Færsluflokkur: Dægurmál
13.8.2020 | 08:05
Tveir landsliðsmenn að rífast?
Án þess að ég hafi heyrt neinar kjaftasögur um þetta mál, þá virðist sem þarna hafi verið um tvo landsliðsmenn að ræða, þá Héðinn Steingrímsson og Guðmund Kjartansson. Eins og kemur fram í fréttinni gerðist þetta í 6. og næst síðustu umferð mótsins.
Héðinn var þá með fullt hús, fimm vinninga af fimm mögulegum, en Guðmundur með fjóra af fimm.
Af upplýsingum frá mótinu að dæma fékk Guðmundur ókeypis vinning (ekki reiknaðan til stiga) - og vann svo mótið - og Héðinn tefldi ekki sjöundu umferðina.
Áminningin sem Héðinn (væntanlega) fékk virðist hafa gert það að verkum að hann dró sig úr keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem á að hefjast 22. ágúst - en verður varla af vegna veirunnar.
Merkilegt að menn, sem hafa teflt saman í landsliðinu fyrir Íslands hönd, hagi sér svona eins og smábörn. Skrítinn mórall í þessari annars friðsömu íþrótt!
![]() |
Áminntur fyrir framkomu á skákmóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2020 | 20:24
Enginn að hlýða Víði!
Ferðaþjónustuaðilar eru greinilega að gefa skít í tilmæli sóttvarnateymisins um tveggja metra regluna og andlitsgrímu ef það er ekki hægt. Þetta með Keflavíkurflugvöll og Ísavía, sem lýgur auðvitað að venju eins og það er langt til, er ekki eina dæmið. Kynnisferðir, þar sem fjármálaráðherrann er einn stærsti eigandinn, hunsar einnig þessar frómu beiðnir þríeykisins um að virða fjarlægðarmörk eða setja upp grímuna gagnlausu.
https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/undrast-smekkfulla-kynnisferdarutu-med-oskimudum-ferdamonnum/
Þessi fyrirtæki, eða fyrirbæri, vita ósköp vel að það er ekkert eftirlit með neinu á þessu guðsvolaði skeri, hvað þá að farið sé eftir reglum vegna kórónuveirunnar og því engin ástæða til að fara eftir "tilmælunum".
![]() |
Lokuðu brottfararhliðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2020 | 13:06
Heilsugæslan sökudólgurinn?
Þessa dagana hamrar sóttvarnaliðið á því að enginn einn sé sökudólgurinn hvað aukið smit varðar í landinu, kannski til að fela hver hinn raunverulegi sökudólgur er!?
Þetta er önnur fréttin á innan við sólarhring þar sem kemur fram að heilsugæslan hefur neitað fólki um sýnatöku, fólki sem telur sig hafa smitast.
Í fyrra skiptið var afsökunin sú að það væri svo mikið að gera, enda gerðist það í lok mars.
Seinna dæmið er miklu nýrra eða nú frá því seinnipartinn í júlí en þá var mjög rólegt hjá heilsugæslunni, svo sá fyrirsláttur gengur ekki aftur.
Maður heyrir svo fleiri dæmi um vítaverð mistök eða vanrækslu hjá heilsugæslunni, svo sem að gleyma að kalla á fólk til seinni sýnatöku ofl ofl.
Samt er sí og æ verið að lofa þessar heilbrigðisstofnanir og tala um hvað starfsfólkið þar sé rosalega duglegt og samviskusamt. Mætti maður fá meira að heyra?
https://www.visir.is/g/20201996858d/var-med-co-vid-en-fekk-ekki-ad-fara-i-syna-toku
![]() |
Sýkt en margsinnis neitað um sýnatöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2020 | 12:01
Hvaða svæði eru áhættusvæði?
Þetta finnst mér nú harla óljóst. Ef ég man rétt voru Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland ekki talin (á)hættusvæði en á þessum fundi virðist ekkert hafa verið sagt frá því að þessu hafi verið breytt.
Svo er þetta með grímuna nokkuð sérkennilegt, því sóttvarnalæknir hefur margítrekað sagt að hann telji mjög óljóst hvort eitthvað gagn sé í henni.
Hann hefði kannski ekki átt að fara í frí?
![]() |
Aðgerðalisti vegna hertra sóttvarnaráðstafana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2020 | 20:24
Þvílíkur djöfulsins fáviti!
Er ekki kominn tími til að vísa þessum rugludalli úr landi? Maður fer að fá það á tilfinninguna að þessi merkilega eyja, klakinn okkar sem við elskum öll svo mjög, sé loksins orðin 52. ríki Bandaríkjanna (eða var það 51.?).
Nú bíður maður bara eftir tilkynningu frá fíflinu sem er utanríksráðherra að svo sé.
![]() |
Mikill heiður að leiða bandaríska teymið á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2020 | 13:18
Víðar kalt og einnig í fyrrinótt
Trausti Jóns skrifar á moggablogginu um þennan kulda. Þar kemur einnig fram að júlí í ár er með þeim köldustu í höfuðborginni á þessari öld - og stefnir samkvæmt spám í að verða sá kaldasti.
Það er þó gott að fjölmiðlar séu loksins að vakna og hætta að apa upp eftir veðurfræðingunum að hitinn verði alla daga 8-16 stig, þegar nær væri að segja 0-16 stig!
![]() |
Mesta júlífrost á Þingvöllum í áratug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2020 | 08:46
Sumar?
Mikið eru þeir á Veðurstofunni alltaf jákvæðir - þ.e. Pollýönnulegir!
Amk finnst mér það orðum aukið að tala um að njóta sumarsins þegar hitinn fer mest í 10-16 gráður í dag (eða 8-13 fyrir norðan) og á bilinu 9-15 gráður á morgun.
Hér er auðvitað átt við hitann yfir hádaginn en ekkert sagt um næturhitann.
Svona til að upplýsa veðurþyrsta lesendur þar um, má benda á að í nótt var frost á Þingvöllum og Þykkvabæ og víða við frostmark svo sem á Selfossi og Hellu.
Á höfuðborgarsvæðinu var kaldast á Sandskeiði en þar var frost í þrjá tíma. Í og við sjálfa höfuðborgina fór hitinn svo niður undir frostmark.
En það er auðvitað ekki orðum gefandi í þessari gífurlegu hnattrænu hlýnun, sem við hér á norðurhveli jarðar njótum hvað mest góðs af!
![]() |
Fáum loks að njóta sumarsins á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2020 | 07:47
Hlýindi sunnan heiða um helgina?
Þeir eru brattir á Veðurstofunni. Spá hlýindum sunnan heiða á laugardag og sunnudag, þ.e.a.s. í orði.
Í tölum er þetta aðeins annað samkvæmt vedur.is. Á laugardag er spáð 5-9 stiga hita í höfuðborginni og 4-12 stiga hita á sunnudag.
Það kallast nú varla hlýindi, ekki einu sinni á íslenskan "sumar"mælikvarða!
![]() |
Óvænt norðanskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2020 | 12:26
Ótrúleg þvermóðska!
Sóttvarnalæknir og teymið í kringum hann virðast vera illa veruleikafirrt þessa daganna. Sama sem engin smit á landinu, ekkert innanlands í 10 daga og mjög lítil við "landamærin" (eins fáránlegt og það hugtak er á eyju langt frá öðrum löndum!). Aðeins 0,4% virk smit í fyrradag og 0,16 daginn þar áður. Samt hefur sjaldan verið tekin eins mörg sýni eða 2040!
Ljóst er að faraldurinn er genginn yfir. Þau virku smit sem hafa greinst undanfarið, þ.e. 16(!), eiga rætur sínar að rekja til landa sem eru eða voru á hættusvæði, þ.e. Bandaríkjanna og Albaníu (síðarnefnda landið losnaði úr hættuflokki fyrir nokkrum vikum). Samt er haldið áfram að skima nær alla farþega sem koma til landsins og Íslendingar eru tvisvar skimaðir.
Þetta er ekki aðeins dýrt í framkvæmd heldur kemur niður á ferðamennskunni, ekki aðeins á útlendingum sem ætla að heimsækja landið en fá það líklega ekki, heldur einnig á þá landsmenn sem vilja flýja klakann og anda að sér talsvert hlýrra lofti.
Efnahagurinn líður vegna sérvisku fáeinna útvaldra sem hafa fengið alltof mikil völd til að hafa félagslegt taumhald á þjóðinni - og atvinnuvegum hennar - og svo þurfa skattgreiðendur að borga það tjón sem niðurfelling á flugferðum kostar vegna endurgreiðslna á flugmiðum.
Það er því mikil þörf á breytingum og það sem fyrst. Hugmyndir Holtons, sem vitnað er til í greininni, eru góðar og gildar, það er að veita ákveðum þjóðum undanþágu frá skimunum - og/eða jafnvel loka alveg á önnur lönd þar sem veiran grasserar enn, svo sem á London en sleppa skimunum á fólki sem er t.d. að koma frá Kaupmannahöfn og Þýskalandi.
https://turisti.is/2020/07/kallar-eftir-reglum-fra-islandi-um-hvada-flugferdir-skuli-fella-nidur/
![]() |
Þurfa að aflýsa fjölda flugferða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2020 | 11:23
Dugleg að koma sínu fólki að hún Lilja!
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lætur ekki deigann síga þrátt fyrir harða gagnrýni undanfarið á embættisveitingar sínar. Enn og aftur velur hún flokksbróður sinn til að gegna formennsku í málaflokkum sem heyra undir hana. Nú mann sem skipaði efsta sæti Framsóknarmanna í hinu Reykjavíkurkjördæminu í síðustu kosningum (Lilja var sjálf í efsta sæti í öðru)!
Einhvern tímann hefði þetta verið kallað spilling en Lilja virðist komast upp með ýmislegt.
![]() |
Lárus stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 464360
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar