Færsluflokkur: Dægurmál
30.11.2022 | 17:43
Danir úr leik!!!
Þetta HM í Katar hefur boðið uppá athyglisverð úrslit sem sýna að Evrópuþjóðirnar eru að gefa eftir - ekki síst leikirnir í dag. Danir tapa fyrir Áströlum (og eru úr leik) og Frakkar fyrir Túnis!! Þá hefur Marokkó komið mjög á óvart með því að vinna Belga.
Mótið hefur verið mjög vel heppnað til þessa, leikirnir flestir spennandi og umgjörðin eflaust sú besta sem hefur sést hefur á HM nokkru sinni.
Samt er enn verið að fetta fingur út í að leikarnar séu haldnir í Katar og allt hið neikvæða tínt til en hinu jákvæða sleppt alfarið. Evrópuþjóðirnar (og Kaninn með helstu vinaþjóðum þeirra) hafa verið einkar duglegar við þetta enda er Katar ein af óþekku þjóðunum sem ekki fara alveg eftir línunni frá Pentagon.
Danir hafa ekki látið sitt eftir liggja og ætluðu í lengstu lög að spila með "one love" borða þó svo að áróður sé bannaður samkvæmt reglum Fifa (alþjóða knattspyrnusambandsins).
Engin virðing er borin fyrir menningu heimaþjóðarinnar enda eru hinir rétttrúuðu sannfærðir um yfirburði vestrænna "gilda" og leitast við að útbreiða þau með öllum tiltækum ráðum (helst með ofbeldi). Þetta minnir mikið á nýlendustefnu fyrri tíma þar sem kúgun á ríkjum í þriðja heiminum var réttlætt með útbreiðslu "kristinna" gilda (þ.e. trúboði). Það var auðvitað yfirskin til að blóðmjólka þessar þjóðir.
Og enn eru Vesturlönd við sama heygarðshornið. Danir til dæmis hafa tekið mikinn þátt í uppbyggingunni í Katar fyrir leikanna og grætt drjúgum á því - um leið og þeir tala um samfélagslega ábyrgð og stuðning við mannréttindi, ásamt fleiru.
Meira að segja danska utanríkisráðuneytið hefur tekið fullan þátt í að útvega dönskum fyrirtækjum verkefni í landinu.
Já, Danir, sem og önnur Vesturlönd, þykjast vísa veginn en fara hann svo auðvitað ekki sjálfir.
Hræsnin er alltaf söm við sig:
![]() |
Ástralir komnir í sextán liða úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2022 | 19:54
Tylliástæða til að taka fullan þátt í Úkraínustíðinu?
Eins og allir vita hafa Vesturlönd tekið óbeinan þátt í stríði Úkraínumanna gegn Rússum, með áður óþekktum fjölda af vopnasendingum og fjármunaaustri til úkraínskra stjórnvalda til að koma Rússum um koll, helst með það að markmiði að steypa Pútín og stjórnvöldum í Kreml - og losa þannig við óþægan ljá í nágrannagarði sínum.
Þetta hafa Vesturlönd, með Bandaríkjamenn, NATÓ og Evrópusambandið leikið fyrr og síðar, bæði í Evrópu (fyrrum Júgóslavíu t.d.) og í Miðausturlöndum nær (afskiptum af innanríkismálum í Afganistan, Írak, Lýbíu og Sýrlandi, yfirleitt með beinum innrásum eins og í Afganistan, Írak og Lýbíu).
Og nú skal tekið fullan þátt í stríðinu í Úkraínu með því að senda flugher og hermenn til að stríða gegn Rússum. (Tylli)ástæðan? Jú, árás á NATÓ-land, þ.e. Pólland, er samasem árás á öll Natólönd og verður svarað á sama hátt!
Áróðurinn fyrir beinum afskiptum er þegar hafinn eins og mátti sjá í kvöldfréttum Rúv nú áðan. Þennan áróður má meira að segja heyra í lýsingum á íþróttaviðburðum!!!
Það er auðvitað spurning af hverju Rússar eru að sprengja þetta nálægt Póllandi, vitandi um áhættuna. Ástæðan getur varla verið önnur en sú að vopnasendingar Vesturlanda til Úkraínuhers fari þarna í gegn. Þetta sé þannig tilraun Rússa til að eyðileggja þessi vopn, áður en þau verða notuð í stríðinu, vopn sem hafa gjörbreytt því og sett Rússa í mikinn vanda.
Og hvað með tylliástuna til að hefja stórfellda þátttöku í stríðsátökunum? Hvaða afleiðingar getur það haft í för með sér? Kjarnorkustríð? Kannski ekki.
Hins vegar er meira en líklegt að Kína muni ekki sitja hjá ef reynt verið að ganga milli bols og höfuðs á Rússum. Þá gæti þessi útþennslustefna NATÓ og Evrópusambandsins í austur orðið þeim dýrkeypt - sem og öllu mannkyni.
Er ekki kominn tími til að mótmæla þessum stríðsáróðri á Vesturlöndum og stríðsþátttöku vesturveldanna - og stigmagnandi átökum?
Hernaðaraðstoðin við Úkraínu hefur leitt til stighækkandi orku- og matvælaverðs í Evrópu og bitnað mest á almenningi en þeir ríkari - og þeir sem ráða málum - mata krókinn. Þetta hefur verið kallað græðgisbólga í stað verðbólgu og er auðvitað ekkert annað. Gósentíð kapitalistanna. En af hverju á saklaus almenningur að líða fyrir þetta bull?
![]() |
Rússneskar flaugar drápu tvo í Póllandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2022 | 19:09
Skot á Kristrúnu, formann Samfylkingarinnar, eða bónorð?
Það var mikið hlegið á Landsfundinum þegar Bjarni Ben flutti stefnuræðu flokksins og nefndi það að Kristrún Frostadóttir hafi verið varamaður í skólanefnd Garðabæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En kannski voru þetta ákveðin skilaboð til flokksmanna um að Kristrún væri nú ekki svo langt frá Sjöllunum - og væri alveg til í samstarf með þeim, þvert á stefnu Samfylkingunnar undir stjórn Loga Einarssonar.
Kristrún hefur jú lagt til hliðar tvö af helstu stefnumálum flokks síns, aðildina að Evrópusambandinu og nýja stjórnarskrá, og þannig nálgast Sjálfstæðisflokkinn mjög.
Einnig má geta þess að Kristrún hefur starfað hjá Viðskiptaráði, sem var helsti áróðursaðilinn fyrir útrásina og nýfrjálshyggjuna fyrir Hrun - og pantaði hina frægu skýrslu árið 2006 um að allt væri í þessu fína í íslensku fjármálakerfi og íslensku bankarnir stæðu mjög vel - þetta aðeins tveimur árum fyrir Hrunið.
Síðan starfaði hún hjá Kvikubanka sem er afsprengi MP-banka og eini starfandi banki landsins sem hafði bein tengsl við Hrunútrásina.
Nú er þessi nýfrjálshyggjukona orðinn formaður Samfylkingarinnar, sem sýnir augljósa hægrisveiflu flokksins, og er strax farin að daðra við íhaldið.
Spurning hvort við eigum von á nýrri Hrunstjórn og það fyrr en varir?
Alla vega er Sjálfstæðisflokkurinn til í nýtt frjálshyggjuævintýri ef marka má drög að stefnuskrá flokksins, sem hefur farið undarlega hljótt í fréttaflutningi fjölmiðla af landsfundinum. Einungis Kjarninn hefur bent á þetta í aðdraganda fundarins. Spurning hvort að formannskjörið sé ekki einfaldlega leikrit til að fela stefnuskrána, enda enginn málefnalegur munur á frambjóðendunum tveimur?
Hér má sjá hluta af drögum stefnuskárinnar, sem alveg örugglega verða samþykkt óbreytt:
![]() |
Vorkennir flokksmönnum Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2022 | 18:34
Sérkennilegt útspil Katrínar
Það að vilja að Norðurlönd beiti sér fyrir kjarnorkuafvopnum skýtur mjög skökku við umræðuna í Svíþjóð og Finnlandi um þessar mundir vegna aðildarumsóknar þeirra í NATO.
Stjórnvöld í báðum þessum löndum hafa nefnilega gefið í skyn að þau gætu vel hugsað sér að leyfa kjarnorkuvopn í sínum löndum eftir að hafa gengið í Atlandshafsbandalagið, halda því allavega opnu.
Danir og Norðmenn hafa þegar leyft kjarnorkuvopnuð skip frá Bandaríkjunum að koma í sína lögsögu - og sterkur grunur leikur á að þau séu þegar í bækistöðum NATO í Noregi (og jafnvel við Bornholm), enda er fyrirsláttur þessara landa um að leyfa ekki kjarnorkuvopn á friðartímum mjög loðinn og teygjanlegur (hvað eru t.d. "friðartímar"?).
Þetta útspil Katrínar er þannig mjög á skjön við umræðuna á Norðurlöndunum og eindregna afstöðu þeirra gegn Rússum í stríðinu í Úkraínu.
Spurning hvort að forsætisráðherrann okkar, og hennar starfslið, sé svona illa að sér um umræðuna ytra eða að hún sé með einhvern yfirdrepsskap, eitthvað leikrit fyrir sitt fólk hér heima sem enn er í andstöðu við NATO-aðildina?
Hvort sem er raunin þá er hætt við að aðrir leiðtogar Norðurlandanna þyki þetta sérkennilegt yfirlýsing, ef ekki beinlínis hlægileg. Hún sé að gera sig að fífli með þessu.
Er hennar tími kannski einfaldlega liðinn - og stjórn hennar að springa?
![]() |
Norðurlöndin beiti sér fyrir kjarnorkuafvopnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2022 | 16:14
Kratar ættu að segja sem minnst
Þegar saga Íbúðalánasjóðs og lánamála þess er athuguð kemur í ljós að Samfylkingin er þar alls ekki saklaus. Því ætti þessi Jóhann Páll að fara varlega í að slá sig til riddara og gagnrýna aðra (Framsókn aðallega) fyrir aðkomu þeirra að málinu.
Íbúðalánasjóður átti, ásamt bönkunum og pólitíkusunum, sök á húsnæðisbólunni fyrir hrun, ein aðalástæða Hrunsins, með því að hækka hámarkslán til íbúðakaupa upp í 90%. Það studdi Jóhanna Sigurðardóttir, sem þingmaður, heilshugar.
Um svipað leyti vann Árni Páll Árnason sem lögmaður fyrir Íbúðalánasjóð og varði breytingu húsbréfa sjóðsins í íbúðabréf en það töldu margir vera ólöglegan gjörning. Árni Páll hélt því hins vegar fram að hann væri löglegur. Þessi breyting er eins og kunnugt er helsta ástæða gjaldfalls Íbúðalánasjóðs.
https://www.ruv.is/frett/thvertok-fyrir-ad-hafa-att-hugmyndina
Varla þarf að taka fram að bæði Jóhanna og Árni Páll urðu formenn Samfylkingarinnar og Jóhanna meira að segja forsætisráðherra landsins í fjögur ár.
![]() |
Úr buxnavasanum hægra megin eða vinstra megin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2022 | 18:49
Blessuð borgin
Mér skilst að þetta vandamál við þennan leikskólann hafi lengi staðið yfir. Deildum skólans hafi verið lokað einn dag í viku undanfarnar vikur, m.a. vegna "manneklu"! Í lok síðustu viku var svo leikskólanum lokað og hefur hann verið lokaður síðan. Borgin lofaði, dag eftir dag, að börnunum yrði komið fyrir í öðrum leikskólum í nágrenninu en það hefur ekki staðist þegar þetta er skrifað (á miðvikudegi), foreldrunum til mikilla óþæginda.
Einkennilegt er hversu lítið hefur verið fjallað um þetta mál í fjölmiðlum, í ljósi þess hve mikil áhrif það hefur á vinnu foreldranna og/eða annarra aðstandenda barnanna.
Og þetta er auðvitað ekki eina dæmið um klúður í rekstri leikskólanna, né það fyrsta, heldur eru þau fjölmörg.
Miðað við batteríið, sem þetta borgarapparat er orðið, mætti vel spyrja sig hvort starfsmenn borgarinnar séu ekki meira og minna vanhæfir og kominn tími til að hreinsa þar almennilega út?
Líklega er nú kominn tími til að fylkjast út á göturnar, eins og gert var í búsáhaldabyltingunni, og hrópa: Vanhæf borgarstjórn (því það er hún svo sannarlega)!
![]() |
Engan óraði fyrir skólpmenguninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2022 | 16:50
Stormur í vatnsglasi?
Það er margt sem bendir til þess að lögreglan hafi farið offari í þessu máli. Hún hefur allavega dregið mjög í land varðandi hættu á hryðjuverkum og að árásir hefði átt að gera á sjálfa lögregluna (á árshátíð þeirra!).
Ljóst er að hún hefur hlerað síma þeirra sem hún handtók fyrir um viku síðan en sleppti strax aftur - og heyrt svo einhver reiðiorð þeirra í garð lögreglunnar vegna handtökunnar (og túlkað þau sem hryðjuverk!).
Svo er auðvitað tímasetning þessara aðgerða grunsamleg eða um sömu mund og dómsmálaráðherrann harðsvíraði boðar frumvarp sem heimilar lögreglu stóraukið eftirlit með borgurunum í "fyrirbyggjandi" aðgerðum. Með þessu frumvarpi getur almenningur, sem á engan hátt hefur verið bendlaður við nokkuð misjafnt, átt á hættu að vera hleraður, fylgst með honum hvert sem hann fer osfrv.
Lögregluríki sem sé (Big brother is watching you!).
Þá er hlutur ríkislögreglustjóra athyglisverður í þessu máli, vanhæf(ur), en einnig eins og komið hefur fram, að hún svari ekki eftirlitsaðila stofnunar hennar, sjálfum ríkissaksóknara, og hefur ekki gert það í sex ár!
Eftirlit með lögreglunni er sem sé ekkert og hefur reyndar aldrei verið! Hún getur því hagað sér eins og henni sjálfri sýnist og starfað þannig sem ríki í ríkinu.
Svo var þessi fjölmiðlafundur algjör farsi. Ekkert nýtt kom fram og nær allt dregið til baka (nema vopnafundurinn).
![]() |
Ríkislögreglustjóri sagði sig frá rannsókninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2022 | 17:44
Yfirlýsingaglaðir "eldfjallafræðingar"
Þeir eru yfirlýsingarglaðir herramennirnir Ármann Höskuldsson og kollegi hans Þorvaldur Þórðarson og ósparir á yfirlýsingar um hugsanlegt tjón af eldgosinu. Þeir læra ekkert af fyrra gosi en þá voru þeir ekki heldur sparir á hræðslu- og hamfaraáróðurinn. Þá töluðu þeir um, í byrjun goss, að það væri um 8-18 daga að fylla Geldingardalinn og streyma niður í Nátthaga og svo til Grindavíkur sem auðvitað gerðist aldrei eins og allir vita!
Eftir að hraunið fór að steyma niður í Nátthaga í fyrra gosinu sögðu þessir sömu spekingar að það tæki hraunið eina og hálfa viku að ná Suiðurstrandarvegi, sem var auðvitað hreinar ýkjur og ber vott um athyglissýki þeirra. Hraunið komst jú aldrei nálægt veginum!
Hraunrennsið þá eins og nú var og er mjög hægt og hleðst aðallega upp en dreifir ekki mikið úr sér.
Magnús Tumi Guðmundsson er ekki með eins mikla athyglisþörf og áðurnefndir herramenn og bendir á, rétt eins og í fyrra gosinu, að framgangan núna sé nákvæmlega eins og búast mátti við, engin dramatík þar í gangi:
https://www.visir.is/g/20222296017d/hraun-vid-thad-ad-renna-ut-ur-meradolum
![]() |
Hraunið gæti komist að veginum eftir nokkra daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2022 | 17:38
Í suðurátt?
Sólin kemur upp í austri og í vestri sest hún niður (í dalnum þar sem ég opnaði augun / í árdaga ríkir kyrrð og friður)
(Megas)
![]() |
Malbika Bústaðaveg annað kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2022 | 19:03
Nú á að fórna Kúrdum í Tyrklandi
Ljóst er með þessari skyndilegu eftirgjöf Tyrka varðandi umsókn Svía að NATÓ, að Tyrkir hafa fengið fram allt það sem þeir kröfðust: Að Svíar lýsi því yfir að PKK, stjórnmála- og frelsissamtök Kúrda í austur-Tyrklandi, verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök og fólk í þeim flokki sem hefur búið í Svíþjóð í tugi ára, verði framselt til Tyrklands til að dúsa þar í fangelsi það sem eftir er ævinnar (eða verða teknir af lífi).
Og þetta allt til að komast í hið dýrðlega friðarbandalag NATÓ.
Reyndar hafa Svíar verið á leið þangað í mörg ár. Þeir tóku þátt í innrásinni í Afganistan og voru með herlið þar til fyrir skemmstu - og þeir hafa einnig verið í hermannaleik í Írak og Sýrlandi ef ég man rétt - með hinum NATÓ-þjóðunum.
Frelsið er yndislegt - ég geri það sem ég vil - var sungið eitt sinn. Og enn er það sungið, þó svo að frelsishjalið sé fyrir löngu orðið innantóm orð - og hið svokallaða lýðræði á Vesturlöndum sömuleiðis. Hér er gefið skít í hvað almenningi finnst - ef honum finnst þá nokkuð því áróðurinn er búinn að gera hann heiladauðann.
Hér er svo flott grein um lygina á Vesturlöndum um þessar mundir. Lesið endilega:
https://www.ruv.is/frett/2022/06/29/loksins-getum-vid-slokkt-a-fridarsulunni-i-videy
![]() |
Söguleg stund en óviðeigandi hjá Tyrkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 462893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar