Koma lægðirnar frá Skandinavíu?

Margir veðurfræðingar virðast ekki vera í neinum takti við raunveruleikann. Þessi Teitur er einn þeirra.
Lægðagangurinn sem gengur nú yfir landið með miklu hvassviðri og óvenjumikilli úrkomu, sem veðurfræðingarnir nefna reyndar ekki einhverra hluta vegna, kemur að venju úr suðri og fara fyrir vestan landið, eins og venja er, en alls ekki frá Skandinavíu!
Stormurinn sem gekk yfir landið síðasta sólarhring, úr suðri!, varaði í 14 klukkustundir og úrkoman á sama tíma var hátt í 50 mm hér sumstaðar á suðvesturhorninu.
Hvort tveggja slagar hátt í met, hvað þá svona snemma í október, en ég þori að veðja að veðurfræðingunum þyki það ekki fréttnæmt. Hlýindin sem fylgja veðrinu þykja það hins vegar örugglega ef ég þekki þessa fræðinga rétt!

 


mbl.is Hæð yfir Skandinavíu um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í standi til að gera hvað best í þessari stöðu?

Ég býst við að það hafi vakið athygli fleiri en mín þegar Heimir sagði að Björg Bergmann hafi verið að standa sig einna best í sinni stöðu af íslensku framherjunum og því legið beint við að hafa fyrst samband við hann.

Fyrst hélt ég að Heimir ætti við þá sem ekki hafi verið valdir hingað til en svo heyrði ég að hann átti við alla íslensku framherjana.

Svona til samanburðar má nefna að Alfreð Finnbogason hefur verið að spila alla leikina með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni og verið iðinn við að skora. Viðar Örn Kjartansson hefur sömuleiðis skorað drjúgt fyrir Maccabi TelAviv síðan hann kom þangað, og leikið með þeim í Evrópudeildinni, auk þess sem hann var markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann var seldur þaðan fyrir ekki svo löngu.
Jón Daði hafði einnig verið að standa sig vel með Úlfunum í ensku b-deildinni.

Þetta er því einfaldlega rugl í landsliðsþjálfaranum - og fyrstu mistök hans með liðið. Ef Björn verður svo valinn í byrjunarliðið eru það önnur mistökin - og hálfu verri því þau fyrstu voru aðeins ummæli  ... 


mbl.is Skil ekki að þetta séu röng skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes gagnrýndur!

Hannes landsliðsmarkvörður var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Randers í leiknum gegn Bröndby - og sagður eiga sök á báðum mörkunum.

Hann var heldur ekki sannfærandi í landsleiknum gegn Úkraínu - og ég tala um ekki um 5-2 tapið gegn Frökkum á EM:

http://jyllands-posten.dk/sport/fodbold/superliga/ECE9046943/randers-og-broendby-hjalp-fc-koebenhavn/

http://www.tipsbladet.dk/nyhed/superliga/bedst-og-vaerst-mukhtar-bliver-ved-med-imponere

 


mbl.is Endurkoma Ólafs og félaga skilaði stigi í Íslendingaslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Okt. 2016
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 455531

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband