Þokkalegur fyrri hálfleikur

Nokkuð sérstakt að hafa Theódór í hægri bakverðinum og Emil á vinstri kantinum þar sem þeir hafa ekki spilað lengi og Elmar eflaust aldrei!

Þetta hefur þó tekist ágætlega með þessa tvo.

Vandamálið er hve Kári hefur átt erfitt með að skila boltanum frá sér, auk þess sem hann virðist ekki hafa nægilegan styrk í loftinu eins og sást í marki Wales.

Þá er Aron Einar ekki sannfærandi á miðjunni og Hannes óöruggur í markinu. Vil fá Sölva Geir í miðvörðinn í stað Kára. Annað getur maður ekki óskað sér, nema að þjálfararnir fari ekki að gera einhverja vitleysu núna.

 


mbl.is Mbl.is sendir út leik Wales og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaninn með átyllur!

Það er greinilegt að Bandaríkjamenn ætla að notfæra sér ástandið í Úkraínu til að efla ítök sín í löndunum nærri Rússlandi. Frægt er jú eldflaugavarnarkerfið sem á (er verið?) að setja upp í Tékklandi og Póllandi (til að verjast Írönum!) - og nú á að þrengja enn að Rússum.

Áróðursstríðið gegn þeim er á fullu þessa dagana og lítið rætt um það hvort áhyggjur Rússa af þróun mála í þessu nágrannaríki sínu séu réttmætareða ekki (vestræn pressa talar um lygar Pútíns og fyrirslátt).

En Rússar hafa virkilega ástæðu til að hafa áhyggjur. Þeir hafa nú lýst eftir formanni hægra-öfgaflokksins Svoboda, manni að nafni Dmytro Jarosh. Hann var einn helsti leiðtogi uppreisnarmannanna á Sjálfstæðistorginu og hefur nú verið skipaður næstvaldamesti yfirmaður úkraínsku öryggissveitanna!

Ekkert heyrist frá Vesturlöndum um þetta en þó er maðurinn þekktur hryðjuverkamaður yrst til hægri á þeim vettvangi. Rússar lýsa eftir honum sem slíkum, sem öfgasinna og hryðjuverkamanni sem sé sérlega hættulegur Rússum. Jarosh þessi hefur lýst því yfir að þeir sem ekki styðji uppreisnina muni vera meðhöndlaðir sem óvinir ríkisins. Þá hefur hann hvatt and-rússnesk samtök til að grípa til harðra aðgerða gegn Rússum. Hann hefur meira að segja hótað aðgerðum á rússnesku landi. 

Rússar hafa raunverulega ástæðu til að óttast þennan mann og "vini" hans. Hann barðist með Tetjénum í uppreisn þeirra gegn Rússum (1994-96) og hefur beðið leiðtoga þeirra að berjast vopnaðri baráttu með sér gegn Rússunum.

Kananum er nokk sama um þetta, þrátt fyrir allt tal þeirra um samstöðu í baráttunni gegn hryðjuverkum - já og Vesturlönd eins og þau leggja sig. Nú er um að gera að notfæra sér ástandið og koma sér fyrir í Úkraínu, hvað sem einhverjum fasistaöflum og hryðjuverkaliði líður.

Hræsnin er nefnilega alltaf söm við sig. 


mbl.is Auka hernaðarumsvif á svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt byrjunarliðsval

Freyr Alexandersson byrjar ekki vel sem landsliðsþjáfari kvennaliðsins í fótbolta. Slæmt tap gegn Sviss gaf ekki góða vísbendingu en þar notaðist hann fyrst og fremst við gömu jálkana eins og Katrínu Jónsson sem þó sagðist vera hætt. 

Nú fer hann í hinar öfgarnar. Tekur inn alveg óreyndar stelpur í leik gegn einhverju sterkasta kvennalandsliði heims en lætur reynslubolta eins og Katrínu Ómars, Fanneyju Friðriks og Dóru Maríu byrja á bekknum.

Þá hlýtur ráðning hans að vekja spurningar. Þetta er þjálfari sem ekki hefur sýnt neitt sérstakt hingað til, var t.d síðast þjálfari lélegs 1. deildar liðs Leiknis í karlaboltanum. 

Að ráða hann til þess knattspyrnulandsliðs sem hefur náð bestum árangri landsliða okkar undanfarið, sýnir í raun vanvirðingu gagnvart kvennaboltanum. Karlaliðið fær jú að hafa tvo þjálfara og það rándýra. Af hverju þessi munur?


mbl.is Skellur gegn Þýskalandi í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framvindan löngu skipulögð af Vesturlöndum?

Fullyrt hefur verið að uppreisnin í Úkraínu hafi verið mjög vel skipulögð af vestrænum ríkjum, ekki síst Bandaríkjamönnum. Til eru upptökur af því að aðstoðarutanríkisráðherrann í USA hafi sagt fyrir mörgum mánuðum að hann vildi fá núverandi "forsætisráðherra" Úkraínu sem leiðtoga þess.

Þá hafi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komið sínum mönnum að í ríkisstjórn landsins og sagt það forsendu þess að landið fengi aðstoð frá sjóðnum. Þegar er farið að ræða um skilyrði slíkrar aðstoðar, sem líkjast þeim skilyrðum sem Grikkir urðu að gangast undir. Draga úr opinberum útgjöldum, einkavæða opinbera geirann og draga úr áhrifum verkalýðsfélaga. 

Hvað afskipti Rússa af Krímskaga varðar, þá benda menn einnig á að Vesturlönd hafi gengið undan með gott fordæmi við að brjóta þjóðarrétt - svo sem með árásinni á Kósóvó 1999, innrásinni í Afganistan 2001 og ekki síst hið grófa brot á þjóðarrétti með innrásinni í Írak 2003.

Tal þeirra nú um brot Rússa á þjóðarrétti sé því eins og að kasta grjóti úr glerhúsi.


mbl.is Bjóða Úkraínumönnum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur Hjaltalín!

Nú gæti langa-langa-langa-langa-langamma Ragnars verið stolt af þessum afkomenda sínum, Mette Marie Jensen sýslumanns- og fógetafrú í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hún kom hingað upp í byrjun 18. aldar og giftist fyrsta Hjaltalínanum, Jón Oddssyni Hjaltalín sem var síðasti ábúandi í Vík á Seltjarnarnesi áður en staðurinn varð að kaupstað og nefndist Reykjavík.

Hann bjó einnig í Örfirisey og á Arnarhóli og afkomendur hans, og forfeður Ragnars, í Hlíðarhúsum (við Vesturgötuna) og að Rauðará (sbr. Rauðarárstígur). Ragnar er afkomandi hans í beinan karllegg (ef kirkjubækurnar ljúga ekki).

Danirnir snúa alltaf heim að lokum (en tolla þar að vísu stutt!)! 


mbl.is Ragnar hylltur á Parken (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni?

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé nú hræsni í byggingarfulltrúanum því fram kemur í fréttinni að það hafi komið á borð hjá honum nú í janúar sl. og einnig 2012. Þá er unnið eftir borgarskipulagi frá árinu 2006 sem varla getur talist svo gamalt.

Þá er það nokkuð hlálegt að sjá Hjálmar Sveinsson sverja af sér, og borgarmeirihlutann, alla aðkomu að málinu því það er algjörlega í samræmi við stefnu borgarmeirihlutans um að þétta byggðina og reisa svona turna. Sem dæmi um "turnana" má nefna hótelbyggingar við Höfðatún og við Hörpuna, sem nú standa yfir eða eru að byrja, og fleiri framkvæmdir í borginni þar sem er verið að reisa háhýsi eða hækka byggðina.

Að lokum má nefna sjálfa Hörpuna. Eftir að búið var að rífa vöruskemmur Eimskips við höfnina opnaðist þessi líka fína fjallasýn til norðurs af fjölfarnasta túristasvæði borgarinnar, Lækjartorgi, Lækjargötu og Bankastræti (og þar með tekið "of lítið tilliti til gömlu Reykjavíkur með fíngert mynstur og fallegar götulínur" (Hjálmar!)).

Svo þegar Harpan tók að hækka þá hvarf þessi fallega fjallasýn smám saman (þessi "einstaklega fallegi sjónás" eins og Hjálmar orðar það um Frakkastíginn) og eftir stendur þessi ljóti kumbaldi sem ég tel vera langversta skipulagsslys síðustu áratugina hér í borginni. Þá heyrðist ekki múkk frá Hjálmari né borgarstjórnarmeirihlutanum - en nú nálgast kosningar og þá er óhætt að taka upp hræsnistalið. Allt er jú leyfilegt til að ná í atkvæðin. 

Reyndar virðist hræsnin vera mun meiri hjá Hjálmari en byggingarfulltrúanum því fram kemur í máli þess síðarnefnda að ekki sé of seint að koma í veg fyrir þetta skipulagsslys. Til þess þurfi einungis pólitískan vilja.


mbl.is Verstu skipulagsmistök í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með fasistana?

Kastljós og fyrrum forsetaframbjóðandi, Þóra Arnórsdóttir, var með hámark hlutdrægninnar í umfjöllun um Úkraínu nú rétt í þessu. 

Talað var við bandarískan áróðursmeistara um það hvað fyrrum stjórnvöld í Úkraínu hafi verið spillt en ekki orð um hverjir það væru sem steyptu þessari "spilltu" stjórn af stóli.

Fréttir frá Svíþjóð herma hins vegar frá ýmsu miður fallegu frá uppreisnarmönnunum. Í dag var sagt frá sænskum hermanni sem var rekinn úr hernum fyrir ræðu sem hann hélt á Sjálfstæðistorginu nú í febrúar. Þar lýsti hann því yfir að Svíþjóð væri ekki lengur sitt land vegna dekurs á innflytjendum.

Þá sagði hann að minnihlutahópar nytu forréttinda og að 13 ára krökkum væri kennt hvernig mætti stunda kynlíf með innflytjendum og þroskahömluðum.  Allt tal hans einkenndist af útlendingahatri og rasisma.

Þetta tal féll auðvitað í kramið meðal "uppreisnarmanna" í Kænugarði - og kannski flestra vina "uppreisnarinnar" hér á Vesturlöndum?:

http://www.dn.se/nyheter/sverige/svensk-soldat-sparkas-efter-rasistiskt-kiev-tal/ 

 


mbl.is Reyna að komast til botns í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni Kanans

Merkilegt hvernig Kaninn lætur. Hann hefur verið uppvís að því að nota sömu rök og Rússar tvívegis, við eiigini innrás í Grenada og í Haíti á 9. áratug síðustu aldar, þ.e. undir því yfirskyni að vernda eigin borgara.

Svo má auðvitað nefna innrásina í Afganistan og Írak - og loftárásirnar á Libýu -, auk þess að kynda undir árökin í Sýrlandi og síðast en ekki síst morðin með Drónerunum illræmdu þar sem íbúar fjarlægra landa eru drepnir á dóms og laga og án þess að ógna USA á nokkurn hátt.

Svo heyrðist auðvitað ekki aukatekið orð frá þeim eða öðrum vestrænum leiðtogum þegar þungvopnaðir fasistar á sjálfstæðistorginu í Kænugarði skutu á lögreguna og drápu um 10 þeirra. Þá var og er engin athugasemd gerð um það að lögmætt kjörnum forseta landsins var steypt af stóli með hjálp sömu fasista og að þeir eigi nú sæti í stjórn landsins.

Þetta er auðvitað dæmi um mjög sérkennilega afstöðu vestrænna ríkja til fasimans en vægð þeirra gagnvart honum leiddi til yfirtöku hans í Þýskalandi og Ítalíu á sínum tíma og hörmunga seinni heimstyrjaldarinnar.

Er verið að bjóða uppá sama ferli núna - bara til þess að klekkja endanlega á Rússum - og ljúka þar með kalda stríðinu algjörlega (með hálf-fasistískri Evrópu)?

Það yrði þá líkt öðru svo sem aðgerðarleysi vestrænna ríkja (með Kanann í broddi fylkingar) við byltingu hersins í Egyptalandi, sem virðist ekki hafa neinar afleiðingar fyrir Egypta, og svo auðvitað framferði Ísraels gagnvart Palestínumönnum sem er látið gjörsamlega óátalið.


mbl.is Rússland gæti misst sæti sitt í G8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fasistar", af hverju gæsalappir?

Hin borgaralega, vestræna pressa stendur sig vel í að fela hverjir það voru sem leiddu uppreisnina í Úkraínu. Þetta er í samræmi við stefnu vestrænna stjórnvalda sem láta eins og fasistarnir hafi hvergi komið nálægt henni.

Nú er svo komið að flokkur hægri-öfgamanna, Svoboda sem er með 10% þingmanna á úkraínska þinginu, er kominn í ríkisstjórn. Vinnubrögðin sem þeir hafa í héraðinu sem þeir stjórna í vesturhluta landsins, sýna hverju menn geta nú átt von á í landinu öllu. Þeir banna flokk forsetans, banna kommúnistaflokkinn og merkja sérstaklega þau hús þar sem gyðingar búa.

Þetta síðastnefnda skýrir reyndar hve Bandaríkjamenn eru í raun varkárir í stuðningsyfirlýsingum sínum við nýju herrana í Kiev. Áhrif gyðinga í demókrataflokknum bandaríska eru það mikil að Obama forseti myndi aldrei þora að styggja þá með því að lýsa yfir eindregnum stuðningi við fasistísk uppreisnaröflin. Samtímis vonast USA eftir að geta komið upp herstöð í landinu með hjálp nýrra stjórnvalda.

Nýjasta af yfirtöku fasismans í Úkraínu er það að styttur sem minnast sigurs Sovétríkjanna sálugu yfir herliði nasista í seinni heimsstyrjöldinni hafa verið brotnar niður og eyðilagðar:

http://klassekampen.no/article/20140228/ARTICLE/140229949

Já, það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála á þessum bæ á næstunni. 


mbl.is Vill tryggja öryggi íbúa á Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænir nasistar streyma til Kiev!

Í ljósi þess að nasistar hafa stjórnað mótmælaaðgerðunum á Sjálfstæðistorginu í Kiev gegn réttkjörnum stjórnvöldum í Úkraínu, náð að fella stjórrnina og komast sjálfir í ríkisstjórn (Svobodaflokkurinn), þá hafa nasistar hvaðanæfa úr Evrópu streymt til Kænugarðs til að taka þátt í þessari hægri-byltingu.

Þar eru norrænir nasistar, einkum sænskir og norskir, sérstaklega áberandi, sjá http://www.thedailybeast.com/articles/2014/02/28/the-swedish-neo-nazis-of-kiev.html

Þeir segja að þetta sé barátta sem sé rétt að hefjast og muni breiðast út um alla Evrópu - hún beinist gegn vestrænum lífsgildum og frelsishugsjónum. Við lesturinn á skoðunum eins þeirra, sænsks nýnasista, sést að skoðanir hans líkjast mjög skoðunum fjöldamorðingjans norska, Breiviks.

Já, það er þetta sem ESB og USA er að styðja til valda í Úkraínu.

Sjá einnig: http://www.dn.se/nyheter/varlden/svenska-hogerextremister-var-pa-plats-i-ukraina/

 

 


mbl.is Biður um aðstoð frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 464319

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband