Hallærisleg lýsing

Í ljósi þess hvað Þóra Helgadóttir sagði í kynningu á leiknum - áður en hann byrjaði - þá sé hallærislegt að láta eins og íslenska kvennalandsliðið væri ekki sigurstranglegt í þessum riðli - og þessum leikjum - því liðið sé í efsta styrkleikaflokknum (og þar með sterkasta liðið í riðlinum).

Samt lætur Haukur Harðarson eins og það sé einstök snilld hjá liðinu að það sé betra en slakt lið Hvíta-Rússlands í þessum leik. Lýsingarorðin hjá honum eru a.m.k. þannig.

Fyrir nokkru var verið að gera grín að Adólf Inga þegar hann hljóp í skarðið og lýsti einhverjum leik á Stöð 2.

Furðulegt er í ljósi þess að Haukur hafi sloppið algjörlega við glósur, eins hallærislegur íþróttafréttamaður og hann nú er.

Annars er leikur íslenska landsliðsins slakur - og bendir margt til þess að þjálfarinn sé að takast að gera það að miðlungsliði. Vonandi tekst honum þó ekki að fella það niður um "deild" rétt eins og hann er að gera með Leiknisliðið.


mbl.is Fumlaust fyrsta skref til Hollands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Kórónan á slökum leik íslenska liðsins var þegar Margrét Lára klúðraði vítaspyrnunni! Hún er greinilega farin að gefa sig stúlkan sú og man sinn fífil fegri!

Annars voru tveir leikmenn áberandi slakastir, Harpa Þorsteinsdóttir sem loksins var tekin útaf eftir að hafa klúðrað fjölda marktækifæra, og Anna Björk Kristjánsdóttir sem átti fjölda feilsendinga í leiknum.

Varðandi val liðsins og þátt þjálfarans í þessum leiðindum má nefna að hann lét atvinnuleikmanninn Örnu Sif Ásgrímsdóttur sitja á bekknum allan leikinn þrátt fyrir slaka frammistöðu Önnu Bjarkar.

Tekið skal fram að þetta hvít-rússneska lið tapaði 8-0 gegn Holland nú fyrir skömmu!

Og við megum greinilega passa okkur á Skotum sem unnu Slóvena á útivelli, 0-3!

Sem sé ekki stórkostlegt eða frábært eins og hljómaði iðulega hjá lýsandanum (og þjálfaranum í viðtalinu við hann) - og stuðningsmennirnir ættu að fara að syngja eitthvað annað en þeir syngja þegar þeim leiðist!

Torfi Kristján Stefánsson, 22.9.2015 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband