Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Allt gert til að tapa örugglega!

Arnór Ingvi Traustason, sem hefur verið einn skásti maður a-landsliðsins undanfarið, er tekinn úr byrjunarliði b-liðsins og í staðinn kemur varamaður í b-deildarliði Millwall, Jón Daði Böðvarsson. Hann hefur skorað 3 mörk í yfir 50 landsleikjum þannig að nú á að skora og það mörg mörk!

Þetta er auðvitað eftir öðru hjá þessu landsliði, ekki síst í Þjóðadeildinni. Stefnt að því að tapa öllum leikjum og helst með sem mestum mun.

Eru ekki fleiri en ég að verða þreyttir á þessu?


mbl.is Byrjunarliðið gegn Belgum - sex breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prímadonnur

Athyglisvert hvernig sumir í landsliðinu fá silkihanskameðhöndlun alltaf hreint. Gylfi Sig. virðist geta ákveðið það sjálfur hvenær hann spilar og hvenær ekki - og komist upp með það. Þá eru þessi meintu meiðsli Jóhanns Bergs tortryggileg og virðist samkvæmt þessu að hann hefði vel getað spilað gegn Dönum. Prímadonnur sem sé.

Það hlýtur að vera orðin áleitin spurning hvort ekki sé rétt að hætta að velja þessa meiðslagemlinga og prímadonnur í landsliðið og endurnýja það algjörlega - enda er árangur gamlingjanna undanfarið ekki til að hrópa húrra fyrir.

Svo er einnig spurning um karakter þjálfarans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lætur "stjörnurnar" stjórna sér. Þegar hann var með sænska landsliðið réð Zlatan öllu sem hann vildi og varð til þess að menn eins og Fredrik Ljungberg hættu að gefa kost á sér. Megum við búast við einhverju svipuðu ef við sitjum uppi með þennan þjálfara til lengdar?
Vonandi situr hann þó ekki lengi í viðbót.

Sigurinn gegn Rúmenum í síðustu viku var t.d. ekki mikið afrek. Þeir töpuðu illilega gegn Norðmönnum í gær (4-0) en Norðmenn höfðu áður tapað heima gegn Serbum (1-3).
Ungverjarnir, sem við mætum í hreinni úrslitakeppni í næsta mánuði um að komast á EM, unnu hins vegar Serba úti (0-1). Það sýnir okkur að þetta lið sem Hamrén velur alltaf hreint (þegar þeir þá gefa kost á sér) hefur lítið í Ungverjana að gera.


mbl.is Sjö sem spila ekki gegn Belgum – engir í staðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver sagði að kallinn væri íhaldssamur?

Sjö breytingar!
Margar orka þó tvímælis, svo sem að setja Jón Guðna inn í hafsentinn en ekki Hörð Björgvin. Fyrir margt löngu var Jón að spila öðru hverju með ágætu félagsliði í Rússlandi, Krasnodar (en var þó aldrei í byrjunarliði landsliðsins), en svo ekki söguna meir. Ávallt á bekknum og að lokum sagt upp samningnum - og félagslaus síðan. Enginn veit einu sinni hvort hann hafi verið að æfa fótbolta síðan þá - eða haldið sér í formi!
Á meðan er Hörður Björgvin að spila alla leiki, eða því sem næst, með jafnsterku liði í Rússlandi og því í ágætu formi en er ekki valinn!

Þá er það strákurinn Andri Fannar. Hann er jú að spila í sterkri deild, á Ítalíu, og í þokkalegu liði þar en hefur aldrei verið í byrjunarliðinu að ég held. Komið nokkrum sinnum inná. 
Reyndar má segja það sama um Birki Bjarna sem þó er að spila í mun lakara liði sem er falið úr ítölsku úrvalsdeildinni. Hann byrjar nær enga leiki og ef hann gerir það þá er hann snemma tekinn útaf.
Samt fær þessi náungi að spila alla landsleiki, og flesta frá upphafi til enda, þrátt fyrir að eiga flestar feilsendingar leik eftir leik og missa boltann oftast allra íslensku leikmannanna! Já vegir landsliðsþjálfaranna eru órannsakanlegir ...

Á bekknum eru menn eins og Jón Dagur sem átti fínan leik gegn Englendingum og í bronsliði dönsku deildarinnar. Þá fær Mikael Anderson ekki sjens þó hann spili nær alla leiki með dönsku meisturunum, Midtjylland, liði sem er enn í baráttunni um að komast í riðlakeppni meistaradeildarinnar.

Gott hins vegar að sjá Ögmund í markinu, Ara Frey í bakverðinum, Hólmar Örn í miðverðinum og Hólmbert í senternum. 
Spái Belgum 7-0 sigri!


mbl.is Byrjunarliðið er klárt gegn Belgíu – sjö breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði getað verið verra ...

... það er ef Emil Hallfreðs væri í byrjunarliðinu.
Annars er margt óvænt hér. Fáir bjuggust við Hirti Hermanns í byrjunarliðinu og enginn við Herði Björgvini í vinstri bakverðinum. Allir töldu jú að Ari Freyr væri gefinn þar. En nú á greinilega að þétta vörnina og spila í raun með fjóra miðverði!

Þá bjuggust fáir við að Jón Dagur væri í byrjunarliðinu, frekar Arnór Sigurðs eða Mikael Anderson, já eða af hverju ekki Albert Guðmundsson?
Svo bjóst ég ekki við að Arnór Trausti væri í byrjunarliðinu því hann hefur lítið fengið að spila með Malmö síðan íslensk-danski Færeyingurinn Jon Dahl Tomasson tók við liðinu (hann er jú lítt hrifinn af fyrrum nýlendubúum, enda afkomandi sama undirmálsfólksins - en vill ekki kannast við það!).

Erik Hamrén hefur nú aldrei verið mjög sóknarsinnaður þjálfari og íhaldsamur er hann með afbrigðum eins og sjá má af vali Hannesar Halldórssonar og Kára Árna í byrjunarliðið ...

Spái 0-5 fyrir Englendingum!

 


mbl.is Byrjunarlið Íslands gegn Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar þarna ekki ýmsa?

Fyrst auðvitað Guðmund Þórarinsson sem er kominn til sama liðs og Hólmar Örn, sem er valinn í landsliðið, en Guðmundur lék í Svíþjóð á síðustu leiktíð og hefur verið viðloðandi A-landsliðið.

Þá Hjörtur Hermanns hjá Bröndby en hann hefur einnig verið í A-hópnum og meira að segja í byrjunarliðinu um tíma. Svo er annar "Dani" sem ekki hlýtur náð í augum aulanna sem velja liðið, þ.e. Eggert Jónsson hjá Sönderjyske, sem einnig hefur verið viðloðandi landsliðið.

Arnór Ingvi er hins enn að spila með Malmö í Evrópudeildinni þannig að það er skiljanlegt að hann sé ekki valinn.

Þá er það spurning með Aron Sigurðar sem lék í Noregi í haust en var seldur til b-deildarliðs í Belgíu. Kannski er hann þegar byrjaður að spila með þeim og því ekki á lausu. Undarleg hve gengið hefur verið mikið framhjá honum undanfarin ár, en hann var um tíma ein helsta vonarstjarna landsliðsins.
Svo er Hólmbert Friðjóns hjá Álasundi örugglega betri sóknarleikmaður en Kristján Flóki og Óttar Magnús.

Þá veit ég ekki til þess að verið sé að spila í rússnesku deildinni ...

 

 


mbl.is Sjö gætu leikið sinn fyrsta A-landsleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna menn ekki þjóðsönginn?

Alltaf jafn pínlegt að sjá til leikmanna íslenska karlalandsliðsins þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Fáir syngja með og þeir fáu sem það gera syngja lágt (muldra hann) og virðast kunna hann illa!

Þetta hlýtur að skrifast á KSÍ sem auðvitað á að gefa þá dagskipun að allt liðið taki undir í þjóðsöngnum og gert að læra hann almennilega.

Allt annað að sjá Albanina sem syngja með af fullum krafti og gríra sig þannig upp í leikinn!

Enda kom stemningsleysið í íslenska liðinu fljótt í ljós í fyrri hálfleiknum. Illa spilað, lítil barátta og legið í vörn! Allt liðið lélegt en líklega Gylfi sá lélegasti. Jón Daði sást ekki og varnartengiliðarnir fóru ekki í andstæðinginn.
Albanir með boltann 60%!!

Átakanlegt að horfa svo á íslenska liðið hrynja er leið á seinni hálfleikinn. Kannski fjórða markið hafi verið dæmigert fyrir þetta gamlingjalið. Einn leikmaður að dekka þrjá dauðafría Albani! Varla hægt að kenna vörninni um það heldur hjálparleysið frá tengiliðunum.
Aron Einar er greinilega ekki í formi til að leika tvo svona leiki með stuttu millibili. Þarna eru auðvitað fleiri sem kominn er tími á. Kári, Emil, Birkir Bjarna og Jón Daði, og svo auðvitað Hannes í markinu.
Rúnar Már eina jákvæða lífsmarkið í leiknum.

Þá hlýtur þjálfarinn að fá gagnrýni fyrir byrjunarliðið. Minnir óþægilega á útkomuna í Þjóðadeildinni.


mbl.is Slæmur skellur í Albaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhann Berg meiddur?

Leyfi mér að efast um það. Þori að veðja að hann muni leika með Burnley strax eftir landsleikjahléð - sjáum til. Annað eins hefur jú gerst og furðu oft meira að segja.
Sama á eflaust einnig við um Alfreð.
Aumingjaskapur að lúffa svona fyrir félagsliðinum sem vilja helst ekki leyfa leikmönnum sínum að spila landsleiki.


mbl.is Jóhann Berg frá í 3-4 vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strax ráðist á nýja þjálfarann?

Merkilegt þessi viðbrögð eftir fyrsta tapið hjá nýja þjálfaranum! Á meðan Freyr Alexandersson var þjálfari var lítið fjallað um slaka frammistöðu liðsins undir hans stjórn miðað við árangurinn á tíma Sigurðar Eyjólfssonar, en undir stjórn Sigurðar komst liðið tvisvar í úrslit á EM (2009 og 2013) - og áfram upp úr riðlinum í fyrra mótinu. Samt var Sigurður látinn fara!

Freyr kom hins vegar landsliðinu aðeins einu sinni í úrslit þar sem liðið tapaði öllum leikjunum. Síðasta mót hans sem landsliðsþjálfara olli svo miklum vonbrigðum eftir góða byrjun. Eitt stig úr síðustu tveimur heimaleikjum var ekkert til að hrópa húrra yfir - en ennþá heyrðust engar gagnrýnisraddir - og þjálfarinn hækkaður í tign í kjölfarið!

Já, það gildir ekki sama um Frey og Jón Þór.
Merkilegir annars þessir silkihanskar á Frey - sem enn eru notaðir á hann sem aðstoðarþjálfara karlalandsliðins, þó liðið hafi ekki unnið leik í meira en heilt ár!!


mbl.is Viðvörunarbjöllurnar hringja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pínlegt upphlaup

Ég efast um að Hafnfirðingar og stuðningsmenn FH séu hreyknir af framferði formanns knattspyrnudeildar fimleikafélagsins í þessu máli. Ljóst var á öllu að hann var stuðningsmaður Geirs og grandvarir menn segja að stjórn knattspyrnudeildar FH hafi fylgt formanninum þar.
Þá finnst einhverjum að fiskur liggi þarna undir steini, þ.e. að FH skuldi Geir einhvern greiða frá formannstíð hans, nokkuð sem ekki megi líta dagsins ljós.

Allavegana er þessi stuðningur óskiljanlegur í ljós allra þeirra hneykslismála sem komu upp í stjórnartíð Geirs og fyrirrennara hans, Eggerts Magnússonar (stúkan margfræga á Laugardalsvellinum ofl.).
Þá er og nokkuð sérkennilegt hvað Geir hefur fengið mikið pláss í fjölmiðlum miðað við forsöguna - og útkomuna.
Hefði ekki verið eðlilegra að þegja sem mest um þetta frumhlaup hans, enda kom hið sanna í ljós núna í kosningunni á þinginu, að hann hafði mjög lítinn stuðning (fyrir utan FH-inganna auðvitað)?
Þetta framboð var einfaldlega pínlegt - og sorglegt - enda útkoman eftir því.


mbl.is Yfirburðasigur Guðna á Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrtur Miðflokksmaður?!

Þetta er auðvitað brandari. Maður sem var búinn að missa alla tiltrú knattspyrnuhreyfingarinnar ætlar nú aftur í framborð og ber við að hann sé nýr og betri maður.

Spillingarslóðin eftir hann er þó það löng að því er erfitt að trúa. Hér er eitt dæmi af mjög mörgum: http://www.visir.is/g/2009715921114/ksi-rukkad-fyrir-kampavin-og-klam

Þá virðist Guðni vera að gera góða hluti svo engin ástæða er til að skipta um mann í brúnni.


mbl.is Togstreita er vægt til orða tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 102
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 351
  • Frá upphafi: 459272

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 311
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband