Og enn enginn virðisaukaskattur!

Þetta eru auðvitað ótrúlegar tölur - og arðurinn sem greiddur er út úr fyrirtækinu er ekkert smáræði.

Samt er það svo að enn er enginn virðisaukaskattur greiddur af aðgangseyri í Bláa lónið en aðgangseyririnn er meira en helmingur veltunnar.

http://www.visir.is/10-milljonir-a-dag-en-ekki-krona-i-virdisaukaskatt/article/2015150619011

Ekki nema von að Viðskiptablaðið er ánægt með sinn mann - og með þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú eiga sér stað.
Já, og Grímur Sæm hefur ástæðu til að gleðjast yfir fleiru. Hann getur bráðum farið að leika sér með arðinn sinn í útlöndum því gjaldeyrishöftunum verður aflétt að hluta núna um áramótin - og bráðum alveg.


mbl.is Grímur Sæmundsen hlaut viðskiptaverðlaunin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítnir samningar hjá FH

Nú er FH búið að fá til sín tvo leikmenn frá Stjörnunni sem hafa vermt varamannabekkinn hjá gamla félaginu síðastliðið sumar.
Veigar Pál, sem er nú kominn á tíma, og Halldór Orra sem hefur ekki náð sér á strik síðan hann lenti í hremmingunum hjá Falkenberg.

Er svona mikilvægt fyrir FH að styrkja bekkinn hjá sér?


mbl.is Viðræðurnar sigldu í strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglumaður morðinginn

Komið hefur fram að sendiherrann hefur látist af sárum sínum og að morðinginn sé tyrkneskur lögreglumaður. Menn óttast nú stríð milli landanna en þetta morð kemur á mjög óheppilegum tíma fyrir samskipti þeirra sem hafa skánað mjög undanfarið.
Tyrknesk og rússnesk yfirvöld hafa unnið saman við að hjálpa almennum borgurum að flýja átökin í Aleppo og fleiri borgum í Sýrlandi.


mbl.is Sendiherra Rússa skotinn í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með að velja þjálfara ársins?

Nýleg frétt um að Lars Lagerbäck komi til greina sem þjálfari ársins í Svíþjóð (þó hann hafi þjálfað íslenska karlalandsliðið í fótbolta en ekki í Svíþjóð) vekur upp spurningar um af hverju þjálfari ársins sé ekki valinn hér á landi rétt eins og íþróttamaður ársins.

Við höfum þá fjöldann allan af þjálfurum til að velja á milli, ef við notum aðferðir Svía, þ.e. að þeir sem þjálfi í útlöndum komi einnig til greina.

Þá er bara að byrja upptalninguna: Guðmundur Guðmundsson, Dagur Sigurðsson, Þórir Hergeirsson, Alfreð Gíslason, Erlingur Richardsson, Patrekur Jóhannesson osfrv. 


mbl.is Yfirburðir íslenskra þjálfara - „Við vitum hvernig á að stýra liðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er það fallegt!

Þrátt fyrir hrósið í garð Gylfa Sig. þá er ekki því að leyna að hann er í einhverju lélegasta liði í ensku úrvalsdeildinni. Swansea var neðst í henni fyrir umferðina og ekki bæta þessi úrslit (2-0 í hálfleik) stöðuna.

Sama má segja um "íslensku" liðin í ensku b-deildinni. Þau eru öll í neðri helmingi deildarinnar og tvö þeirra að tapa í dag (af fjórum). Að auki eru Ragnar og Jón Daði meira og minna á bekknum hjá liðum sínum.

Þannig að útlitið er ekki gott hjá landsliðinu. Lykilmenn með lítið sjálfstraust og flestir í slöku formi að auki. 
Daumatímanum lokið og gamla baslið framundan?


mbl.is Skelfilegt tap Swansea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að ráðast alltaf á bændur?

Neytendasamtökin skána greinilega ekkert við það að fá nýjan formann. Áfram er haldið að ráðast á bændur, og þá auðvitað aðallega sauðfjárbændur sem eru líklega verst settir allra í þeirri stétt.
Eins og menn vita þá hafa bændur, einir fárra stétta, ekki verkfallsrétt enda þeim það ógerlegt þar sem þeir eru jú framleiðendur líka. Þeir þurfa því að leita annarra leiða til að halda uppi tekjum sínum og fá oftar en ekki hjálp við það frá ríkisvaldinu.

Samt virðast þeir þó vera eina stéttin sem fær hnútur frá neytendum ef þeir fá einhverja leiðréttingu sinna mála.
Aldrei heyrist í neinum þó svo að læknar (og hjúkrunarfólk) fái margfalda launahækkanir með samfarandi hækkun hlutdeildar sjúklinga í læknismeðferðarkostnaði.
Ekki heyrist heldur í neinum þegar sjómenn heimta hækkun þó svo að þeirri hækkun sé þegar velt yfir í fiskverðið.
Og svo má lengi telja.

Dálítið þreyttar þessar sífelldu árásir þéttbýlisbúanna á dreifbýlið - ekki bara á bændur ...


mbl.is „Stendur agndofa frammi fyrir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í 64. sæti!

Samkvæmt frétt mbl.is varð Aron Örn þessi, sem kvartaði yfir neikvæðri umfjöllun um þátttöku íslenska sundfólksins á HM, í 64. sæti af 65 keppendum eða næst síðastur allra í 50 m skriðsundi.

Samkvæmt því hefur hann ekki efni á að gagnrýna einn eða neinn, nema auðvitað sjálfan sig og sína slöku frammistöðu.

Annars hef ég undrast jákvæða umfjöllum fjölmiðla um "árangur" íslenska sundfólksins á mótinu. Fjölmiðlarnir hafa ítrekað sagt frá fjölda íslandsmeta sem sett voru á HM en minna fjallað um það að enginn íslensku keppendanna hafi komist í úrslit - og í raun verið talsvert langt frá því.

Árangurinn er til að mynda mun lakari en á Ól nú í sumar - og full ástæða til að velta fyrir sér hvað veldur.


mbl.is Formaðurinn svarar fyrir fréttaflutning af HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann lék nú aðeins fyrri hálfleikinn!

Þetta er nú frekar skondin frétt því staðan var jöfn 1-1 eftir fyrri hálfleikinn. Arnór kom svo ekkert inná eftir hlé en þá skoraði lið hans tvö mörk.

Hann hefur því lagt lítið á vogarskálarnar í sigrinum í þessum leik. 


mbl.is Arnór Ingvi lagði lóð á vogarskálarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til vinnslu?

Mér heyrist hann nú allur fara í fiskimjöl sem hingað til hefur ekki verið kölluð vinnsla (talað um lýsismagn t.d.).
Þessi matvæli, sem vel gætu verið unnið úr handa okkur manneskjunum, fer síðan öll í fiskeldi - og eflaust að stórum hluta til Noregs en Norðmenn hafa sjálfir gagnrýnt slíkt harðlega.
Það er að veiða fisk til að fóðra annan fisk með.


mbl.is Kolmunninn óvenjubústinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 455377

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband