25.2.2019 | 11:45
Hverju þjónar þetta eiginlega?
Útspil SA hlýtur að orka mjög tvímælis því það er spurning hverju það þjóni. Vilja samtökin kannski frekar fá verkfall allra þessara 8000 sem fá tækifæri til að greiða atkvæði um skyndiverkfall eða kannski einfaldlega allsherjarverkfall sem allra fyrst?
Maður hefði haldið að atvinnurekendur mættu vera fengnir að fyrstu verkfallsaðgerðir næðu aðeins til 700 manns og stæðu aðeins í einn dag! Síðan þarf Efling væntanlega að boða til annarrar atkvæðagreiðslu um áframhaldið, sem tæki sinn tíma að hrinda í framkvæmd ...
Væri ekki nær að leggja fram betra sáttarboð og setja jafnframt pressu á stjórnvöld að gera slíkt hið sama - þ.e. að reyna að leysa deiluna í stað þess að hnýta enn harðari hnút?
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2019 | 19:46
Er Ragnar bara ómerkilegur populisti?
Merkilegt að VR skuli leggja smáaurinn sinn, bara 4,2 milljarða!, í banka sem kallar sig Kviku í ljósi þess að þar er æðsti stjórnandinn gaur sem spilaði stórt hlutverk í aðdraganda Hrunsins, fyrrum framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi.
Gjaldþrot uppá litla 5,7 milljarða hefur engin áhrif á hinn réttsýna og baráttuglaða talsmann láglaunafólksins á Íslandi, Ragnar Þór Ingólfsson, sem ekki aðeins leggur stóra fúlgu í fjármálafyrirtæki sem minnir ekki lítið á sambærileg fyrirbæri fyrir Hrun, heldur reynir hann að slá sig til riddara með því að þykjast ætla að taka peningana VR út úr bankanum vegna leigubrasks hans.
Að sjálfsögðu rann hann á rassinn með það, væntanlega vegna þess að Ármann þóttist ekki hafa tekið yfir Gamma eða Almenna leigufélagið - ennþá.
Samt er það svo að þau félagasamtök sem áður nutu styrks hjá Gamma eru núna styrkt af Kviku. Skáksambandið er eitt dæmið, kannski er Hið íslenska bókmentnafélag annað.
Já siðferðið er á háu stig í þessu blessaða samfélagi okkar, ekki síst hjá þeim sem þykjast vera betri en aðrir.
Það þyrfti að athuga með þessi verkalýðsfélög og peningana sem þau eiga.
Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2019 | 16:22
Þorsteinn með allt niðrum sig!
Það var Þorsteinn Víglundsson og Viðreisn sem komu í veg fyrir myndun vinstri stjórnar eftir síðustu kosningar, með því að hafna hugmyndum VG um hátekjuskatt - og þannig þvinguðu Vinstri græna í raun í fangið á íhaldinu.
Svo sem ekkert skrítið. Viðreisn er miðhægri flokkur, stofnaður til að standa vörð um tekjur þeirra hæstlaunuðu - og ganga í ESB.
Nú ætti að vera lag fyrir VG að slíta stjórnarsamstarfinu og taka Framsókn með sér.
Viðreisnin og íhaldið sætu þá saman í stjórnarandstöðu með Miðflokknum og mótmæltu öllum tillögum meirihlutans um að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu.
Með eggin í andlitinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2019 | 10:48
Aumingjalegt af Katrínu
Þetta er nú harla klént af forsætisráðherranum og spurning hvort Katrín sé ekki hreinlega að segja ósatt þegar hún fullyrðir að það hafi alltaf legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð að hátekjuskattur yrði ekki settur á.
A.m.k. var annað hljóð í henni 25. október í fyrra, í sambandi við að Framsóknarráðherrann Ásmundur Einar Daðason sagðist vera fylgjandi hátekjuskatti.
Já, merkilegt að Framsókn sé orðið róttækari en VG í tekjujöfnunarmálum.
Þá sagði Katrín að hátekjuskatturinn sé ekki kominn til umræðu. Ekkert um það að hann kæmi ekki til greina eins og hún fullyrðir nú!!
Einnig má benda á að samningaviðræður um myndun nýrrar "vinstri" stjórnar haustið 2016 strandaði á því að Viðreisn vildi ekki hátekjuskatt, sem VG hafði sett á oddi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Einnig vildi VG hækka fjármagnstekjuskatt og setja aftur á stóreignaskatt.
Nú er hins vegar annað hljóð í strokknum þrátt fyrir að upp sé komið gullið tækifæri til að koma á helsta baráttumáli VG til tekjujöfnunar, nú með stuðningi nær allrar verkalýðshreyfingarinnar!
Er Bjarni Ben með svona miklu betri nærveru en Þorsteinn Víglundsson?
Frekari breytingar ekki í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2019 | 17:43
Mikill rausnarskapur þetta!
Enginn hátekjuskattur og lækkun á skattgreiðslum til þeirra lægstlaunuðu uppá tæpar sjö þúsund krónur á mánuði!
Og svo hinn stórkostlegi rausnarskapur að skattleggja ekki tekjur sem eru undir 160.000 á mánuði!
Vinstri grænir hafa greinilega samþykkt þetta, annars hefði jú þetta "tilboð" ekki verið lagt fram - og svo var Katrín Jakobs auðvitað viðstödd þegar sá sem ræður öllu í ríkisstjórninni, fjármálaráðherrann, lagði þetta fram.
Þessi uppákoma verður að sjálfsögðu síðasti naglinn í líkkistu Vinstri grænna. Nýtt afl vinstra meginn mun fá flesta stuðningsmenn VG í síðustu og þarsíðustu kosningnum yfir til sín í þeim næstu, þ.e. Sósíalistaflokkurinn.
Og tími Katrínar í pólitík er að ljúka. Henni hlýtur að bjóðast einhver góður bitlingur ytra, rétt eins og Ingibjargar Sólrúnar hér forðum ... og skilur flokkinn eftir í rúst rétt eins og ISG.
Boða nýtt 32,94% skattþrep | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2019 | 18:59
Gott hjá Katrínu ...
... en hvað fór fram á fundi Guðlaugs Þórs og þessa "elskulega" Kana sem sagði að Ísland hafi verið alltof of lengi vanrækt varnarlega?
Ný herseta Kanans hér á landi án þess að Katrín og Vg geti nokkuð um það sagt?
Sammæltumst um að vera ósammála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2019 | 11:05
Ekkert má nú lengur!
Þetta er nú að verða harla sérkennilegt samfélag sem við lifum í. Menn mega ekki lengur vera fullir og með leiðindi á almannafæri, þá kostar það þá starfið. Merkilegt reyndar að aðeins karlar hafa lent í þessu en ekki konur (nema kannski ein, sem þó þráast við að segja af sér).
Snæbjörn þessi Brynjarsson er skemmilegur penni eins og kemur fram í greinasafni um Hallgrím Pétursson (já þið lásuð rétt, sálmaskáldið ástkæra). Í grein sem hann nefnir Rödd námsmannsins gerir hann grín að nútímanum, fjölmiðlum og því, að allir sem eitthvað er varið í, hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og öðrum ósköpum.
Þar segir m.a.: "Já, erfiðið og pínan. Þið þekkið hana eflaust, nýkomin úr margra alda fangavist. Eflaust munu dagblöðin keppast við að fá ykkur í forsíðuviðtöl. Ef eitthvert ykkar var misnotað kynferðislega, flott er, þá komist þið í sjónvarpið líka. Í dag þekkir fólk svo lítið til ömurleikans að það vill helst velta sér upp úr ömurleika annarra allan daginn. Það er viss fró í því. Hvað er betra til að lífga upp á hversdaginn heldur en þjáningar annarra? ... Þannig getið þið tekið þjáningar okkar upp á ykkur, við getum grátið með ykkur því höfum ekki yfir neinu að gráta sjálf. Þetta er okkar dags passía. Við höfum ástríðu fyrir þessum sögum, krabbamein í heila, sambúð með ofbeldismanni, einelti, misnotkun og svo framvegis."
Snæbjörn hefur þó varla búist við að lenda sjálfur í þessari lönguvitleysu.
Segir af sér varaþingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2019 | 16:41
Pínlegt upphlaup
Ég efast um að Hafnfirðingar og stuðningsmenn FH séu hreyknir af framferði formanns knattspyrnudeildar fimleikafélagsins í þessu máli. Ljóst var á öllu að hann var stuðningsmaður Geirs og grandvarir menn segja að stjórn knattspyrnudeildar FH hafi fylgt formanninum þar.
Þá finnst einhverjum að fiskur liggi þarna undir steini, þ.e. að FH skuldi Geir einhvern greiða frá formannstíð hans, nokkuð sem ekki megi líta dagsins ljós.
Allavegana er þessi stuðningur óskiljanlegur í ljós allra þeirra hneykslismála sem komu upp í stjórnartíð Geirs og fyrirrennara hans, Eggerts Magnússonar (stúkan margfræga á Laugardalsvellinum ofl.).
Þá er og nokkuð sérkennilegt hvað Geir hefur fengið mikið pláss í fjölmiðlum miðað við forsöguna - og útkomuna.
Hefði ekki verið eðlilegra að þegja sem mest um þetta frumhlaup hans, enda kom hið sanna í ljós núna í kosningunni á þinginu, að hann hafði mjög lítinn stuðning (fyrir utan FH-inganna auðvitað)?
Þetta framboð var einfaldlega pínlegt - og sorglegt - enda útkoman eftir því.
Yfirburðasigur Guðna á Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2019 | 18:35
Eitthvað í staðinn fyrir listamannalaunin?
Þetta er auðvitað dágóð launauppbót fyrir þann missir sem Einar varð fyrir þegar hann fékk ekki listamannalaun í ár.
Svo er það einnig stór plús fyrir ferilskrána að hafa verið þingmaður.
Já framtíðin er björt fyrir Einar Kárason (þótt hann sé miðaldra hvítur karlmaður, reyndar kominn á efri ár).
Einar Kárason tekur sæti á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2019 | 08:25
Góð gagnrýni á fjölmiðlana
"M.ö.o. það átti að duga að hafa verið sakfelldur í fjölmiðlum því að ekki var unnt að vísa til sakfellingar fyrir dómstólum. Þetta þýðir að ákærendum er fært vald til að ráða og reka fólk, sem og allsherjar ritskoðunarvald. Dómsvaldið fylgir með í kaupbæti. Það þarf enga rannsókn, engin vitni, engan úrskurð óháðs dómara. Það er nóg að ákæra í fjölmiðlum."
Sannleikurinn er sagna bestur, segir Jón Baldvin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 362
- Frá upphafi: 458016
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 322
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar