Stjórnarslit?

Ljóst er að Iðnaðarráðherra og fleiri hagvaxtartrúuð öfl innan Samfylkingar eru tilbúin að slíta stjórnarsamstarfinu vegna tregðu Vinstri grænna til að taka upp ótakmarkaða stóðiðjustefnu eins og ríkti á tímum Hrunstjórnarinnar. Fyrst Rammaáætlunin, sem smíðuð var á borði Innanríkisráðuneytisins þar sem leyfðar voru virkjanir í neðri Þjórsá þvert gegn stefnu Vg, og nú þessi meðferð á stjórn Byggðastofnunar, þar sem byggt er á 15 ára gömlu áliti Ríkisendurskoðunar (og þar með gengið þvert á samkomulag stjórnarflokkanna um að færa Byggðastofnun undir Innanríkisráðuneytið þar sem hún á auðvitað heima).

Það er þó óvarlegt af Samfylkingunni að rugga bátnum mikið því staða hennar í stjórnarsamstarfinu er mjög mjög veik um þessar mundir, miklu veikari en staða Vg. Það er auðvitað vegna aðildarviðræðanna við ESB sem njóta lítils stuðnings meðan landsmanna og enn minni stuðnings á þingi. 

Ég spái enn og aftur að stjórnin falli núna í haust - og það þrátt fyrir stuðning hins "frjálslynda og víðsýna" miðjumanns, Guðmundar Steingrímssonar við hana.

 


mbl.is VG gagnrýnir iðnaðarráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma heldur fjárlagafrumvarpinu. Það þarf lítið til að það fari ekki í gegn. Ég er sammála því þetta fer að líða undir lok þessi stjórn, það gengur ekki að hún sé sifellt í mótsögn við sjálfa sig.

Þórarinn (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 09:31

2 identicon

það verður að koma atvinnuuppbyggingu af stað eftir 3. ára stöðnun. ljóst er að VG se ófær til þeirra verka. Framfarasinnuð öfl verða að taka af skarið þar og slíta samstarfinu milli flokkana ef með þarf. Kosningar er það sem þjóðin þarf núna til að veita ný umboð til framfara. Hömlulaus stóryðjustefna er víðtæt orð, flestir setja það í samband við álframleiðslu en stóryðja getur verið margt annað. Ég vil nýta auðlindir landsins til framfara, ef þær eru ekki nýttar hvar á þá að bera niður til sóknar í lífkjörum.

Arnar ívar sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 10:07

3 identicon

Egill Helgason bendir á ágætis grein í Guardian um gagnrýnina á hagvaxtartrúna og leiðina út úr henni: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2011/aug/22/economic-growth-environment

Höfundur spyr sig hversu mikið af þessum svokölluðum hagvexti byggist á fölskum forsendum á fjármagnast af lánum, sem eru nú að koma í bakið á okkur.

Svo ekki sé nefnd vistkreppan mikla sem orsakast einmitt af þessari sömu trú.

Höf. bendir einnig á að þrátt fyrir allan þann hagvöxt sem heimurinn hefur upplifað síðustu 50 ár þá hefur aldrei verið meira atvinnuleysi en nú, tekjumisrétti, félagsleg vandamál osfrv.

Nei, við þurfum nýjar lausnir sem gera ekki hina ríku ríkari, spilla ekki náttúruauðlindunum og skapa fólki tækifæri til að hafa eitthvað fyrir stafni.

Stóriðjustefnan er ekki sú leið.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 10:52

4 identicon

 Hvað er stóriðjustefna? Hvaða orkugjafa á að nýta ef ekki er nýtt sú orka sem til er innan vissra marka, ekki má alhæfa um orkunýtingu og kalla alla orkunýtingu stóriðjstefnu. Er stóriðjustefna eigöngu tengd raforkuframleiðslu til álvera eða á að banna alla nýtingu gufu og vatns til uppbyggingar fyrir landið. Þetta að gera hina ríku ríkar i er gömul tugga, við vitum þó að hinir svokölluðu ríku væru ofurskattaðir og því borið við að það ætti að jafna lífskjörin, þá höfum við áratuga dæmi um að ríkið hirðir í sína hít þá peninga sem þannig myndu safnast og þeir lægst launuðu fengju ekki þá peninga. Dæmi nýgerðir kjarasamningar, ekkert nema vol og væl yfir smá launahækkunum. Nei leyfum þeim ríku að ver ríkum og fáum þá til að eyða sínum peningum, þannig kemst einnig hreyfing á hlutina.

En eftir stendur hvað er stóriðjustefna?

Arnar Ívar Siurbjörnsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 12:56

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Kenningin um að molar falli af borðum hinna ríku til þeirra fátæku, eða að hönd Guðs sjái til þess að auðurinn dreifist, hefur margsýnt sig vera endemis bull.

Nú síðast í aðdraganda Hrunsins þegar útrásarvíkingarnir fóru með allan ránsfeng sinn (óskattaðan) úr landi og komu fyrir á aflandseyjum.

Ekki sá almenningur mikið af þeim peningum og hefði verið nær að skatta þá almennilega áður en þeim var leyft að tæma bankanna.

Sama má segja um orkusöluna. Orkuna hafa stórir kaupendur fengið á niðurgreiddu gjafverði - og að auki aðeins þurft að greiða örlítið í skatta af gífurlegum tekjum sínu. Samfylkingin sér svo til þess í núverandi ríkisstjórn að þessu verði ekki breytt.

Nei, þetta þarf að stokka upp áður en virkjað verður meira.

Torfi Kristján Stefánsson, 24.8.2011 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 459332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband