Færsluflokkur: Dægurmál
3.7.2022 | 17:38
Í suðurátt?
Sólin kemur upp í austri og í vestri sest hún niður (í dalnum þar sem ég opnaði augun / í árdaga ríkir kyrrð og friður)
(Megas)
![]() |
Malbika Bústaðaveg annað kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2022 | 19:03
Nú á að fórna Kúrdum í Tyrklandi
Ljóst er með þessari skyndilegu eftirgjöf Tyrka varðandi umsókn Svía að NATÓ, að Tyrkir hafa fengið fram allt það sem þeir kröfðust: Að Svíar lýsi því yfir að PKK, stjórnmála- og frelsissamtök Kúrda í austur-Tyrklandi, verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök og fólk í þeim flokki sem hefur búið í Svíþjóð í tugi ára, verði framselt til Tyrklands til að dúsa þar í fangelsi það sem eftir er ævinnar (eða verða teknir af lífi).
Og þetta allt til að komast í hið dýrðlega friðarbandalag NATÓ.
Reyndar hafa Svíar verið á leið þangað í mörg ár. Þeir tóku þátt í innrásinni í Afganistan og voru með herlið þar til fyrir skemmstu - og þeir hafa einnig verið í hermannaleik í Írak og Sýrlandi ef ég man rétt - með hinum NATÓ-þjóðunum.
Frelsið er yndislegt - ég geri það sem ég vil - var sungið eitt sinn. Og enn er það sungið, þó svo að frelsishjalið sé fyrir löngu orðið innantóm orð - og hið svokallaða lýðræði á Vesturlöndum sömuleiðis. Hér er gefið skít í hvað almenningi finnst - ef honum finnst þá nokkuð því áróðurinn er búinn að gera hann heiladauðann.
Hér er svo flott grein um lygina á Vesturlöndum um þessar mundir. Lesið endilega:
https://www.ruv.is/frett/2022/06/29/loksins-getum-vid-slokkt-a-fridarsulunni-i-videy
![]() |
Söguleg stund en óviðeigandi hjá Tyrkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2022 | 20:10
Eitthvað um "snjóbrot"?
Skógræktin er alltaf söm við sig í áróðrinum. Allt í himnalagi og skógurinn dafnar ár frá ári án nokkurra affalla sem heiti geti. Þetta er auðvitað sett fram sem innlegg í þessa peningahít sem Skógræktin er og hefur verið alla tíð - og nú til að geta gróðursett milljón fleiri plöntur en í fyrra og fengið þann pening sem það kostar í vasann frá Ríkinu.
Sannleikurinn er hins vegar sá að það stórsér á trjám eftir þennan snjóþunga vetur, allavega hér syðra, einkum birkinu en einnig öðrum lauftrjám. Skaflamyndun var meiri en lengi þó svo að ástandið hafi verið enn verra árið 2019.
Ljóst er að Ísland er alveg á mörkum þess að hægt sé að rækta hér skóg, hvað þá að leggja í mjög kostnaðarsama skógrækt eins og Skógræktin er að fara framá.
Nær væri að sinna þeim trjám og skógi betur sem þegar er búið að planta, þannig að það verði ekki eins og að ganga um hamfarasvæði þegar farið eru um skógana þessa dagana.
![]() |
Skógarnir komu vel undan vetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2022 | 12:11
Sá er áttavilltur!!
Þetta er nú með því vitlausasta sem maður hefur séð lengi - og það frá umferðalögreglunni (sem blaðamaður Moggans étur hrátt)!
Í fréttinni er Njarðargatan sögð ekin í vesturátt þegar hún liggur í norður/suður - og Freyjugatan í norðurátt þegar hún liggur í austur/vestur!
Þá er, samkvæmt fréttinni, bifreið ekið vestur Reykjanesbraut þegar hún liggur í norður/suður (eins og allir vita nema löggan og blaðamaður Moggans) - og þá væntanlega norður (eða suður) Bústaðaveg þegar hann liggur í austur/vestur!
Já, ekki er öll vitleysan eins.
![]() |
Steig óvart á bensíngjöf og ók á tré |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2022 | 15:11
ESB fljótir til!
Enn er alls óljóst hverjir vörpuðu sprengjum á lestarstöðina í Kramatorsk. Rússar benda á að flugskeytin tvö, sem hæfðu stöðuna, séu af gerð sem þeir noti ekki:
https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk
Benda má á að í þessari 150 þús manna borg talar meirihluti íbúana rússnesku og borgin er í Donetsk héraði sem Rússar stefna að að hernema, því þar er rússneskur meirihluti sem er ofsóttur af fastistunum í Kíev.
https://en.wikipedia.org/wiki/Kramatorsk
Hernaðarhyggjan á Vesturlöndum eykst dag frá degi, ekki síst á norðurslóðum. Danir og Norðmenn eru gott dæmi um það - og þjónkunin undir Kanann. Tugir bandarískra skriðdreka voru flutti í land í Esbjerg á Jótlandi í gær, auk þess sem talað er um herstöð Kanans á Bornholm.
Og í norður-Noregi hefur bandaríski herinn fengið loforð um varanlegri aðstöði á Arnöyja.
Manni er spurn. Hvað kemur Kananum við hvað er að gerast í Austur-Evrópu, eins langt og þau lönd eru frá ströndum Norður-Ameríku, og sem þjóðunum þar stafar engin hætta af?
Er ekki löngu kominn tími til fyrir Evrópulönd að slíta sig frá þessari alheimslöggu sem Kaninn telur sig vera, og öllum þeim hörmungum sem þeirra útþennslustefna hefur leitt til?
![]() |
Árásin á lestarstöðina kalli á frekari refsiaðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2022 | 15:57
Hverjir eru glæpamenn og illmenni?
Mjög alvarlegar ásakanir hafa birst í fjölmiðlum um stríðsglæpi Rússa í Úkraínustríðinu með myndbirtingum af almennum borgurum sem liggja á götum úti skotnir til bana.
Rússar neita þessu reyndar og segja Úkraínuher hafa sviðsett þessi morð og framið þau sjálfir.
Vitað er að ný-nasistarnir í her Úkraínu er trúandi til þess enda drápu þeir á sínum tíma (2014) sína eigin landsmenn, sem þó voru að mótmæla þá ríkjandi stjórnvöldum, aðeins til að geta klínt morðunum á herinn sem þá var hliðhollur þáverandi forseta sem vildi halla sér í austur en ekki í vestur.
Fyrir nokkru birtist myndband í sumum vestrænum fjölmiðlum þar sem úkraínskir hermenn sjást skjóta rússneska stríðfanga í hnéð - sem er auðvitað stríðsglæpur og fordæmanleg meðferð á stríðsföngum.
Nú er annað myndband í dreifingu í netheimum sem sýnir enn verri stríðsglæpi Úkraínuhers, þar sem þeir hreinlega drepa rússneska stríðsfanga.
https://www.dr.dk/nyheder/udland/voldsom-video-viser-mulige-ukrainske-krigsforbrydelser
Allt bendir til þess að hér séu hægri-öfgamennirnir enn á ferð sem svífast einskis í morðæði sínu.
Enn eitt dæmi þessa viðbjóðs er Azov-nasistarnir í Mariupol sem halda rússneskum meirihluta borgarinnar í gíslingu og kenna svo Rússum um gífurleg dráp á eigin landsmönnum!
En Vesturlönd trúa þessu eins og nýju neti og loka enn augunum fyrir hröðum uppgangi nýnasista og annarra hægriöfgahópa í Austur-Evrópu - og eru meira að segja fúsir til að styðja við bakið á þeim með gífurlegum vopnasendingum til að klekkja á Rússum.
Og svo eru Rússarnir einfaldlega sagðir ljúga þegar þeir segjast vera að reyna uppræta þennan nýnasisma, sem bitnar mest á rússneska minnihlutanum í landinu.
Já Rússahatrið er orðið sjúklegt enda kannski ekkert skrýtið af gegnheilum kapitalistum, sem endur fyrir löngu var lýst á þennan hátt af íslenskum sósíalista:
"Það verkaði ofboð notalega á hugann, þetta heilbrigða miskunnarleysi í lýsingum á hornsteinum og helgidómum stéttaþjóðfélagsins, fangelsunum, ofan á allt vælið í íslenskum bókmenntum um það til dæmis, að allir menn væru í rauninni góðir og að guð væri í syndinni o.s.frv. Auðvitað var um þá bók, sem allt annað gott, að lesa þurfti með skyni stéttvíss manns á ofboðslegum viðbjóðleik þess þjóðskipulags og þeirrar menningar, sem þar birtist ... eina rétta svarið var vitanlega að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, og hugsa réttlæti stéttaþjóðfélagsins þegjandi þörfina."
![]() |
Lognið á undan storminum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2022 | 17:15
Einröddunin
Var fyrir tilviljun að leita að versi eftir Hallgrím Pétursson og fann þá ræðu Sigurbjarnar Einarssonar (biskups) sem var flutt á hernámsárunum (nánar tiltekið árið 1942). Hún er hörð gagnrýni á hernaðarbrölt hverskonar en einnig á flokkadrætti og á það að ráðast á þá sem hafa aðrar skoðanir en fjöldinn:
Vér megum ekki týna landinu, en vér megum ekki heldur týna Íslendingnum. Það er nú svo komið á voru landi, að allir vantreysta öllum nálega til alls. Það þýðir ekki að tala um þjóðarvakningu meðan mikill hluti prentaðs máls á Íslandi fer í það að gera Íslendinga að varmennum og bófum í augum Íslendinga, - svo að maður nefni nú ekki útlendinga í því sambandi.
https://timarit.is/page/1000351?iabr=on#page/n2/mode/2up
Árásirnar á Ólaf Ragnar og skrifin um vondu Rússana minna á þetta ástand í stríðinu en þá voru þeir sem lögðust gegn hernaðarhyggjunni úthrópaðir sem landráðamenn.
Nú höfum við flugvélamóðurskip og breskt herskip í Reykjavíkurhöfn og úti á Sundum og mikla herflutninga á Keflavíkurflugvelli. Það er eins og þriðja heimstyrjöldin sé skollin á (sem hún er auðvitað).
Og gagnrýnisraddirnar? Þær heyrast hvergi enda þorir enginn að segja neitt í ótta við að vera kallaðir Rússadindlar.
Versið eftir Hallgrím er þannig:
Ísland, þér ætlar að hnigna,
eru þar merki til,
manndyggð og dugur vill digna,
dofna því laganna skil;
Guð gæfi, að þú nú þekkir
(það er ósk hjarta míns)
fyrr en hefnd stærri hnekkir,
hvað heyrir til friðar þíns.
![]() |
Raddir frá hinni hliðinni vekja hörð viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2022 | 09:17
Skítafýlan fannst um alla borg
Það fylgir nú fleiri vandamál þessari skítalosun út í sjó en aðeins rusl sem fólk sturtar niður úr klósettunum. Um síðustu helgi fannst skítafýlan t.d. um alla borg, eða allavega frá Fossvoginum og niður í miðbæ Reykjavíkur.
Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta hálfeinkarekna fyrirtæki hleypur mannaskítnum óhreinsuðum út í sjó. Fyrir nokkrum vikum bilaði eitt lítið rör hjá þeim, sem tók allavega þrjár vikur að laga. Á meðan rann skólpið óhreinsað úti í sjó og viðkvæðið hjá þessum "upplýsingafulltrúa" var það sama. Lengi tekur sjórinn við!
Líklega væri einfaldast - og ódýrast - að loka hreinsunarstöðvunum alfarið og láta drulluna leka óhreinsaða út í sjó. Sjórinn er jú svo skrambi fljótur að eyða skítnum svo enginn tekur eftir þessu (nema einhverja smástund í óheppilegum veðuraðstæðum).
Og fyrirtækið myndi auðvitað græða enn meira en það gerir í dag í þessari áberandi tregðu sinni til að ganga almennilega frá frárennslismálum höfuðborgarsvæðisins.
Er það ekki stefna fyrirtækja sem þessa að borga eigendum sínum sem mestan arð - og þá auðvitað með sem minnstum tilkostnaði?
![]() |
Neyðarlúgur opnuðust í metúrkomu mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2022 | 09:23
Þessi maður er klikkaður
Það er ljóst af orðum forseta Úkraínu að hann ætlar ekkert að semja um frið við Rússana. Helsta krafa þeirra er jú sú, að Úkraína viðurkenni sjálfstæði austurhéraðanna, sem eru fyrir löngu búin að slíta sig frá landinu og þurft að búa við stanslausar árásir Úkraínuhers síðan (frá 2014). Nú segir þessi trúður og strengjabrúða Vesturlanda (Kanans auðvitað aðallega) að ekki verði gefinn eftir þumlungur af "úkraínsku landi".
Þetta gerir hann eflaust vegna stanslausra vopnasendinga frá vestrænu löndunum, m.a.s. Norðurlöndin öll (nema Ísland) senda nú vopn til þeirra (einnig hinir "hlutlausu" Svíar og Finnar). En þar misreiknar forsetinn sig hrapalega því Rússar hafi greinilega öll tögl og allar haldir í þessu stríði. Þeir geta haldið að sér höndum án þess að taka neina áhættu og snúið sér að því í rólegheitum að frelsa allt Dunbass-hérað ef hægri öfgamennirnir í Kiev sjá ekki að sér og fari að alvöru að stuðla að friði.
Það er reyndar ótrúlegt hve lítið mannfall almennra borgara er í þessum átökum, allavega miðað við hvað Kaninn drap marga í Írak. Það sýnir einfaldlega að Rússar reyna að fremsta megni að hlífa þessum hálflöndum sínum, þó að áróðursmaskína vestrænu pressunnar sé að reyna að telja manni trú um allt annað.
Hitt er svo auðvitað merki um kænsku Rússana að þeir leyfa fólki að flýja land því ekkert kemur sér verr fyrir efnahag Evrópuríkja en þessi gífurlegi flóttamannastraumur. Hann vegur eflaust miklu þyngra fyrir þau en viðskiptaþvinganirnar á Rússana virka á þá síðarnefndu.
Sem dæmi um þetta má benda á harmaveinið sem rekið var upp af ESB-löndunum þegar nokkur hundruð flóttamenn frá Sýrlandi reyndu að komast yfir landamærin til Póllands frá Hvíta-Rússlandi. Þá voru Hvít-Rússar sakaðir um að reyna að klekkja á efnahag ESB-landanna með þessum "gífurlega" flóttamannastraumi. Nú er hins vegar takið öðruvísi á öðrum stríðsflóttamönnum og enginn talar lengur um hættuna fyrir efnahag þessara landa vegna þeirra.
Já, hræsnin er ávallt söm við sig.
![]() |
Gefur ekki eftir metra af landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2022 | 08:33
Vesturlönd vilja engan frið
Áköf hernaðaruppbygging á sér nú stað á Vesturlöndum og engar gagnrýnisraddir heyrast í fjölmiðlum hér á landi. Fjallað er um aukna framleiðslu á hergögnum og stóraukið fjármagn til hermála eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Þó er verið að mótmæla stóraukinni vopnaframleiðslu og það ekki af ómerkari manni en Frans páfa. Hann gagnrýnir harðlega hina útblásnu hernaðarhyggju, sem við verðum vitni að þessa dagana. Vestræn ríki ætla að verja 2% af þjóðarframleiðslunni til hermála, sem eru gífurlegir fjármunir. Þetta fé fer ekki í heilbrigðismál eða til að sporna gegn fátækt og öðru þvílíku. Ó nei.
Páfinn mælti eitthvað á þá leið að hann skammaðist sín fyrir þær þjóðir sem ákváðu þessa auknu hervæðingu: "Þvílík geðveiki" sagði hann ("madness")! Rétt viðbrögð (við Úkraínustríðinu) sé ekki fleiri vopn, víðtækari viðskiptabönn, stærri hernaðarbandalög heldur annars konar nálgun, breytta stjórnsýslu, breytt alþjóðleg samskipti án ógnandi framkomu:
"I was ashamed when I read that a group of states has committed to spending two percent of their GDP on the purchase of weapons, as a response to what is happening now. The madness! The real answer is not more weapons, more sanctions, more political-military alliances, but another approach, a different way of governing the now globalized world - not by being menacing, as is the case now - a different way of setting up international relations. The model of care is fortunately already in place, but unfortunately, it is still subservient to that of economic-technocratic-military power."
Tekið skal fram að þessi auknu útgjöld til hermála hófust ekki í kjölfar stríðsins í Úkraínu heldur þegar árið 2016 er vestræn ríki juku útgjöldin um allt að fjórðung.
Já, stríðið við Rússana hefur lengi verið í undirbúningi og hófst með síendurteknum ögrunum í þeirra garð.
Að lokum má nefna orð páfa um að afnema stríð alfarið í mannkynssögunni. Stríð bjarga ekki heiminum, heldur tortíma honum:
"Before the danger of self-destruction, may humanity understand that the moment has come to abolish war, to erase it from human history before it erases human history."
![]() |
Rússar séu líklega að blekkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 464344
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar