Er það Ingibjargar að leggja línurnar?

Furðulegt að Ingibjörg skuli kynna stefnu væntanlegrar ríkisstjórnar en ekki Jóhanna Sigurðardóttir sem er þó verðandi forsætisráðherra.

Enn eitt dæmið um ráðríki Ingibjargar? 

Ekki veit ég til þess að Steingrímur Joð né aðrir Vinstri grænir séu tilbúnir að láta saminginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn standa, né að endurskoða stjórnarskrármál áður en kosið verður í vor. Hér hlýtur Ingibjörg að eiga við aðild að Evrópusambandinu en hvort tveggja er mál sem VG kyngir ekki svo auðveldlega.

Það hlýtur að vera stefnan að lækka stýrivexti sem fyrst og koma þannig framleiðslugeiranum á fætur aftur - sem og fjárhag heimilanna. Ef það kostar það að hafna skilmálum Alþjóðagjaldeyrirsjóðsins, þá það.  Með þessari hávaxtastefnu verður allt keyrt endanlega í kaf.

Því hlýtur maður að spyrja sig hvort Ingibjörg sé að reyna að eyðileggja stjórnarumræðurnar með þessari yfirlýsingu, sem hún á auðvitað ekkert með að gefa. 

Líklega þarf að fara aftur út á göturnar og nú með nýtt slagorð: Vík burt Ingibjörg (vanhæf Ingibjörg)! 

Jóhanna er hins vegar talsmaður aukinna útgjalda ríkissjóðs, og aukinna skatta á fyriræki og stórtekju- og eignafólk þannig að við fáum vonandi brátt að sjá peninga koma inn í kassann (frá þeim ríku) og út aftur (til þessara sem hafa orðið að gjalda hávaxtastefnunnar).

Þessu breytir aðild að ESB engu, enda er það fyrirbæri stjórnmálabandalag en ekki efnahagsbandalag (nema að því leyti auðvitað að með aðild færist fjármálavaldið til Brussel).

Það hlýtur að vera skilyrði VG fyrir stjórnarþátttöku að  hafna allri vinnu núna við að gera aðildarviðræður við ESB mögulegar og einblína sér þess í stað að efnahagsstjórninni.

Munum svo að um 57% þjóðarinnar er andvígur aðild og þeim fer fjölgandi! 

 

 


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Varðandi skoðunarkönnunina sem sýnir að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að ESB þá held ég að fólk sé farið að sjá hvað bíður þess ef sótt verður um aðildina (og svo gengið að skilmálum sambandsins, því ESB setur jú skilmálana, ekki umsækjendurnir eins og Framsókn er að reyna að telja fólki trú um).

Aukin umræða hefur sýnt fram á ókostina við aðild. Einhliða áróður Samfylkingarinnar hefur verið rofinn og miklu fleiri upplýsingar (einkum neikvæðar) komið fram um afleiðingar aðildar.

Ingibjörg Sólrún virtist setja undirbúning að aðild að ESB sem skilyrði fyrir stjórnarsetu (þó svo að hún leiði ekki viðræðurnar fyrir hönd Samfylkingarinnar!).

Það verður fóðlegt að sjá hvort VG verði að gleypa þann súra bita til að komast til áhrifa í íslensk stjórnmál eftir áratuga fjarveru.

Torfi Kristján Stefánsson, 27.1.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 455389

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband