Furðuleg rök

Enn brillerar landsliðsþjálfarinn okkar í karlafótboltanum og nú með hlálegum rökum um af hverju Eiður Smári er ekki með í hópnum gegn Kýpur í undankeppni EM.

Hann segir að Eiður hafi ekkert leikið að undanförnu með liði sínu Fulham, en það er rangt. Eiður hefur einmitt verið að koma inn á í liði sínu eftir að hann losnaði frá Stoke og fengið að spila í ensku úrvaldsdeildinni, annar tveggja íslenskra leikmanna þar.

Og ef rökin um leikreynslu ætti að ráða þá hefði helmingurinn af liðinu ekki verið valinn því deildirnar eru ekki byrjaðar í Noregi og Svíþjóð og fyrsta umferðin í seinni hluta dönsku deildarinnar var að byrja nú um helgina!

Þeir sem ekkert hafa verið að spila í vetur eru eftirtaldir og ættu því samkvæmt kríeríu landsliðsþjálfarans ekki að vera valdir:

Allir markverðirnir:
Gunnleifur Gunnleifsson, FH
Stefán Logi Magnússon, Lilleström
Ingvar Þór Kale, Breiðabliki

Varnarmennirnir:
Indriði Sigurðsson, Viking S.
Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss (furðulegt að hann sé valinn, fallinn niður um deild með arfaslöku liði sínu)
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk

Miðjumenn:
Ólafur Ingi Skúlason, SönderjyskE
Rúrik Gíslason, OB
Arnór Smárason, Esbjerg
Birkir Bjarnason, Viking S.
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki

Þá eru menn valdir, sem hafa verið að berjast á botninum í ensku fyrstu deildinni, með allri þeirri leikreynslu gegn sterkum andstæðingum sem því fylgir nú:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Aron Einar Gunnarsson, Coventry

Það eru aðeins örfáir menn sem mega teljast í þokkalegri leikþjálfun og gegn góðum liðum, þ.e. þessir:
Grétar Rafn Steinsson, Bolton (þó mikið meiddur)
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (mikið á bekknum)
Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim (mikið á bekknum)
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Heiðar Helguson, QPR
Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar
Alfreð Finnbogason, Lokeren (reyndar nýkominn til liðsins og leikur yfirleitt aðeins annan hvorn leik).

Og enn er Ólafur landsliðsþjáfari að trufla undirbúning 21 árs landsliðsins fyrir úrslitakeppni EM nú í júní (tekur 10 leikmenn úr undirbúningshópnum, þ.e. nær allt aðalliðið).
Eru menn virkilega ekki orðnir leiðir á þessum vinnubrögðum?


mbl.is Eiður Smári ekki í landsliðinu gegn Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Finnbogason

Einmitt, einmitt. Heiðar spilar náttúrulega gegn mikið betri liðum en Hermann og Aron, það er augljóst.

Leifur Finnbogason, 16.3.2011 kl. 05:27

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Heiðar spilar auðvitað með miklu betra liði en Aron og Hermann, það er augljóst!

Torfi Kristján Stefánsson, 16.3.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455606

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband