkar/Slóvakar, Danir osfrv.
Og innrás þessara "lýðræðisríkja" var gerð þrátt fyrir mjög fjölmenn mótmæli gegn henni um allan heim ("lýð"ræðið í hnotskurn?). 

Talið er að mörg hundruð þúsund almennir borgarar hafi fallið í þessari innrás, sem enn krefst fjölda mannslífa á hverju ári. Já "frelsunin" var og er dýru verði keypt, jafn þar sem og í Lýbíu (og í Afganistan en síðastnefnda landið er reyndar ekki lengur "frjálst"!).

Til samanburðar má nefna að stríðið í Úkraínu hefur ekki kostað nema í mesta lagi nokkur þúsund almennra borgara lífið. Það sýnir að vondu Rússunum er ekki eins sinnulausir um líf almennings og góðu, lýðræðissinnuðu NATÓ-þjóðirnar eru.

Hér má sjá mun hlutlausari og sannari umfjöllum um hörmungarnar í Írak vegna innrásarinnar þar fyrir 20 árum (enda er sú sem skrifar ekki nýlendusinni né með islamfóbíu): 
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-03-20-frelsun-iraks-a-folskum-forsendum




mbl.is Tuttugu ár frá umdeildri innrás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 462893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband