Færsluflokkur: Dægurmál

Dæmdur rasisti öryggismálaráðherra í Ísrael

Nýjustu fréttir frá Ísrael herma að ráðherra öryggismála landsins, hægri öfgamaðurinn og formaður últra hægriflokks sem situr í ríkisstjórn, hóti að segja sig úr stjórninni og fella hana þar með ef ekki verður haldið áfram að drepa almenna borgara á Gaza!
Þessi ráðherra var frægur á sínum tíma fyrir að skjóta almenna borgara í Palestínu - og finnst greinilega ekkert tiltökumál að herinn fái einnig að gera slíkt hið sama áfram.

Ríkisstjórnin sem nú er  við völd í Ísrael er hægri-öfgafyllsta og þjóðerniskenndasta sem nokkru sinni hefur setið í landinu og er þá mikið sagt. 
Hægri flokkur Netanyahu tókst að lokum að mynda þessa ríkisstjórn með stuðningi flokka yrst á hægrivængnum.
Og eins og allir vita, en enginn vill segja, þá voru það Bandaríkjamenn sem á sínum tíma komu þessum hægri-öfgasamtökum á laggirnar sem gífurlegum fjárframlögum (rétt eins og þeir gerðu í Afganistan með Talibanana). Sú þjóð hefur mikið á samviskunni með að styðja við fasismann í heiminum. Og stjórnvöld á Vesturlöndum feta í þessi fótspor eins og hlýðnir hundar.
Svo er auðvitað að bíða eftir fundinum í Öryggisráðinu í kvöld um tafarlaust vopnahlé á Gaza - og hvort Kaninn muni beita neitunarvaldi sínu í annað sinn á stuttum tíma (sem hann auðvitað gerir). Vonandi fer fólk nú að sjá að stríðið í Úkraínu er rekið á sömu forsendum:

https://www.dr.dk/nyheder/udland/ny-israelsk-regering-paa-vej-racismedoemt-bevaebnet-politiker-staar-til-blive

 


mbl.is Óeðlilegt ef Rúv hlustar ekki á ákallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt þveröfugt!

Eitthvað rugl í gangi hjá Mogganum!!

Danir byrjuðu miklu betur en Svíar og voru yfir allan fyrri hálfleikinn. Í frétt Moggans hefur þetta hins vegar snúist við (Svíar í stað Dana)!!

Danir héldu svo forskotinu í seinni hálfleiknum þar til Svíar náðu að jafna og komast einu marki yfir!
Þannig var það nú heillin.

 


mbl.is Danir tóku bronsið eftir mikla spennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðóður her

Þessi dráp ísraelska hersins á þremur löndum sínum sýnir einfaldlega hveru morðóður þessi her er, líklega meira en nokkurn tímann hefur áður þekkst í nútímanum. 
Hann lætur sé ekki nægja að drepa tugi þúsunda óbreyttra borgara í Palestínu, á Gaza og á Vesturbakkanum, heldur drepur einnig sína eigin þegna.
Málið er að þessum þremur gíslum tókst að flýja og veifuðu hvítum fánum þegar þeir rákust á hermennina. Þrátt fyrir það voru þeir miskunnarlaust skotnir. Ísraelsher tekur nefnilega ekki "fanga" heldur skýtur alla og drepur með köldu blóði, sem þeir ná til.

Ég veit ekki til þess að þessi frétt hafi birst í fjölmiðlum hér á landi enda heldur pressan hlífiskildi yfir þessa bestu vini Bandaríkjanna, "vinaþjóðar" okkar.

Svo er enn talað um Hamas sem hryðjuverkasamtök, en eins og allt heilvita fólk sér og veit þá er það Ísraelsher og ísraelsk stjórnvöld sem er hið raunverulega hryðjuverkalið:

https://www.svt.se/nyheter/utrikes/uppgift-israel-redo-att-samtal-om-gisslan-igen--94z20v

Nú er m.a.s. allur almenningur í Ísrael búinn að fá nóg af þessu morðæði.


mbl.is Mótmæli aukast eftir dauða þriggja gísla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Katrínu!

Það er alveg ljóst að Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi í Öryggisráðinu vegna þessarar tillögu - og verða þannig með blóð palestínsks almennings, kvenna og barna, á samviskunni

Mikið hefur verið fjallað í norrænum miðlum um myndbirtingu Ísraelshers á nöktum föngum sínum (Palestínumönnum auðvitað) sem virðast ekkert hafa til saka unnið.
Þessi meðferð á "stríðsföngum" er einfaldlega brot á alþjóðalögum og flokkast undir stríðsglæpi:
https://www.visir.is/g/20232500928d/palestinu-menn-hattadir-og-hand-jarnadir-i-ad-gerdum-israels-hers

Er ekki kominn tími til að heiðarlega hugsandi ríkisstjórnir á Vesturlöndum snúi baki við stríðsrektur Kanans út um allan heim og virki Sameinuðu þjóðirnar til að binda endi á þennan viðbjóð?
Líklega er það borin von en þessi ákvörðun Katrínar er þó ljós í myrkrinu.


mbl.is Ísland lýsir yfir stuðningi við ákvörðun Guterres
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Neyðarpakki"?

Neyðarpakki ætlaður Úkraínu - og Ísrael?
Sérhver er nú  neyðin - ekki síst í Ísrael! Hernaðarstuðningur Bandaríkjamanna við hina morðóðu Ísraelsmenn skapar jú ólýsanlega neyð fyrir Palestínumenn, búandi á Gaza, og reyndar einnig neyð á Vesturbakkanum og er svo auðvitað viðvarandi ógn fyrir öll hin múslimsku Mið-Austurlönd.

Það hlýtur að vekja furðu að demókratarnir á bandaríkjaþingi - og í ríkisstjórn - skuli vera orðnir miklu meiri stríðsöfgamenn en repúblikanar eru, en lengi framan af voru það þeir síðarnefndu sem voru ólmir í alls konar stríðsátök (Bush og hans líkar).
Sama virðist vera að gerast annars staðar, svo sem á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Þar er lítill sem enginn munur á vinstri og hægri hvað hernaðarhyggjuna varðar (og varla hægt að tala um "vinstrið" lengur). Stríðsæsingurinn er nú grasserandi alls staðar í Evrópu og því meiri sem norðar dregur.

Þetta beinir einnig huganum að Úkraínustríðinu og óheftum stuðningi Vesturlanda við spillingar- og öfgastjórnina í Kænugarði. Getur verið að sami hugurinn - og sama miskunnarleysið - sé á bakvið stuðninginn við Úkraínu og í stuðningnum við Ísrael, þ.e. einfaldlega heimsvalda- og útþennslustefna? Sinnuleysi gagnvart mannfalli almennra borgara - og svo auðvitað hermanna, sem flestir hverjir stríða án efa þvert gegn þeirra eigin vilja?
Það bendir allt til þess - en á meðan fjölmiðlar spila með er afar lítil von um að þessu morðæði linni.


mbl.is Neyðarpakki stöðvaður í bandaríska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð íþróttahreyfingin!

Alltaf jafn siðlaus!
Arnarlax er eitt af þessum laxeldisfyrirtækjum sem menga hvað mest og fara sem verst með afurðina sem þeir eru að ala upp og selja sem mannamat (en er í mesta lagi hæft sem skepnufóður).
HSÍ er greinilega ekki með neinar siðareglur - og ef þær eru til staðar í einhverju formi, þá eru þær bara til að sýnast.
Mikið er talað um samfélagslega ábyrgð þessa daganna - og er þá ekki síst átt við atvinnu"rekendur". Einhver hefði nú sagt nei við þessari tilraun til ábyrgðar hjá hina illræmda fyrirtæki en ekki Handknattleikssambandið. Ó nei, ó sei sei nei.

Siðferðileg ábyrgð sambandsins er greinilega engin.


mbl.is Arnarlax nýr bakhjarl landsliðsins í handbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins heiðarlegt hljóð frá Veðurstofunni

Nú, tíu dögum eftir jarðskjálftana miklu við Grindavík (mest 5 á Richter) er loks farið að heyrast heiðarlegt hljóð í Veðurstofufólkinu, sem hingað til hefur verið harla duglegt við að mála skrattann á vegginn varðandi "yfirvofandi" eldgos á svæðinu.

Flestir aðrir, sem ættu að hafa jafnmikið vit á málunum, hafa talið litlar líkur á eldgosi og líkurnar dvínað eftir því sem lengra líður frá stóru skjálftunum.

Þá hafa menn bent á að stór hluti húsanna í Grindavík sé algjörlega óskemmdur, kominn hiti og rafmagn í flestöll hús, og því ætti að vera hægt að flytja aftur inn í þau fyrr en seinna. 

Einn helsti sérfræðingur okkar í eldgosa- og jarðskjálftafræðum, Haraldur Sigurðsson, hefur bent á að orkan sem losnaði úr læðingi þann 11. nóvember hafi aðeins verið "0,5% af orkulosun sem varð í Suðurlandsskjálftunum árið 2000."

Samkvæmt þessu hefði átt að rýma allt Suðurlandsundirlendið aldamótaárið, allavega miðað við hvað gert var núna í Grindavík.
En sem betur fer var Veðurstofan þá aðeins veðurstofa en ekki náttúruvárstofnun og Almannavarnir hvorki fugl né fiskur - og Víðir, sem öllu kvíðir, fjarri gamninu góða!


mbl.is Líkur á gosi fara hægt minnkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mála skrattann á vegginn

Það er stór spurning hversu hæft þetta fólk er sem stjórnar málunum hvað varðar Grindavíkurbæ - og í raun mikið áhyggjuefni hvernig haldið er þar á málum.

Nú hefur verið spá eldgosi allt síðan jarðskjálftarnir í og við Grindavík hófust en samt hefur aldrei neinn gosórói mælst og engir kvikuskjálftar svo óyggjandi séð. Samt styttist alltaf í eldgosið að mati þessara snillinga.
Þá er sífellt verið að tala um að kvikan sé að nálgast yfirborðið en þó eru engar mælingar til sem staðfesta það. Þetta eru alltsaman ágiskanir sem sýnir hve þessir "vísindamenn", sem sífellt er verið að vitna í, vita í raun lítið um stöðu mála.

Nú bregður hins vegar við að maður eins Þorvaldur Þórðarson, sem hefur verið manna yfirlýsingaglaðastur hingað til, hefur dregið mjög í land og telur að líkur á eldgosi séu í mesta lagi um 30%.

Mér sýnist augljóst að það þurfi að taka þverbeygju í málinu og gera ráð fyrir að ekki gjósi í þessu sigdal (ekkert frekar en í Kelduhverfi um árið).
Einu áhyggjurnar sem stjórnvöld og íbúar þurfa að hafa er vegna jarðskjálftanna, en þó hefur dregið mjög úr þeim undanfarna viku eða í raun alveg síðan stóru skjálftarnir komu í byrjun. Einnig vegna sprungumyndana sem enn virðast vera að gerast.

Því ætti að vera ástæðulaust að forða verðmætum úr bænum úr þessu og jafnvel óhætt að leyfa íbúunum að byrja að koma sér aftur fyrir í þeim húsum og hverfum þar sem engar sprungur eru. 
Þetta óþarfa brambolt, sem gengur út á að allur sé varinn góður (rétt eins og skrítlan um nunnuna, kertið og smokkinn) er svo arfavitlaust, að líklega hefur ekkert toppað það hingað til.
Allt þetta lið, sem stjórnar atburðarásinni, virðist hugsa um það eitt að verða ekki gert að sökudólgi, ef eitthvað gerist sem getur kostað líf eða limu fólks, og því þessi harkalegu viðbrögð.

Svo er það auðvitað klíkuskapurinn varðandi hverjir fái að "bjarga" verðmætum, hverjir mega vera inni á hættusvæðinu eins lengi og það vill (svo sem fjömiðlafólk, fólk á vegum fyrirtækjanna í bænum og björgunarsveitafólk), meðan íbúarnir fá í mesta lagi 5-10 mínútur að ná í allra nauðsynlegustu hluti og þurfa að sækja þá í mesta flýti og stressi. Er nema von að íbúarnir eru að verða ansi leiðir og reiðir á þessari "stjórnun" og mismunun.

Já, hér er á ferð enn eitt klúðrið hjá Almannavörnum og öðru ráðafólki, sem virðist aldrei geta lært af sínum fjölmörgu mistökum. 


mbl.is Bendir til að kvika sé komin mjög ofarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarmorðið á Gaza

Ekkert heyrist frá þjóðkirkjunni vegna þjóðarmorðsins og stríðsglæpa Ísraelsmanna á óbreyttum borgurum á Gaza.
Sú þögn verður æ yfirþyrmandi í ljósi yfirlýsingar 315 starfsmanna Háskóla Ísland um þennan glæp gegn mannkyni (og það án gæsalappa eins og Mogginn notar svo óspart og ósmekklega). 
Kannski ekkert skrýtið sbr. eftirfarandi kvæði eftir Jón frá Hvoli, verkamann og prentara í Reykjavík (d. 1949):
Krafta sljór vor kristindómur
kveður við sem bjölluhljómur;
er því nokkuð innantómur,
átök hans í flestu smá.
Tómt er hljóð í tómum sá.
Óvíst hvort hann orðast frómur
ef í fang er gróði.
Nærð er trú á nítján alda blóði.
 
Há þótt rísi Hallgrímskirkja
hún mun lítt þá strauma virkja
sem með leiftrum lýðinn styrkja
leið að velja ánauð frá.
Tómt er hljóð í tómum sá.
Forna tímans fyrsta yrkja
fárra nægir sjóði.
Nærð er trú á nítján alda blóði.
 
Þeir, sem hampa kreddum köldum
kennivalds á fyrri öldum,
olla meinum ótalföldum,
undir troða sannleiks þrá.
Tómt er hljóð í tómum sá.
Hræsni láta halda völdum,
hnekkja bræðra sjóði.
Nærð er trú á nítján alda blóði.
 

mbl.is Segja innrás á sjúkrahús „glæp gegn mannkyninu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syllu (sillu-) spekin!

Nú eru meira að segja fjölmiðlarnir farnir að gera grín að tilbúna fárviðrinu sem náttúruvársérfræðingarnir, Almannavarnir og aðrir slíkir aðilar eru að þyrla upp til að hræða almenning og stjórnvöld vegna hugsanlegs eða óhugsanlegs eldgoss við Grindavík eða Bláa lónið.

Silluspekin kemur þar t.d. við sögu en einnig Víðir, sem öllu kvíðir o.fl. Hann er nú kominn úr fríi og því skal hefjast handa við að útbreiða fagnaðarerindið enn og aftur, þ.e.  hræðsluáróðurinn.

Samt er í raun ekkert að gerast á svæðinu, engir kvikuskjálftar heldur einungis gikkskjálftar sem verða enn "átakanlegri" eftir því sem jarðskjálftamælunum fjölgar og þeir verða nákvæmari - og kvikuinnstreymið, ef eitthvað er, á miklu dýpi og langt frá því að stefna upp á yfirborðið!

En auðvitað verða fjölmiðlarnir að fóðra fólk á einhverri ógn, annars nennir enginn að fylgjast með fréttum og auglýsingatekjurnar snarminnka. Og Veðurstofan og Almannavarnir missa spón úr aski sínum, fá ekki sífellt aukið fjármagn úr sjóðum almennings eins og verið hefur - og fjölmiðlarnir missa áhugann á athyglissjúkum jarðvísindamönnum sem enn og aftur spá eldgosi innan nokkurra daga - því þeir hafa enn og aftur rangt fyrir sér!

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-11-08-er-silla-synatokupinni-thessara-jardhraeringa-396005


mbl.is Bylgjuvíxlmynd sýnir lóðrétta hreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 462887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband