Hvað með að slá lúpínuna?

Í fréttum af brunanum í Heiðmörk kom fram að það hafi logað glatt í lúpínusinunni á svæðinu, sem nóg er af þar eins og annars staðar hjá Skógræktinni.
Lúpínan skilur nefnilega eftir sig gríðarlegt magn af sinu eftir hvert sumar og skapar þannig stórhættu á sinubruna.
Skógræktin er þó að reyna að gera lítið úr þessari hættu því hún ver lúpínuna með kjafti og klóm og dýrkar hana eins og Guð almáttugan.
Skógræktarfólkið reynir meira að segja að gera lítið úr því að allt að 35 ára gömul tré hafi brunnið í Heiðmerkurbrunanum og allt að 6 metrum á hæð! Þannig hefur áratuga vinna farið í súginn og verður enn verra ef ekkert er að gert.
Svo ekki sé talað um mengunina af völdum svona bruna. Það að rækta skóg er að verða að einhverri helstu ógn í baráttunni við að draga úr kolvetnislosun út í andúmsloftið, þvert á það sem skógræktinni er að ætlað að gera, þ.e. að binda kolvetni en ekki losa það. 

Það þarf einfaldlega að setja lög um að slá þurfi lúpínu á hverju sumri, ekki síst í skóglendi og nálægt mannvirkjum, til að uppræta hana svo hún valdi ekki enn meiri skaða - og svo auðvitað að banna alfarið að sá fræjum hennar eins og Skógræktin er enn að gera.

Vegna ákafa mótmæla Skógræktarinnar hafa stjórnvöld ekki enn þorað að setja einhver lög yfir útbreiðslu þessarar mjög svo ágengu og hættulegu jurtar en með þessu bruna er séð fram á að við það má ekki lengur una.
Stjórnvöld hafa auðvitað verkfæri í höndunum til að skylda Skógræktina til að hefta útbreiðslu lúpínunnar - og vopn til að bregðast við ef hún hlýðir ekki.
Skógræktin hefur nefnilega hingað til lifað á fjárframlögum frá ríkinu og auðvelt að skrúfa fyrir þau ef hún reynist ekki samvinnuþýð.


mbl.is Engin þróun á fimmtán árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

kolefnislosun og að binda kolefni átti þetta að vera!!

Torfi Kristján Stefánsson, 6.5.2021 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband