Er hann ekki niðurgrafinn moldarvegur?

Furðulegur þessi fréttaflutningur fjölmiðlanna á höfuðborgarsvæðinu. Þegar talað er um þörf á endurbótum á vegum í nágrenni þéttbýliskjarnanna á suðvesturhorninu þá eru umfjöllunin ekki á þessa leið: "sagður stórhættulegur" vegna tíðra slysa, svo dæmi sé tekið, heldur einfaldlega fullyrt að tiltekinn vegur sé stórhættulegur. 

Þá er mikið rætt um að létta á álaginu á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni vegna ferðamannastraumsins með því að bæta innviðina úti á landi, ekki síst vegakerfið.

Þegar það er svo skorið niður með einu pennastriki heyrist aðeins gagnrýni utan af landi. Af hverju ekki einnig frá þeim svæðum, sem eru í stórum vandræðum vegna ferðamanna"plágunnar" sem fer sífellt vaxandi svo til vandræða horfir í skipulagsmálum öllum?


mbl.is Dettifossvegur „niðurgrafinn moldarvegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið liðsval að venju!

Allir þrír markverðirnir fá að spila þó svo að Sandra Sigurðar hafi staðið sig áberandi betur en Guðbjörg þegar hún fékk tækifærið í leiknum gegn Noregi - og full þörf að láta reyna betur á hana í æfingarleikjum.

Svo er auðvitað sérstakt að taka Glódísi út úr byrjunarliðinu og reyna ekki aftur 3-4-3 með hana, Sif og Örnu saman.

Þá átti Rakel Hönnudóttir mun betri leik en Elísa þegar Rakel fékk tækifærið í hægri bakverðinum.

Gott er hins vegar að sjá að Margrét Lára er ekki í byrjunarliðinu!

Hennar tími er löngu liðinn ...


mbl.is Fínt jafntefli gegn sterkum Spánverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðað hús!

Þetta hús er friðað, byggt 1899 og breytt 1916 með því að settir voru kvistir við það að framan. Sem sé alfrið hús, eldra en 100 ára (m.a.s. breytingarnar), en samt leyft að rífa það nema framhliðina!

Hér er enn og aftur verið að fara á skjön við húsafriðunarlögin - og enn og aftur komast skipulagsyfirvöld borgarinnar upp með það.

Já, margur verður af aurum api. 


mbl.is Maclandshúsið rifið baka til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það forsetans að koma með svona pólitíska yfirlýsingu?

Það að leggja niður dómstól vegna þess að hann hugnast ekki einhverjum sem er sóttur þangað til saka (hvað þá forsetanum!) er rétt eins og að leggja niður héraðsdóm eða hæstarétt því hann/þeir hugnast ekki þeim ákærðu!
Það var eflaust í lagi fyrir Guðna að láta í ljós þessa skoðun sína áður en hann varð forseti en það er óheppilegt eftir að hann varð það.

Önnur rök sem má nefna gegn þessu er vegna ummæla hans um að dómurinn sundri frekar en sameinar - og að þeir sem áttu að axla ábyrgð hafi ekki gert það.
Sama má auðvitað segja um ákærur sérstaks saksóknara á hendur þeirra sem flestir telja að eigi mesta sök á Hruninu. Þær leiða margar hverjar ekki til neins (og taka að auki óratíma). Það leiðir til óánægju meðal þegnanna og enn breiðara bils milli almennings og þeirra sem sitja við kjötkatlana. 

Má þá búast við einhverri svipaðri yfirlýsingu frá forsetanum um þau mál:
„Ég sagði það áður en ég tók við embætti for­seta Íslands og segi það enn að í end­ur­reisn­ar­starf­inu eft­ir hrun var feigðarfl­an að stofna embætti sérstaks saksóknara. Niðurstaðan var alls ekki í sam­ræmi við það sem að var stefnt, að þeir sem bæru fjárhagslega ábyrgð myndu axla hana og taka af­leiðing­un­um. Lát­um þetta okk­ur að kenn­ingu verða enda hygg ég að eng­inn vilji hafa sérstakan saksóknara.“

Að lokum til að upplýsa forsetann um að það eru margir sem vilja hafa Landsdóm áfram þó hann hafi ekki virkað í Hruninu. Undirritaður er einn þeirra.
Þá eru margir sem hefðu viljað sjá áframhald á starfi sérstaks saksóknara þó svo að hann hafi klárað fá mál.
Það þarf nefnilega dómstóla og sérstök saksóknaraembætti til að tryggja að framámenn í þjóðfélaginu beri persónulegu ábyrgð á gerðum sínum.

Ég vil því ráðleggja forsetanum að tala varlega í málum sem þessum. Annars gæti almenningur farið að gruna að hann taki afstöðu með spillingaröflunum - og hafi jafnvel fyrst og fremst verið kosinn forseti einmitt af þeim öflum.
Hann sé því nú bara að borga þeim greiðann.


mbl.is Vill leggja landsdóm af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki einmuna blíða núna?

Sólin er búin að skína alla daga eftir snjókomuna 26. febrúar og mjög hægir vindar alla daga.
Það mundi ég kalla einmuna blíðu en ekki veðrið sem hefur verið fram að þessu í vetur. Óvenjumiklar rigningar, þungbúið og hver lægðin á fætur annarri yfir suðvesturhornið með tilheyrandi roki og úrkomu.
Það kalla ég ekki blíðu!

 


mbl.is „Kominn hefðbundinn vetur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfestir orð Helga Seljan

Ég fær ekki betur séð en að þetta viðtal við framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins staðfesti orð Helga Selja um að nær allur hluti söfnunar félagsins í Mottumarsi fari í auglýsingarkostnað. 
Það heitir bara aðeins fínna nafni hjá honum, eða "fræðsla" og "vitundarvakning". Þá vill framkvæmdastjórinn ekki kalla þetta fjársöfnun og ætti almenningur að hafa það í huga áður en hann heitir á einhvern í mottu-marsinum og gefur þannig penging í eitthvað sem ekki er gjársöfnun í raun.

Annars er pottur eflaust víðar brotinn en í þessu tilviki. Félagið Kraftur (átaksstuðningur við ungt fólk með krabbamein) virðist heldur ekki gefa upp hvernig farið sé með söfnunarféð.

Það virðist sem eftirlit skorti með þessum söfnunum og að reglur um að hafa opin og gegnsætt bókhald sé ekki nægilega skýrar eða fylgt eftir.

Hér áður fyrr var talað um að kostnaður vegna slíkrar söfnunar mætti ekki fara yfir 10%. 
Ekki veit ég við hvað er miðað nú eða hvort eitthvert slíkt viðmið sé yfirleitt til - hvað þá eftirlit með að farið sé eftir því.
Upplýsingar Helga Seljan bendir til að svo sé ekki.


mbl.is Fókus á fræðslu og vitundarvakningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur fyrri hálleikur

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði leikinn mjög illa. Þær voru seinar í öll návígi og með ónákvæmar sendingar. Þær japönsku miklu betri, fljótari og teknískari.

Reyndustu leikmenn íslenska liðsins slakir. Guðbjörg átti sök á a.mk. öðru markinu ef ekki báðum. Margrét Lára hefur ekki sést í leiknum og Fanndís mistæk að venju. Hallbera aðeins að koma til er leið á leikinn eftir skelfilega byrjun.

Annars er leikur Íslands alltof hægur, sendingar lélegar og leikmenn ekki nógu hreyfanlegir.

Taka Margréti Láru og Málfríði útaf strax í hálfleik og skoða svo með Fanndísi, Önnu Björku og Hallberu í þeim síðari. 

Katrín Ásbjörns var frísk í fyrri hálfleiknum gegn Norðmönnum og Arna Sif örugg í vörninni, auk þess sem Gunnhildur Yrsa gerði jú jöfnunarmarkið. Inná með þær sem fyrst.


mbl.is Tveggja marka tap gegn Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagar þjálfarans fyrr taldir?

Þessi þjálfari hefur nú ekki af miklu að státa með AGF. Sá fyrri var látinn fara vegna slaks árangurs en þessi hefur staðið sig enn verr.
Liðið, sem stefndi að því að verða í einu af sex efstu sætunum, og fá þannig að taka þátt í úrslitakeppninni, er í mikilli fallhættu og mun taka þátt í sérstakri keppni um að bjarga sér frá falli.

Þjálfarinn, Riddersholm, þjálfaði áður Midtjylland og gerði þá að meisturum en hætti vegna ósættis. Hann virðist aftur vera að koma sér í klandur og situr örugglega í mjög heitu sæti núna.

 


mbl.is Dagar kantmannsins Elmars taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í bræðslu?

Þessar "æsi"fréttir af mokveiði á loðnumiðunum sýna í hnotskurn gagnrýnisleysi fjölmiðla. Þetta fer að minna á þorskveiðarnar á 8. áratugnum þegar skipin voru að fá allt að 60 tonn af bolfiski í flottrollið, sem eyðilagðist auðvitað allur og fór beint í gúanó.
Afleiðingin varð hrun stofnsins.

Svipað virðist vera að gerast með loðnuna. Hrikaleg ofveiði í flottroll sem gerir það að verkum að þessi fiskur fer meira og minna í bræðslu - og fjölmiðlarnir fagna hverju metinu á fætur öðru. Nær væri að banna flottrollið, rétt eins og Norðmenn gera.
Lærum við aldrei neitt?


mbl.is Með stærsta loðnufarm sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis byrjun!

Þetta var að mörgu leyti góður leikur hjá íslenska liðinu, einkum í byrjun.

Ungu stelpurnar í framlínunni, Sandra Jessen, Elín Metta og Katrín Ásbjörns voru frískar til að byrja með, auk þess sem Sandra í markinu var örugg allan leikinn og Arna Sif var sterk í miðju varnarinnar. Arna og Glódís eiga greinilega vel saman og ættu að vera framtíðar miðvarðarpar landsliðsins.
Leikurinn breyttist svo þegar Sandra meiddist en hún hafði einnig verið mjög dugleg að koma til baka og hjálpa til í vörninni.

Heilt yfir má segja að kominn sé tími á kynslóðarskipti þessu landsliði. Gömlu kempurnar eru farnar að gefa sig og þær ungu miklu frískari.

Byrjunarliðið leit vel út - mun betur en liðið eftir að skiptingar byrjuðu. Fanndís einleikur að venju of mikið og missir því oft boltann, auk þess sem sendingarnar eru yfirleitt ónákvæmar. Þá var Hallbera ekki sannfærandi eftir að hún kom inná og ekki heldur Dóra María.

Bestar: Sandra í markinu, Glódís og Arna Sif, Sara Björk og Elín Metta.


mbl.is Jafntefli við Noreg í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband