Meira af fundi Darlings og Björgvins G.

Þessi frétt Moggans af bók Darlings og framgöngu Íslendinganna í bólunni miklu fyrir Hrun kemur á versta tíma fyrir Björgvin G. Sigurðsson, er hann nú sækist eftir að verða þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Fundur Darlings og Björgvins, og hinnar fjölmennu íslensku sendinefndar, fór mjög leynt á sínum tíma. Ljóst er að Viðskiptaráðuneytið laug vísvitandi um fundinn í fréttatilkynningu sem það sendi frá sér. Þar segir (sjá Skýrslu um aðdraganda fallsins): "Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, átti í gær fund með fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands, Alistair Darling. Á fundinum ræddu þeir góð samskipti þjóðanna á sviði fjármálamarkaðar. Íslensku bankarnir hafa mikla starfsemi á Bretlandi og er landið stærsti markaður íslensku bankanna, utan Íslands. Einnig ræddu ráðherrarnir hvaða lærdóm megi draga af aðstæðum á mörkuðum undanfarna mánuði."

Hér er látið sem fundurinn hafi verið einkafundur Björgvins og Darlings og reynt að fela raunverulega ástæðu hans, þ.e. hvernig breyta mætti útibúi Landsbankans í Lundúnum í dótturfélag og færa Icesave-reikninga bankans undir það félag (svo Björgvin sjálfur seinna meir). Þá hefur komið fram að ekkert var skráð niður um fundinn (ekkert "minnisblað"), og ekkert skráð um þennan fund á ríkisstjórnarfundi né í ráðuneytinu. Hann hefur kannski ekki verið ræddur á þeim stöðum?

Þetta pukur með fundinn, sem fjallaði um mjög mikilvægt mál fyrir íslensku þjóðina, er auðvitað forkastanlegt og gegn öllum reglum um opinbera stjórnsýslu.

Svo situr þessi maður (Björgvin) enn á þingi og vill meira að segja verða formaður þingsflokks Samfylkingarinnar.

Heldur hann, og flokkurinn, að fólk sé svona fljótt að gleyma?


mbl.is Ríkir Íslendingar og risaþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll við geymum ekki og vonandi tugir þúsunda annarra samlanda okkar ef ekki þá er ekki hægt að búa á þessu skeri!

Sigurður Haraldsson, 7.9.2011 kl. 10:54

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég vil nú meina að Björgvin G. Sigurðsson eigi frekar að vera fyrir Landsdómi en frekar Geir H...

Það gengu þær sögur að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið með hugann við einhverja tónleika sem hann var að fara á síðar...

Ég held að Landsdómur ætti að fara ofan í saumana á þessu öllu saman vegna þess að það er svo augljóst að ekki var farið með rétta stöðu á þessum tíma. Þetta fær mann til þess að hugsa hvort það sé nokkuð staðið öðruvísi að í dag... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.9.2011 kl. 10:57

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

eigi frekar að vera fyrir Landsdóm en Geir H. sorrý.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.9.2011 kl. 10:59

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Davíð, Björgvin og Ingibjörg áttu að sjálfsögðu líka að svara til saka.

Það dregur þó ekki úr alvarleika sakagifta Geirs..

hilmar jónsson, 7.9.2011 kl. 11:40

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það hefði átt að rannsaka alla ríkisstjórnina eins og hún leggur sig, hið minnsta alla þá sem höfðu eitthvað með fjármál eða banka að gera formenn flokkana og alla þá sem sátu í nefndum tengt peningamálum eða nefndum sem tengdust aðgerðir í hruninu. Þótt Geir var forsætisráðherra og þar af leiðandi með mestu ábyrgðina er fáránlegt að aðrir sleppa undan eigin gjörðum.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 7.9.2011 kl. 11:54

6 identicon

SPILLING, SPILLING, SPILLING...............

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 12:17

7 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Vonandi sjá kratarnir að sér og kjósa einhvern annan en Björgvin G fyrir þingflokksformann.

Nógu slæmt var að hafa taglhnýting Ingibjargar Sólrúnar, og einn helsta "stjórnarandstöðu"þingmann Samfylkingarinnar, í því embætti áður - þó svo að enn einn Hrunverjinn setjist ekki í þann stólinn.

Torfi Kristján Stefánsson, 7.9.2011 kl. 13:32

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var nákvæmlega svona pukur og leynimakk sem teygði aðeins lopann og gerði hrunið þannig stærra og miklu dýrara en ef það hefði fengið að eiga sér stað strax veturinn 2006-2007 þegar íslenska bankakerfið var í raun orðið gjaldþrota í erlendri mynt.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 18:38

9 Smámynd: Jón Óskarsson

Hef sagt það áður og segi það enn að ef einhvern ráðherra hefði átt að draga manna fyrstan fyrir Landsdóm þá er það Björgvin G. Sigurðsson.  Það er algjört hneyksli hvernig Alþingi hagaði sér varðandi ákærumálin með því hvítþvo alla nema Geir í þeim eina tilgangi að koma honum einum á galdrabrennuna.  Björgvin G. ætti ekki að vera á þingi.  Hann ætti í raun aldrei að koma nálægt stjórnmálum framar.   Hvernig stendur á því að það sjá þetta allir nema hann ?

Jón Óskarsson, 8.9.2011 kl. 00:01

10 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Mér sýnist nú Samfylkingin vera sama sinnis og hann, nema tveir þingmenn hennar. Þeim finnst þetta ekkert athugavert og eru meira að segja að hugsa um að gera hann að þingflokksformanni.

Kratarnir haf nefnilega sjaldan haft áhyggjur af hinum siðferðilega þætti í pólitíkinni.

Torfi Kristján Stefánsson, 8.9.2011 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband