Kaflaskiptur fyrri hálfleikur!

Í raun er alltaf sama vandamálið með íslenska karlaliðið í handbolta. Snorri Guðjóns. sem leikstjórnandi. Aron Pálma hélt liðinu á floti til að byrja með, sem og Vignir, sem auðvitað var með í sterkasta liðinu! Ásgeir var einnig slakur til að byrja með og svo fór Aron að þreytast.

Þá kom ekki vel út að hafa Aron í vörninni, hékk í mönnum og var heppinn að vera ekki rekinn útaf. Vörnin batnaði svo mjög við að Arnór Atla kom inn í hana í stað Arons og svo fór Asgeir í gang. Sóknin batnaði svo einnig til muna þegar Arnór fór að spila hana í stað Snorra og Alexander kom sterkur inn.

Vandamálið undir lok hálfleiks var vörin hægra megin (Alexander og Ásgeir) aldrei þessu vant, auk þess sem Björgvin varði varla skot frá skyttunni þeim megin.

17-16 í hálfleik er ekki sannfærandi gegn frekar hægt spilandi liði Portúgals.


mbl.is Fjögurra marka íslenskt tap í Krikanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ef hægt er að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið kaflaskiptur þá er óhætt að segja að sá seinni hafi verið hrein hörmung.

Að mínu mati er skýringin aðeins eins, stjórnun landsliðsþjálfarans á liðinu. Arnór Atla, sem lék seinni hluta fyrri hálfleiksins mjög vel, kom ekkert inná í seinni hálfleiknum. Ég gæti trúað að hann hafi velt vöngum yfir því að leik loknum hvort þessi þjálfari væri hæfur til að leiða liðið.

Snorri var látinn spila seinni hálfleikinn næstum allan og kom ekkert út úr honum frekar en í fyrri hálfleiknum. Þá var Rúnar ekkert notaður í leiknum og Alexander lítið sem ekkert þó svo að Ásgeir hafi átt afleitan leik.

Þegar Aron tók lékhlé í stöðunni 24-28 þá bjóst maður við breytingum. En ekkert breyttist. Sóknin fyrir utan var með sömu menn og áður, þó svo að ekkert hafi komið út úr þeim, Aron, Snorri og Ásgeir!

Þá var Björgvin mjög "kaflaskiptur" í markinu en fékk þó að spila allan leikinn.

Aðal vonbrigðin hljóta að vera "stór"stjarnan Aron Pálmarson sem átti afleitan dag, jafnt í vörn og sókn. Hann hefur haft stór orð um formið góða sem hann er í, en virkaði vera meira en lítið ryðgaður í þessum leik. Kannski hefði verið betra að hann væri meiddur eins og venjulega.

En eins og áður sagði er stærsta sökin þjálfarans. Menn hafa haft stór orð um að komast í efstu sætin á EM til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Með leik eins og þessum, og þessari stjórn á liðinu, gegn liði sem við höfum hingað til haft í fullu tré við, og komst ekki einu sinni á EM, er ljóst að stóru orðin er bara vindgangur í liði sem lítið sem ekkert loft er í.

Aron Kristjánsson klúðraði gjörsamlega síðasta HM með liðið - og nú er hann á sömu leið með þetta sama lið á EM. Auðvitað hefði átt að láta hann fara eftir síðustu ófarir en það var ekki gert. Á EM nú seinna í mánuðinum mun maður sitja og þjást (eins og stundum áður) við að horfa á þetta lið klúðra hverjum leik á fætur öðrum - og hugsa: Af hverju er þessi þjálfari enn með þetta lið? (og af hverju er Snorri enn í landsliðinu!?).

Torfi Kristján Stefánsson, 6.1.2016 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband