Færsluflokkur: Dægurmál
7.1.2023 | 19:37
Ótrúleg hugmynd!
Lundur er gamall bóndabær, nær hundrað ára gamall sem lengi stóð langt fyrir ofan Akureyrarbæ en nú er skrýmsli nútímans búið að teygja anga sína þangað.
Og nú á að rífa þetta óðalssetur, eitt af þeim fáu sem til eru á landinu! Allt til að græða einhverja smáaura en valda óheyrilegu menningarlegu tjóni!!!
Já "nútíminn er trunta með tóman grautarhaus / hjartað það er hrímað og heilinn gengur laus."
Var svo einhver að segja að græðgi væri góð?
https://www.facebook.com/minjasafnid.is/photos/a.186618941931/10157116112436932/?type=3
![]() |
Lagt til að Lundur verði rifinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2023 | 08:51
Dönskusletta!!
Orðið fiskari hefur auðvitað enga réttmæta hefð í íslensku máli því þetta er dönskusletta, fisker, eða gæti jafnvel verið komið úr sænsku (fiskare). Hingað til hafa dönskuslettur 16. og 17. aldar ekki verið taldar eiga sér tilverurétt í íslenskunni.
Því er athyglisvert að þessi helsti "módernistinn" í íslenskri málfræði skuli leita þetta langt aftur í tímann til að réttlæta orðskrípi sem þetta. Hann er þó reyndar þekktur fyrir að þykja slettur ekkert tiltökumál og vera eðlilegur þáttur í þróun málsins, þó einkum uppá amerísku en ekki skandinavísku!
Málfræðingar fara þá kannski að lesa Jón Vídalín eða Hallgrím Pétursson til að finna dönskuslettur til að nota í rétttrúnaðarátaki nútímans?
![]() |
Verið að endurvekja gamalt orð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2023 | 19:29
Enn drottningarviðtöl við borgarstarfsmenn
Fjölmiðlar fara vissulega silkihönskum um starfsmenn og pólitíska fulltrúa höfuðborgarinnar þegar þeir fjalla um það ófremdarástand sem ríkir í snjómokstursmálum um alla borg. Í miðbænum eru nær engar gangstéttar mokaðar sem og engin bílastæði þó þau séu auð og hægðarleikur að moka þau síðarnefndu. Þá eru engar kröfur gerðar til eigenda rafhjóla (hoppfyrirtækjanna) um að fjarlægja hjólin sem liggja eins og hráviður á öllum stígum svo engin leið er til að ryðja þá.
Þá er engum snjó ekið í burtu heldur einfaldlega rutt af götunum upp að gangstéttunum eða bílastæðunum. Ef það gerir blota, sem er verið að spá um helgina, þá er viðbúið að það verði flóð og skemmdir af þeim völdum, sem borgin mun að sjálfsögðu ekki bera kostnað af, heldur almenningur. Samt eru íbúarnir að borga himinhá gatnagerðargjöld og í miðbænum stórfé í bílastæðagjöld en fá sáralitla þjónustu í staðinn.
Málið er auðvitað það að hér er verið að spara og það ekkert smávegis (og þar með að spara aurinn meðan milljörðum er fleygt í einhver gæluverkefni). Fréttir um að borgin hafi samið við verktaka uppá 20 snjómoksturstæki eða svipaðan fjölda og nágrannabæjarfélögin hvert um sig, hefur vakið verðskuldaða athygli og er auðvitað ekkert annað en stórhneyksli.
Ætlar hinn almenni borgari virkilega að láta bjóða sér þetta án þess að gera neitt í málunum? Fólk hefur safnast saman til mótmæla af minna tilefni en þessu: Vanhæf borgarstjórn!
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/12/19/hlutfallslega_faest_moksturstaeki_i_reykjavik/
![]() |
Litlu tækin of lítil og stóru of stór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2023 | 21:21
"yfir sjávarmáli"?
Hvaða endemis rugl er þetta? Hvernig á blessuð konan að vita hversu hátt yfir sjávarmáli lóð hennar stendur? Er ekki nær að miða við háð trjánna sjálfra sem ætti að vera mun auðveldara að mæla?
Svo er af meðfylgjandi mynd að sjá að trén séu alls ekki há - og fáránlegt að tala um 60 metra há tré (það yrðu þá með hæstu trjám á landinu)!! Hér eiga spekingarnir í héraðsdómnum eflaust við 60 metra yfir sjávarmáli, hvernig sem þeir annars hafa fengið það út.
Og nákvæmnin maður sæll. Hún er aðdáunarverð. Nákvæmlega sagt um hæð, um halla frá lóðarmörkum osfrv. Þá er nú yfirleitt ekki takað um að klippa tré (aðeins greinar), heldur fella þau því varla verður stýft oftan af þeim svo vel sé.
![]() |
Dæmd til að klippa trjágróður sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2022 | 08:59
Ekkert að veðri!
Veðurstofan og Almannavarnir eru að verða einhvert helsta vandamál þessarar þjóðar. Veðurstofan spáir ítrekað vitlaust og Almannavarnir stökkva til af minnsta tilefni og fá Vegagerðina til að loka vegum - þó ekkert sé að veðri!
Gular og appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu og hvassviðris þegar ekkert snjóar og varla hreyfir vind!
Flugfélögin falla fyrir þessu og fresta ferðum algjörlega að ástæðulausu - og kenna svo öðrum um vitleysuna í sér.
Já, Veðurstofan og Almannavarnir kosta samfélagið dýrt - og gera almenningi lífið leitt. Þessum stofnunum finnst nefnilega svo gaman að hafa vit fyrir fólki, þó að vitið sé takmarkað hjá þeim sjálfum. Kominn tími til að leggja þessi fyrirbæri niður?
![]() |
Erum ekki sloppin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2022 | 08:04
Snjómokstur langt fram úr áætlunum?
Eitthvað hljómar nú þetta undarlega hjá Vegagerðinni því það byrjaði ekki að snjóa á Suður- og suðvesturlandi fyrr en 17. desember. Það munaði aðeins einum til tveimur dögum að það væri met hversu seint snjóaði.
Þannig að það er eitthvað undarlegt með þessar "áætlanir" Vegagerðarinnar. En líklega eru þau sem þar starfa einfaldlega að ljúga þessu til að fá meira fjármagn frá ríkinu til að leika sér með.
Það síðastnefnda heyrðist manni reyndar í drottningarviðtali við forstjóra Vegagerðarinnar fyrir stuttu síðan. Hún kvartaði mikið yfir litlu fjármagni og fullyrti að fjársvelti væri aðal ástæða þess hversu illa gengi að moka þjóðvegina!
Það virðist sem sé gleymast hversu seint á ferðinni snjórinn var - og Vegagerðin gerir sitt til að fela það.
![]() |
Snjómokstur langt fram úr áætlunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2022 | 18:44
Eða miklu minna mokað?
Það er full ástæða að spyrja sjálfan sig og aðra hver sé ástæða þess að stofnbrautir úti á landi sem og á suðvesturhorninu, eru lokaðar dögum saman þótt lítið sem ekkert sé að veðri.
Það eru margir sem muna illvirðistíðina fyrir aldamótin þegar nær alltaf var haldið opnu, næstum sama hversu vitlaust veðrið var (og þá var það miklu verra en nú).
Er ástæðan sú að hið opinbera og sveitarfélögin sjá ekki lengur um snjómoksturinn heldur verktakar (sem vilja jú kosta sem minnstu til fyrir sem mestan gróða)?
Ferðaþjónustuaðilar velta t.d. fyrir sér hvort það hafi verið mistök að bjóða út snjómoksturinn: "Eru þeir sem eru að taka að sér þjónustuna ekki eins vel tækjum búnir og Vegagerðin var áður?
Sama á auðvitað um mokstur á höfuðborgarsvæðinu sem mikið er kvartað yfir þessa dagana. Búið er að úthluta verktökum snjómoksturinn og standa þeir sig vægast sagt illa. Spurning hvort að ekki sé komið að því að sveitarfélögin taki aftur yfir moksturinn og það sem fyrst. Einnig gildir það sama um sorp sem hefur víða ekki verið hirt síðan löngu fyrir jól, einkum það sérflokkaða, enda skilst mér að verktakarnir sem eiga að sjá um að hirða það á öllu höfuðborgarsvæðinu, hafi aðeins yfir tveimur bílum að ráða og annar sé bilaður!! En við, almenningur, eigum að moka frá tunnunum fyrir þá, sem aldrei koma til að tæma þær!
Já, viðbáran hjá Vegagerðinni og fulltrúum sveitarfélaganna er alltaf hin sama: vesenið er öllum öðrum að kenna en "sparnaðar"ráðstöfunum þeirra. Bent hefur þó verið á að sparnaðurinn er enginn, nema í vinnu áðurnefndra kerfiskalla og -kellinga, auk þess sem fjárhagslegt tjón vegna ófærðar er gríðarlegt.
En þegar allt kemur til alls er þetta líklega Rússunum og stríðinu í Úkraínu að kenna, rétt eins og dýrtíðin, orkuokrið, gríðarhár flutningskostnaður og samdrátturinn í velferðarþjónustunni - og það um öll Vesturlönd.
![]() |
Miklu fleiri óvanir ökumenn á ferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2022 | 19:56
Þessi maður ætti að skammast sín!
Það kemur klárlega fram hjá Katrínu Jakobsdóttur, þegar hún gerði grein fyrir bótunum til Erlu Bolladóttur, að þær séu eingöngu vegna fangelsisvistunar hennar útaf Guðmundar- og Geirfinnsmálunum (sem hún var jú alsaklaus af eins og allir þeir sem þegar hafa fengið himinháar bætur fyrir, nema hún fyrr en núna) en tengist á engan hátt Klúbbsmálinu sem fjórmenningarnir voru sakaðir um (barsala á smygluðu áfengi, sem tengdist meintu morði á þessum Geirfinni, ofl.).
Eins og segir í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu tekur samkomulagið við Erlu eingöngu til gæsluvarðhalds hennar vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og kemur á engan hátt sakargiftum fjórmenninganna við.
Magnús ætti því einfaldlega að skammast sín fyrir þessi orð, en reyndar efast ég um að hann kunni það.
![]() |
Þetta er auðvitað algjörlega galið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2022 | 10:15
Árinni kennir illur ræðari
Það er fróðlegt að heyra í forstjórum íslensku flugfélaganna tveggja og Isavia hverjum flugumferðaöngþveitið sé að kenna, þ.e. Vegagerðinni. Það hafi alltaf verið flugfært en hvorki hægt að koma farþegum á flugvöllinn eða frá honum.
Þó svo að Vegagerðin hafi staðið sig með fádæmum illa, er það sama hægt að segja um flugfélögin og Isavia.
Icelandair og Play aflýstu nær öllum flugferðum til að byrja með, þó svo að farþegar væri komnir í flughöfnina, á meðan flestöll önnur flugfélög fóru í loftið eða lentu (a.m.k. á tímabili).
Þá var og er upplýsingagjöf flugfélagana lítil sem engin. Hvorki hægt að ná í þau í síma eða á netinu og engir starfsmenn þeirra á flugvellinum í Keflavík!
Sama má segja um Isavia. Þjónustan í flugstöðinni hefur verið mjög léleg, langar biðraðir við þá fáu matstaði sem þar eru, stöðin illa kynt, ekki boðið uppá ábreiður fyrir farþegana né hvíldar- og/eða svefnstaði. Flughöfnin fær lægstu einkunn allra flugvalla í heiminum og hefur svo verið í mörg ár!
Já það er alltaf gott að kenna öðrum um - og einkar viðeigandi að hrósa starfsfólkinu fyrir frábæra frammistöðu! Málið er þó auðvitað það, að því er sagt af forystunni að gera sem allra minnst (til að halda niðri kostnaði)!
Já, gróðahyggjan gengur jú alltaf fyrir.
Það er hins vegar afar heimskulegt því það ferðafólk sem lenti í þessu klúðri mun forðast að koma hingað aftur og mun einnig afráða kunningjum sínum að gera það.
Þessi frammistaða allra viðkomandi aðila kemur þannig niður á ferðaþjónustunni og þar með á þjóðarbúinu öllu.
![]() |
Þrekvirki unnið við að koma 17 vélum í loftið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2022 | 18:22
"Focking fréttamenn"!
Kannski er eitthvað til í þessu sem Argentínumenn syngja um íþróttafréttamenn. Þeir syngja aldrei "hóru" fréttamenn heldur "focking" sem er yfirleitt þýtt á íslensku sem fjandans eða bölvaðir (Kaninn blótar jú alltaf klámyrðum - og hafa sumir einfeldningar tekið það upp eftir þeim).
Norðurlandabúar ákalla hinsvegar kölska gamla í sínum blótsyrðum. "Fjandans" fréttamennirnir eru þannig í fýlu útaf engu!
Spældir vegna þessa að Evrópuþjóðunum gekk yfirleitt illa í mótinu og vegna þess hve Katar fékk góða einkunn fyrir mótið (menningar-rasimi vestrænna þjóða)?
![]() |
Krefja Messi um afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar