Íslenska lið í raun heppið

Súrt að missa forystuna alveg í blálokin en úrslitin voru sanngjörn. Ungverjar voru með boltann 67% af leiknum. Þeir áttu tíu skot en íslenska lið sex.

Hér má sjá tölfræðina, sem er alls staðar Íslandi í óhag:
https://vglive.no/event/1759/statistics

 


mbl.is Ungverjar jöfnuðu í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslakur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu

Það er spurning hvað er að hjá íslenska liðinu í handbolta. Aðeins sjö mörk á 30 mínútum og þremur mörkum undir í hálfleik gegn slöku liði Portúgala.

Svo virðist sem þjálfarar liðsins, sá fyrri (Aron) og þessi (Geir), séu hræddir við stórstjörnuna í liðinu og þori ekki að taka hann útaf þegar illa gengur. Þrjú misheppnuðuð skot í röð og áður þrír tapaðir boltar - en samt spilar Aron Pálmarson áfram.

Þá er hann slakur í vörn en spilar hana allan tímann. Arnór Atla, sem er miklu betri varnarmaður, fékk að spila mikið í sókninni í fyrri hálfleik en var skipað að hlaupa beint útaf í stað þess að fá að spila vörnina.

Geir er alls ekki að standa sig í stjórnuninni á liðinu, ekki frekar en Aron Kristjáns á sínum tíma. Ásgeir fékk t.d. að spila stóran hluta hálfleiksins án þess að ógna nokkuð, á meða Rúnar Kárason, sem er miklu meira ógnandi, sat á bekknum.

Nei þetta lið - með þessari stjórnun - hefur ekkert að gera á HM. Það þarf að gera róttækar breytingar á því, kannski að velja Aron Pálma ekki einu sinni í liðið?


mbl.is Ísland fer á HM í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lægsta hlutfall með bolta í einum leik síðan 1980 án þess að tapa!

Yfirskriftin á þessu innleggi segir allt um innihaldið. Ekki síðan árið 1980 hefur nokkuð lið verið eins lítið með boltann í landsleik í Evrópukeppninni og íslenska liðið var núna, án þess að tapa leiknum:

27,9%!!!!

Geri aðrir varnarsinnaðir þjálfarar og leikmenn betur!


mbl.is Ísland er lofsungið á twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjú dauðafæri og svo mark!

Íslenska landsliðið stálheppið að vera aðeins einu marki undir í hálfleik. Portúgalir voru búnir að fá þrjú dauðafæri áður en þeir loksins skoruðu. 

Miðjan slök að venju hjá íslenska liðinu og vörnin þess vegna í tómu basli. Aron Einar í raun heppinn að vera ekki kominn með gult spjald eftir að haf brotið illa af sér nokkrum sinnum. Óhætt að segja að dómarinn sé okkur hliðhollur.

Breytingar í hálfleik? Varla enda ekki vaninn hjá þjálfurunum. Jóhann Berg er að koma illa út og ætti að vera skipt útaf í hálfleiknum en það verður varla - eflaust ekki fyrr en staðan er orðin 2-0 eða 3-0.

Vanafastir þessir þjálfarar!


mbl.is Stórkostleg byrjun á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott byrjunarlið!

Þetta er einmitt liðið sem á að byrja. 
Vonandi hefur verðmætamatið vit fyrir þjálfurunum þannig að "uppáhaldsleikmenn" þeirra fái loks að byrja á bekknum, þeir Jón Daði, Jóhann Berg og Kári Árna.

Arnór Ingvi er auðvitað búinn að sýna það og sanna undanfarið að hann á heima í byrjunarliðinu og sömuleiðis Alfreð. Síðan eru Sverrir Ingi og Ragnar búnir að fá tvo æfingarleiki í það minnsta til að stilla saman strengi sína í miðri vörninni, sem ætti að nægja.

En Lars er frægur fyrir íhaldsemi sína, sem virðist smitast yfir á Heimi, þannig að líklegra er þó að Jón Daði, Jóhann Berg og Kári byrji!


mbl.is Verðmætasta byrjunarlið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir halda með Íslandi!

Á baksíðu Politiken er yfirskriftin "Áfram Ísland"! Þeir lofa að halda með Íslandi, litlu þjóðinni, í þessari keppni (vegna þess að þeir sjálfir eru svo litlir!).

http://politiken.dk/bagsiden/ECE3247784/derfor-holder-politiken-med-island---i-skylder/

 


mbl.is 7–8 þúsund Íslendingar á leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í lagi en ...

Leikur íslenska liðsins batnaði er leið á fyrri hálfleikinn eða með innkomu Rúnars Kárasonar (og eftir að hann hafði klúðrað tveimur fyrstu skotunum!). Ógnunin með Ásgeir Örn í þeirri stöðu er lítil sem enginn (en hann er betri í vörn en Rúnar!).

Vandamálið er þó hið sama og áður, þ.e. skiptingar milli sóknar og varnar. Íslenska liðið er eflaust eitt fárra í fremstu röð sem á ekki góðan línumann sem getur spilað vörn (Vignir er góður varnarmaður en ekki eins góður á línunni - og nú er hann meiddur).

Þá var Einar Örn að hrósa Aroni Pálma fyrir góðan varnarleik en Geir þjálfari var greinilega ekki á sama máli og er farinn að láta Aron aðeins spila sóknina. Aron á svo að venju misjafna leiki með landsliðinu á meðan hann er sagður einhver besti spilarinn úti í hinum stóra heimi.

Tvær skiptingar milli sóknar og varnar er einfaldlega einni of mikil - og kemur það mjög niður á liðinu. Finna þarf sterkan línumann sem einnig er sterkur í vörn. Þá getur íslenska landsliðið orðið sterkt aftur.


mbl.is Naumt veganesti til Porto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin umfjöllun um andstæðinga Íslands

Fréttir af íslenska landsliðinu og mótherjum þeirra eru allar í skötulíki í fjölmiðlunum hér heima. 
Í sænska sjónvarpinu (SVT) eru þættir á hverjum degi um sænska landsliðið og um mótið - þættir sem eru teknir upp sama dag og þeir eru sendir út. Þjálfari liðsins hélt blaðamannafund í gær og ræddi um áherslur sínar.

Þjálfarar íslenska landsliðins halda engan slíkan fund - og engir (spjall)þættir eru um íslenska liðið.

Engar upplýsingar fást heldur um andstæðinga Íslands.
Þar standa Norðmenn sig betur! Hér er t.d. umfjöllun um austurríska landsliðshópinn:
http://www.vg.no/sport/fotball/fotball-em-2016/tidenes-beste-oesterrikske-lag/a/23704846/

Meira að segja Ungverjar fá sér umfjöllun:
http://www.vg.no/sport/fotball/fotball-em-2016/ungarn-fra-magiske-til-fargeloese/a/23704850/

Svo má auðvitað ekki gleyma Ronaldo og portúgalska landsliðinu:
http://www.vg.no/sport/fotball/fotball-em-2016/ronaldos-andre-ansikt/a/23704845/

Hvenær fáum við að sjá eitthvað svipað í íslenskum fjölmiðlum?


mbl.is 8% þjóðarinnar á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðir?

Þetta er nú nokkuð skrítin lýsing á fyrri hálfleiknum því það var ekki fyrr en undir lok hans sem Ísland fór að hafa yfirburði. Eins og venjulega var talsvert bil á milli miðju og varnar sem gerðu það að verkum að Liechtensteinar áttu nokkur færi (Arnar Grétarsson lýsti einu atvikinu ágætlega). 

Aðal vandamálið er enn hægra megin hjá íslenska liðinu. Jóhann Berg er það einfættur að hann er einfaldlega á röngum kanti, auk þess sem hann er lengi búinn að vera slakur í landsleikjum.
Það má því alveg fara að gefa honum frí. Sem betur fer er það gert núna í seinni hálfleiknum þegar Theodór Elmar kemur í stað hans.


mbl.is Kvöddu með öruggum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júní 2016
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 455596

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband