Ungir í stað reyndra

Valið á landsliðinu er nokkuð fyrirsjánlegt en þó skrítið eins og venjulega.

Nú er kannski undarlegast að Rúnar Már Sigurjónsson sé ekki með en hann leikur alla leiki með liði sínu Grashopper í Sviss. Í stað hans er Ólafur Ingi Skúlason valinn sem yfirleitt er á bekknum hjá liði sínu í Tyrklandi.

Þá er Ingvar Jónsson valinn sem þriðji markmaðurinn en ekki Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur spilað alla leiki með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.

Svo er það vörnin. Þar er ekki Hjörtur Hermannsson þó hann sé fastamaður í vörn Bröndby sem er öruggt í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þá er Viðar Ari valinn í stað Hauks Heiðars Haukssonar í AIK í Stokkhólmi sem þó hefur verið valinn í liðið undanfarið.

Framlínan og kanturinn eru kannski mesta spurningarmerkið en þar eru svo sannarlega hinir ungu og óreyndu valdir í stað þeirra eldri og reyndari. Aron Sigurðar í stað Arnórs Smárasonar og Óttar Magnús í stað Matthíasar Vilhjálmssonar.

Það á ekki af Matthíasi að ganga!


mbl.is Kári, Arnór og Rúrik í hópnum - Óttar og Viðar valdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaninn samur við sig

Neitar öllu þó svo að sjónarvottar segja allt annað. Minnir reyndar enn og aftur á kvæðið Slysaskot í Palestínu:

Lítil stúlka, lítil stúlka.
Lítil svarteygð, dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.

...

Fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.


mbl.is 46 létust í árás Bandaríkjahers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinileg skattsvik

Þetta eru greinileg skattsvik og ætti að vera auðvelt fyrir stjórnvöld (skattayfirvöld) að komast að því. Nóg að fletta upp í íbúaskrá til að sjá hvar sé búið og hvar ekki - og athuga svo hvort íbúðin sé í útleigu og hvort talið sé fram vegna hennar!: "En við erum svo liðsfá"!

En tölurnar í þessari frétt segja sitt. Bara í Reykja­vík einni eru um tvö þúsund íbúðir boðnar til leigu á Airbnb um þess­ar mund­ir en nær engir eru með rekstrarleyfi fyrir þeim (nær öll leyfin til hótela).
Einhverjir (161!) eru að reyna að svindla á hlutunum með því að sækja um leyfi fyrir útleigu í aðeins þrjá mánuði, í trausti þess að eftirlitið sé lélegt (sem það er) en treysta ekki á að það sé ekkert (sem það er í raun!). 

Það er alltaf sama sagan á þessu blessaða skeri. Lög eru sett seint og um síðir, og höfð eins opin og mögulegt er, svo blessað íslenska frelsið fái að njóta sín áfram.
Og svo er passað upp á það að hafa ekkert eftirlit með því hvort farið sé eftir lögunum eða ekki, svo þeir framtakssömu geti haldið áfram sinni uppáhaldsiðju: að svíkja undan skatti!


mbl.is 161 leyfi fyrir heimagistingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuðu þjóðirnar og hlutdrægnin

Þessi skýrsla er greinilega hlutdræg, þ.e. pro-vestræn, eins og flestar skýrslur sem koma frá SÞ.

Fyrir það fyrsta er mjög ólíklegt að sýrlensk stjórnvöld hafi kastað sprengjum á vatnsból höfuðborgarinnar því þau hafa haft hana á valdi sínu nú í langan tíma - og fara varla að eyðileggja vatnsbirgðir íbúanna, sem styðja stjórnvöld.

Í öðru lagi þá hafa vatnsbirgðir heils lands og einnar borgar að auki verið eyðilagðar án þess að Sameinuðu þjóðirnar hafi nokkuð tjá sig um það, hvað þá kallað slíkt stríðsglæpi.

Enda veldur hver á heldur. Það voru nefnilega "bandamenn" sem sprengdu upp hina frægu vatnsleiðslu sem kennd er við Gaddafi og hafði breytt Líbýu úr eyðimörk í blómlegar sveitir. Enn mun ekki hafa tekist að gera við vatnsleiðsluna enda algjör riglureið ríkt í landinu síðan vestrænum þjóðum tókst að "frelsa" landið úr klóm hins vonda manns.

Sömu sögu er að segja af Mosul. Þar sprengdi Íraksher upp vatnsleiðslur borgarinnar með dyggri aðstoð vestrænna þjóða, og með það að yfirlýstu markmiði að þvinga varnarlið borgarinnar til að gefast upp og/eða borgarana til að gera uppreisn.

Í hvorugt skiptið heyrðist í SÞ - og enn heyrist ekkert í þeim.
Já, það er ekki sama hver veldur, eða á hvern skuli koma sökinni.

 


mbl.is Stjórnvöld sek um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að boða stríðsglæpi?

Merkilegt að bandarískur "sérfræðingur" skuli boða útrýmingu liðsmanna ISIS, því yfirleitt er teknir fangar þegar fullnaðarsigur vinnst á innikróuðu liði.

Varla er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að skipunin sé að drepa alla, jafnvel þótt þeir gefist upp.
Það eru stríðsglæpir en þeir hafa reyndar áður verið framdir af hálfu "bandamanna" án þess að hafa neinn eftirmála.

Þá er og spurningin um að greina á milli almennra borgara og hermanna. Er kannski einnig verið að boða fjöldamorð á almennum borgurum?

Talandi um almenna borgara þá er afskaplega lítið fjallað í vestrænum fjölmiðlum um afdrif þeirra. Nú er t.d. búið að sprengja í sundur vatnsleiðslur borgarinnar (þar sem búa mörg hundruð þúsund manns), það gerði Íraksher og vestrænir bandamenn þeirra, þannig að fólk er vatnslaust í þessum hluta borgarinnar.

Mikið var talað um þjáningar Aleppobúa meðan á átökunum þar stóð - og þörfina á að stöðva stríðið í Sýrlandi þegar í stað.
Ekkert er hins vegar talað um þjáningar almennra borgara í Mosul - hvað þá að stöðva stríðið í Norður-Írak.

Í stað þess eru málaðar hinar dekkstu myndir af andstæðingunum - í því skyni að réttlæta stríðið gegn þeim á allan hátt, einnig hörmuleg örlög almennra borgara.

 


mbl.is „Þið munið allir deyja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur trúður!

Dagur B. og kratarnir í borginni gera það ekki endasleppt. Loksins þegar eitthvað er gert í húsnæðismálum borgarinnar er samið við eitt af helstu gróðapungafyrirbærum landsins, svo að það sé öruggt að fasteignaverðið haldist í himinhæðum og aðeins þeir ríku geti keypt.

Það er því virkileg góð ástæða fyrir Dag B. til að gleðjast yfir því að verktakarnir og lóðabraskararnir fái sitt.
Það er svo sannarlega orðin áleitin spurning hverjir ganga ötullegast fram í þágu braskaranna, miðjuliðið í borginni eða það sem er til hægri. 

Ég leyfi mér að fullyrða að undir forystu Dags B. slái kratarnir hægra liðinu gjörsamlega við - og það með góðu liðsinni Besta flokksins, Pírata og VG.

Lifi mið-vinstra bandalagið í borginni!


mbl.is 332 íbúðir rísi á Gelgjutanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt furðuvalið hjá landsliðsþjálfaranum

Maður skyldi ætla að nú væri stillt upp sterkasta liðinu til að fá sem besta samæfingu fyrir það áður en í alvöruna er komið í sumar.

En nei, ó nei!

Sara Björk sett á bekkinn og í raun allir leikmennirnir sem stóðu sig svo vel gegn Noregi.
Tapliðið gegn Japan fær hins vegar nýtt tækifæri (Guðbjörg, Arna Björk, Málfríður, Fanndís, Margrét Lára).

Það er eins og þjálfarinn vilji helst að liðið tapi sem flestum leikjum.
Eða kannski er hann bara að sýna vald sitt: "Ég ræð, og geri það sem mér sýnist."


mbl.is Kínverjar lagðir í lokaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á bekknum þrátt fyrir "stórleik" ...

Hörður Björgvin fékk þau ummæli í einum íslensku fjölmiðlanna núna um daginn að hann hafi átt stórleik með liðinu í síðasta leik. Samt er hann aftur kominn á bekkinn í leiknum í kvöld.

Þá sagði hinn heiðskýri fyrrum þjálfari KR, Bjarni Guðjónsson (Þórðarsonar), að Hörður kæmi vel til greina í landsliðið eftir stórgóða frammistöðu með liði sínu undanfarið.

Ég held nú að Bjarni hafi samt vitað, að Hörður hafi ekki spilað neitt með liði sínu undanfarna mánuði - og yfirleitt ekki einu sinni verið í leikmannahópnum.
Ef ekki þá er hann ákaflega illa að sér þó hann láti annað.

Spurning af hverju menn eru að hampa Herði svona því oflof virkar yfirleitt sem háð. Kannski vegna heimsku eða ókunnugleika, nema hvort tveggja sé?


mbl.is Aðstoðarþjálfari Harðar rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að Hildur sé kominn með vinnu ...

... þá þarf hún ekki lengur að ganga fyrir fjársöfnun fyrir næstu ferð hennar til útlanda.
Svo er auðvitað gleðilegt að VG í borginni gerir vel við sitt fólk.
Hún er ein af mörgum í VG í borginni sem hefur fengið umbun fyrir stuðning sinn við borgarmeirihlutann - og fyrir ákafa vörn fyrir slaka frammistöðu miðvinstri flokkanna í borginni. 


mbl.is Hildur Lilliendahl lætur Sindra heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt á næsta bar!

Það má sjá fróðlega umfjöllun um Bendtner í stærsta blaði Noregs þar sem syndaregistur kappans er talið upp:
http://www.aftenposten.no/100Sport/fotball/Dette-er-Bendtner-skandalene--Problemet-er-at-det-alltid-er-en-pianobar-rundt-hjornet-231805b.html

Þetta er upptalningin, byrjað á því nýjasta sem er reyndar ekki svo nýtt. Síðast lék Bendtner með Nott. Foerest í ensku b-deildinni en sat mest á bekknum!:

  • Mai 2012: Fikk ifølge avisen Sunderland Echo en bot på 55 000 kroner etter et trafikkforseelses-hat trick. Han ble stoppet uten førerkort, hadde ikke rett forsikring og kjørte en uregistrert bil.
  • Februar 2012: Mistet førerkortet for to måneder, etter at han ble tatt i 166 km/t i en 110-sone i England.
  • Desember 2011: Ble arrestert av britisk politi sammen med en lagkamerat i Sunderland for hærverk mot minst tre biler. Saken ble senere henlagt.
  • November 2011: Bendtner ble politianmeldt for vold mot en gjest på et hotell i Helsingør etter en vennskapskamp mot Sverige. Saken ble henlagt av politiet.
  • September 2011: Ble pågrepet av politiet i forbindelse med et slagsmål i Gateshead. :
  • September 2009: Kjørte av veien og krasjet sin Aston Martin.
  • Mai 2009: Ble bøtelagt av Arsenal etter at han ble kastet ut av en nattklubb klokken fire på natten etter et Champions League-tap. Bilder Daily Mail publiserte viser stjernen med buksene halvveis nede på knærne mens han blir geleidet ut av en vakt.

 


mbl.is Slær Eiði Smára við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband