9.4.2011 | 09:33
Mogginn og nei-ið
Davíð Oddsson er greinilega að leggja línurnar á kjördegi, birta allar þær fréttir sem blaðamenn hans geta fundið og er neikvæðar hvað varðar Icesave-samninginn og samskipti við evrópuþjóðirnar.
Önnur frétt svipuð eðlis nú í morgun er um Evrópusambandið og sjávarútvegsmálin.
Mér sýnist Mogginn vera að brjóta eina af grundvallarreglum lýðræðisins með þessum fréttaflutningi á kjördag.
Ég er ekki viss um að forysta Sjálfstæðisflokksins sé hrifin af þessum tiltektum ritstjórans - sem í huga flestra er sá sem á einn stærstan þátt í hruninu og í því að þessi þjófnaður stjórnenda gamla Landsbankans á sparifé Breta og Hollendinga var látinn viðgangast.
Nú vill hann að þetta siðleysi sitt verði eign allrar þjóðarinnar um ókomna framtíð. Ja, svei.
Og hver er þessi náungi eiginlega sem fréttin er um - og þessi háskóli í Missouri - hefur hann og þar með frétt eins og þessi nokkuð vægi?
Varar Íslendinga við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi gæi er örugglega heimsfrægur heima hjá sér .. eins og margir hálvitar hér á Íslandi.
Dómstólaleiðin er eina rétta leiðin í þessu máli .. ég er tilbúinn að lúta þeim dómi ..
GAZZI11, 9.4.2011 kl. 09:40
Hver er thessi grundvallarregla lýdraedisins sem verid er ad brjóta? Ég hélt ad thad vaeri bara á kjörstad sem bannad er ad vera med kosningaáródur á kjördag.
Hér í Svíthjód eru öll blöd , sama hvers málgögn thau eru, full af áskorunum til kjósenda á kosningadag. Meira ad segja " valstugorna" á torgum úti voru opnar a m k fyrir hádegi vid sídustu kosningar! Og vid teljum okkur búa vid ágaett lýdraedi:)
S.H. (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 09:47
....og thú og ég maetti thá ekki blogga heldur? Hefur thér ekki dottid thad í hug?
S.H. (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 09:52
Ég sat í nótt og las tvö blöð. Fréttablaðið og moggann. Fréttablaðið var með fullt af bara já og mogginn með fullt af bara nei. Staðfestir þá hörmulegu og ömurlegu staðreynd að allir þessir miðlar hafa það eitt að markmiði að mata fólk með skoðunum eigenda og stjórnenda og hagsmunavina þeirra. Alls staðar er hagsmunaliðið með fingurnar en venjulegt og klárt fólk, líkt og mjög margir Íslendingar eru, á að vita að það þarf að horfa á allt með gagnrýnum augum og kynna sér málin en ekki láta aðra mata sig með (hræðslu)áróðri.
Ég ætla að segja nei. Ég kynnti mér málin sjálfur. En ég virði skoðanir þeirra sem vilja segja já. Ég trúi því að þrátt fyrir allt séu allir að hugsa um hag heildarinnar. Í það minnsta vona ég að svo sé.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 10:02
Ég held að það sé meira að marka Michael Hudson heldur en Íslenska hagfræðinga, þar sem þeir fylgja ekki staðreyndum heldur flokkslínum
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/esb-utan-icesave-hvalveida-fiskveida-og-landbunadar_-tha-midar-vel-med-adildarvidraedur
Þetta er miðill sem styður samfylkinganna og hann birtir nokkurn veiginn það sama og mogginn nema að þar er skafið full mikið af þessu og reynt eftir fremsta megni að draga úr skaðanum með að slá þessu upp í grín. Held að ég þurfi ekki að skjóta þá línu, hún dæmir sig sjálf
Brynjar Þór Guðmundsson, 9.4.2011 kl. 10:27
Mér sýnist nú reyndar að þessi maður er alls ekki svo slæmur! Hann skrifar í fjölmiðil, Global Research, sem hefur staðið sig vel í að koma á hlutlausum fréttum frá Írak og sagt frá undirbúningi Bandaríkjamanna, NATO og Ísraela á kjarnorkuárás á Íran. http://www.globalresearch.ca
Það sem vekur auðvitað furðu er að Mogginn skuli vera að vitna í þennan vinstri sinnaða miðil, sem vill að kosningarnar í dag hér á Íslandi verði þannig að litla Ísland ráðist á alþjóðasamfélagið og heimskapitalismann.
Ég var/er að hlusta á hádegisfréttirnar og heyri augljósan mun á Stöð 2 og RÚV.
Stöð 2 er með nei-slagsíðu og leyfir manneskju eins og Margréti Tryggvadóttir að vera með áróður í fréttinum. Svo ég trúi þessu mátulega um Fréttablaðið (en er ekki búinn að ná í blaðið!).
RÚV passar sig á því að láta menn ekki komast upp með neinn áróður í fréttunum.
Hvað Svía varðar þá eru fjölmiðlar þar ekki með áróður á kjördag - það þekki ég af eigin raun enda búið þar í mörg ár.
Torfi Kristján Stefánsson, 9.4.2011 kl. 12:32
Ég hef kosningarétt í Svíthjód baedi til things og sveitarstjórnarkosninga enda búid thar í áratugi og kaus thar sídast nú í haust. Eins og oft ádur ferd thú mjög frjálslega med stadreyndir.
Rétt er ad ríkisfjölmidlar , Sveriges Radio og Sveriges Television hafa ad sjálfsögdu engan áródur í frammi, heldur gaeta ítrasta hlutleysis. Tharf varla ad taka thad fram.
En ad dagblödum sé ekki frjálst ad skrifa greinar eins og thessa sem birt var í Morgunbladinu í dag án thess ad" brjóta grundvallarreglur lýdraedisins" er bara "nonsens". Hins vegar var hér ádur eins konar thegjandi samkomulag um ad stilla kosningaáródri í hóf á kosningadaginn en eftir ad internet kom til sögunnar og bloggarar er thetta audvitad fallid um sjálft sig.
S.H. (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.