Setur samstarfsflokknum skilyrði!

Í hádegisfréttum kom fram að í þættinum Vikulokin nú í morgun hafi Ingibjörg Sólrún sett Sjálfstæðisflokknum skilyrði fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi, þ.e. að flokkurinn samþykki það á aðalfundinum nú í janúar að ganga í Evrópusambandið.

Fréttamaðurinn talaði um lítt dulbúna hótun hennar í garð Sjálfstæðisflokksins sem þetta auðvitað er.

Þótt ég hafi ekki mikið álit á Sjálfstæðisflokknum og forystu hans þá efast ég um að hann taki þessari hótun brosandi.  Þetta hlýtur að þýða fall ríkisstjórnarinnar á næstu dögum ef einhver dugur er í flokknum.

Svo má benda á að staða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er miklu sterkari en  Samfylkingarinnar. Hann getur myndað stjórn með Vinstri grænum með þá stefnu að sækja ekki um aðild.

Samfylkingin stendur hins vegar ein (kannski með Framsókn) og getur ekki myndað stjórn með Evrópusinnum.

Líklega eru þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar mestu mistök hennar á öllum stjórnmálaferli hennar og er þó nokkru saman að jafna. 

Þá er einnig undarlegt að hún skuli velja þessa stund til svona yfirlýsingar, þ.e. þegar nýlega er búið að koma saman fjárlögum. Maður hefði haldið að nú væri ráð að sýna samstöðu!


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríður ekki við einteyming, hrokinn og oflætið.

101 (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Auðvitað átti hún að leggja spilin á borðið fyrir löngu, en ekki þessi ESB-spil. Þar með rýfur hún stjórnarsáttmálann og hjálpar Sjálfstæðisflokknum úr snörinni.

Nei, hún átti margar aðrar leiðir að velja, svo sem þær sem hún gefur í skyn að sé í raun undirrótin, þ.e. að stjórn Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans fái að sitja sem fastast í skjóli Sjálfstæðisflokksins.

Ef hún hefði sett afsagnir þessara aðila sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu þá stæði hún miklu betur að vígi en Sjálfstæðisflokkurinn að sama skapi illa.

Í raun held ég að Ingibjörg Sólrún sé ekki að bregðast við neinni óánægju innan stjórnarflokkanna, heldur vegna gagnrýni utanfrá, svo sem frá Gráskeggi. Formaður ASÍ hefur skyndilega byrjað mjög harða gagnrýni á ríkisstjórnina. ASÍ er þannig komið í harða stjórnarandstöðu eftir að hafa látið sér nægja hingað til að jarma um ESB aðild.

Ingibjörg er greinilega að reyna að blíðka þau öfl með þessu utspili - nokkuð sem gerir stöðu hennar ennþá erfiðari en ella.

Stjórnin hlýtur að springa á næstu dögum. Annað væri mjög óeðlilegt.

En það sem vont í stöðinni er það að vinstri stjórn er nær ómöguleg í framhaldinu, þ.e.a.s. ef Samfylkingin gerir sömu kröfur til Vg og hún gerir til Sjallanna. Það lætur enginn flokkur kúga sig til ESB aðildar.

Torfi Kristján Stefánsson, 13.12.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 455522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband